Bakgrunnur starfsmanna kirkjunnar verður skoðaður Helga Arnardóttir skrifar 10. mars 2013 19:53 Allir starfsmenn þjóðkirkjunnar þurfa nú að skrifa undir plagg þar sem þeir gefa leyfi til að sakaferill þeirra og bakgrunnur verði skoðaður. Biskup Íslands segir nauðsynlegt að hafa svona fyrirkomulag á stofnunum og öllum stöðum þar sem börn og unglingar koma við sögu. Eftir miklar umræður um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar var samþykkt á kirkjuþingi árið 2009 að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni þyrftu að gefa heimild með undirrituðu samþykki svo hægt væri að kanna bakgrunn og sakaskrá viðkomandi. Í fyrra var þetta tekið enn lengra. „Fyrst var þetta hugsað með fasta starfsmenn, presta og starfsmenn í barna- og æskulýðsstarfi en síðan hefur þetta útfærst, þannig að í sjálfu sér er hverri sóknarnefnd í sjálfsvald sett hversu langt hún gengur og allir þeir sem koma inn fyrir kirkjunnar dyr þó þau séu bara að vaska upp í eldhúsinu eða eitthvað slíkt. að þeir skrifi undir svona samþykki," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Þetta á einnig við þá starfsmenn og sjálfboðaliða sem hófu störf hjá þjóðkirkjunni fyrir 2009. Þá er athugað í sakaskrá hvort viðkomandi hafi brotið barnaverndar- eða hegningarlög, gerst sekur um ofbeldis eða kynferðisbrot og svo framvegis. En undirritað samþykki viðkomandi starfsmanns er skilyrði. „Markmiðið er náttúrulega að tryggja að við getum stundað fagleg og örugg vinnubrögð innan kirkjunnar. Og þar sem þetta var fyrst aðeins gagnvart börnum og unglingum þá eru þau náttúrulega það sem við þurfum mest að vanda okkur með í lífinu og starfið með þeim en þetta getur líka átt við um aðra starfsmenn þannig að nú gildir þetta um alla," segir hún. „Ég held það sé nauðsynlegt að það sé svona fyrirkomulag í öllum stofnunum og á stöðum þar sem börn eru annars vegar þá gefi starfsfólk og þeir sem starfa með börnum, sjálfboðaliðar og aðrir leyfi fyrir því að þau sé skimuð," Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Allir starfsmenn þjóðkirkjunnar þurfa nú að skrifa undir plagg þar sem þeir gefa leyfi til að sakaferill þeirra og bakgrunnur verði skoðaður. Biskup Íslands segir nauðsynlegt að hafa svona fyrirkomulag á stofnunum og öllum stöðum þar sem börn og unglingar koma við sögu. Eftir miklar umræður um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar var samþykkt á kirkjuþingi árið 2009 að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni þyrftu að gefa heimild með undirrituðu samþykki svo hægt væri að kanna bakgrunn og sakaskrá viðkomandi. Í fyrra var þetta tekið enn lengra. „Fyrst var þetta hugsað með fasta starfsmenn, presta og starfsmenn í barna- og æskulýðsstarfi en síðan hefur þetta útfærst, þannig að í sjálfu sér er hverri sóknarnefnd í sjálfsvald sett hversu langt hún gengur og allir þeir sem koma inn fyrir kirkjunnar dyr þó þau séu bara að vaska upp í eldhúsinu eða eitthvað slíkt. að þeir skrifi undir svona samþykki," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Þetta á einnig við þá starfsmenn og sjálfboðaliða sem hófu störf hjá þjóðkirkjunni fyrir 2009. Þá er athugað í sakaskrá hvort viðkomandi hafi brotið barnaverndar- eða hegningarlög, gerst sekur um ofbeldis eða kynferðisbrot og svo framvegis. En undirritað samþykki viðkomandi starfsmanns er skilyrði. „Markmiðið er náttúrulega að tryggja að við getum stundað fagleg og örugg vinnubrögð innan kirkjunnar. Og þar sem þetta var fyrst aðeins gagnvart börnum og unglingum þá eru þau náttúrulega það sem við þurfum mest að vanda okkur með í lífinu og starfið með þeim en þetta getur líka átt við um aðra starfsmenn þannig að nú gildir þetta um alla," segir hún. „Ég held það sé nauðsynlegt að það sé svona fyrirkomulag í öllum stofnunum og á stöðum þar sem börn eru annars vegar þá gefi starfsfólk og þeir sem starfa með börnum, sjálfboðaliðar og aðrir leyfi fyrir því að þau sé skimuð,"
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira