Lífið

Diskóheimsókn í sumar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bandaríska diskósveitin Chic ætlar að koma landanum út á gólfið á tónleikum í Laugardalshöll þann 17. júlí.

Það er stofnmeðlimur og lagahöfundur sveitarinnar, Nile Rodgers, sem fer fyrir hópnum, og má eiga von á lögum á borð við Le Freak, I Want Your Love og Everybody Dance, auk fjölda laga eftir Rodgers sem aðrir listamenn gerðu vinsæl. Má þar nefna lagið Upside Down sem Diana Ross gerði frægt, auk Sister Sledge-slagarans We Are Family.

Þá er gaman að taka það fram að Rodgers er meðhöfundur lagsins Get Lucky með hljómsveitinni Daft Punk, sem hefur notið vinsælda undanfarnar vikur.

Ásamt Chic munu hljómsveitirnar Sísí Ey og Moses Hightower koma fram en miðasala hefst föstudaginn 17. maí á midi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.