Datsun Go á 850.000 kr. Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 10:15 Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent
Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent