Volt lækkar um hálfa milljón Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 16:50 Chevrolet Volt rafmagnsbíllinn Vinsældir rafmagnsbíla fara vaxandi í heiminum og að sama skapi hefur samkeppnin aukist til muna á þeim. General Motors sem framleiðir Chevrolet Volt gefur ekkert eftir í samkeppninni og þar á bæ hefur verið ákveðið að lækka verð Volt bílsins um sem nemur hálfri milljón íslenskra króna. Það hefur Bílabúð Benna hér á Íslandi einnig gert. “Við höfum gert ráðstafanir sem gera okkur kleift að láta viðskiptavini okkar njóta 500 þús. króna lækkunarinnar strax ”, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi. “Við finnum fyrir vaxandi áhuga hérlendis, enda er Volt einsog skapaður fyrir íslenskan markað”. Chevrolet Volt kostar nú 6.990 þús. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent
Vinsældir rafmagnsbíla fara vaxandi í heiminum og að sama skapi hefur samkeppnin aukist til muna á þeim. General Motors sem framleiðir Chevrolet Volt gefur ekkert eftir í samkeppninni og þar á bæ hefur verið ákveðið að lækka verð Volt bílsins um sem nemur hálfri milljón íslenskra króna. Það hefur Bílabúð Benna hér á Íslandi einnig gert. “Við höfum gert ráðstafanir sem gera okkur kleift að láta viðskiptavini okkar njóta 500 þús. króna lækkunarinnar strax ”, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi. “Við finnum fyrir vaxandi áhuga hérlendis, enda er Volt einsog skapaður fyrir íslenskan markað”. Chevrolet Volt kostar nú 6.990 þús.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent