Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson er efstur eftir fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á á Muirfield vellinum í Skotlandi.
Kylfingurinn lék fyrsta hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bel og Bandaríkjamaðurinn Mark O’Meara eru í öðru til þriðja sæti einu höggi á eftir Johnson.
Alls léku tuttugu kylfingar á undir parinu og var fín spilamennski á vellinum í dag.
Það gekk ekkert upp hjá Norður-Íranum Rory McIlroy í dag en hann lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða átta höggum yfir pari og var verulega ólíkur sjálfum sér. Hann þarf kraftaverk til að komast í gegnum niðurskurðinn.
