Sport

Magnað að kveðja Alex Ferguson

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Sigurður Hlöðversson
Sigurður Hlöðversson
Sir Alex Ferguson, sigursælasti knattspyrnustjóri í sögu enska fótboltans, stýrði Manchester United til sigurs í síðasta heimaleik sínum í gær. Að leik loknum tók hann við enska meistarabikarnum og kvaddi síðan stuðningsmenn liðsins sem hann hefur stýrt frá árinu 1986.

Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson er einn harðasti aðdáandi liðsins á Íslandi. Sigurður sótti leikinn í gær og segir að upplifunin hafi verið mögnuð. „Þetta er ein besta upplifun sem ég hef átt á fótboltavelli. Ég hef komið á þennan völl hátt í 30 sinnum og þetta er jafnvel hápunkturinn. Þetta er það sem hefur komist næst upplifuninni að sjá liðið verða Evrópumeistara árið 1999,“ segir Sigurður og játar að það hafi verið sérstakt að kveðja Ferguson.

„Efst í huga eru þakklæti og virðing. Þetta er erfitt en menn hafa lengi vitað að það væri að styttast í þessi endalok. Svo er gleðilegt að Ferguson hætti sem sigurvegari,“ segir Sigurður, sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi liðsins muni dala í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×