RÚV og Heimdellingar Guðmundur Edgarsson skrifar 10. júlí 2013 06:00 Gott er að vita að til er fólk á stjórnmálasviðinu sem álítur hugtökin einstaklingsfrelsi og mannréttindi hafa merkingu. Formaður Heimdallar, ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins, hélt ríðandi á fund útvarpsstjóra með uppsagnarbréf að RÚV. Ólíkt öðrum fjölmiðlum þá byggir RÚV rekstur sinn á því viðskiptamódeli að borgi menn ekki áskrift, hljóta menn verra af. Hesturinn minnti svo á að RÚV þvingar ekki einungis mannverur til að borga heldur einnig fyrirtæki og félagasamtök (t.d. hestafélög), rétt eins og stjórnendur fyrirtækja sækist eftir því að starfsfólk þess horfi og hlusti á RÚV í vinnunni! En hvaða rök standa til þess að fólki er gert að kaupa þjónustu af umræddu fyrirtæki án tillits til hvort það hafi áhuga eða ekki? Jú, segja sumir, án RÚV væri öryggi þjóðarinnar stefnt í hættu, menningarverðmæti glötuðust og hlutlausar fréttir væru ekki sagðar. Skoðum þessi sjónarmið nánar.Öryggissjónarmiðin Þegar ríkið hefur fé af fólki til þess að halda úti fjölmiðli mætti ætla að rökin fyrir slíku væru sterk. Til að mynda þau að annars væru engir fjölmiðlar starfandi og fólk fengi engar fréttir. Slíkt gæti varðað þjóðarhag til dæmis þegar náttúruhamfarir verða. Ljóst er að þessi rök gilda ekki því nóg er af einkareknum fjölmiðlum til að sinna þeim þörfum og því engin ástæða til að ríkið reki fjölmiðil af þeim sökum. Hvað með farsímasamband? Er ekki mun mikilvægara að boð geti borist hratt og hnökralaust manna á milli símleiðis en í gegnum fréttir og tilkynningar í fjölmiðlum. Samt eru öll símafyrirtæki landsins í einkaeigu. Enginn talar um stórkostlega hættu af þeirri ástæðu.Menningarhlutverkið En hvað með menningarhlutverk RÚV? Ráða einkareknir fjölmiðlar nokkuð við að sinna íslenskri menningu? Þessum spurningum má svara á ýmsa vegu en látum nægja að nefna tvennt. Í fyrsta lagi er menning ekkert annað en yfirheiti yfir siði, hugsunarhátt og ýmsar athafnir (t.d. listsköpun) sem þróast í frjálsum samskiptum fólks. Menning er með öðrum orðum sjálfsprottin en ekki miðlæg eða fyrirskipuð af stjórnvöldum. Ríkisrekin menning er ekki raunveruleg heldur tilbúin og þvinguð. Með öðrum orðum, gervimenning eða jafnvel ómenning. Í öðru lagi er menning margbrotin og margvísleg og þar af leiðandi valkvæð í þeim skilningi að það sem er áhugaverð menning fyrir einn er það ekki endilega fyrir annan. Ríkið getur ekki bara skipað nefnd sem metur það fyrir mig og þig að þetta sé góð og áhugaverð menning en ekki hitt. Hinn frjálsi markaður er eini mælikvarðinn á hvað fólki finnst vera menning og hvað ekki, ekki pólitískt skipaðar nefndir út í bæ.HlutleysiskrafanAlgengt er að heyra talsmenn ríkisrekins fjölmiðils fullyrða að aðeins ríkið sé fært um að fytja fréttir á hlutlausan hátt. Þetta sjónarmið gengur ekki upp. Enginn fjölmiðill er hlutlaus, hvorki ríkisrekin né einkarekin. Flest athyglisverð mál, sér í lagi pólitísk átakamál, eiga sér fleiri en eina hlið og erfitt að gera þeim öllum jafn hátt undir höfði. Fréttamenn eru eins og aðrir af holdi og blóði og hver með sína lífssýn. Því er óhjákvæmilegt að undirliggjandi skoðanir fréttamanna hafi áhrif á fréttaflutning t.d. hvað telst vera frétt, hvernig hún er sögð, hverju er sleppt og hverju ekki, o.s.frv. Lausnin á þessum vanda felst ekki í að telja landsmönnum trú um að einhver einn fjölmiðill sé hlutlausari en annar heldur að sem flestum sjónarmiðum séu gerð skil í mörgum ólíkum fjölmiðlum. Hinn frjálsi markaður er best til þess fallinn að tryggja slíka fjölbreytni, sérstaklega nú þar sem hver sem er getur fyrirhafnarlítið stofnað fjölmiðil með öllum þeim aragrúa möguleika sem netið hefur upp á að bjóða.Seljum RÚV Rétt er að benda á að þessari grein er ekki ætlað að varpa rýrð á fjölmiðilinn RÚV sem slíkan. Starfsfólk RÚV ræður engu um rekstrarformið, það gerir Alþingi Íslendinga. Sjálfur tel ég RÚV vera vandaðan og metnaðarfullan fjölmiðil svo persónulega sé ég ekki eftir mínum áskriftargjöldum þangað. En ég er ekki einn í heiminum og verð að virða vilja og smekk þeirra sem ekki deila þeirri skoðun minni. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölskyldum sem eiga í verulegum fjárhagskröggum og mundi muna um þær tugþúsundir króna sem fara árlega í áskrift að fjölmiðli sem það getur vel verið án. Ég legg því til að RÚV verði selt á þessu kjörtímabili bæði vegna kreppunnar og einnig vegna þess að hátt verð ætti að fást fyrir fyrirtæki sem hefur þann gæðastimpil sem RÚV hefur um þessar mundir. Ég minni þó á í lokin að meginrökin fyrir sölu RÚV eiga að byggja á þeim mannréttindum að fólk ráði sjálft hvaða fjölmiðla það vill njóta, ekki stjórnmálastéttin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Gott er að vita að til er fólk á stjórnmálasviðinu sem álítur hugtökin einstaklingsfrelsi og mannréttindi hafa merkingu. Formaður Heimdallar, ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins, hélt ríðandi á fund útvarpsstjóra með uppsagnarbréf að RÚV. Ólíkt öðrum fjölmiðlum þá byggir RÚV rekstur sinn á því viðskiptamódeli að borgi menn ekki áskrift, hljóta menn verra af. Hesturinn minnti svo á að RÚV þvingar ekki einungis mannverur til að borga heldur einnig fyrirtæki og félagasamtök (t.d. hestafélög), rétt eins og stjórnendur fyrirtækja sækist eftir því að starfsfólk þess horfi og hlusti á RÚV í vinnunni! En hvaða rök standa til þess að fólki er gert að kaupa þjónustu af umræddu fyrirtæki án tillits til hvort það hafi áhuga eða ekki? Jú, segja sumir, án RÚV væri öryggi þjóðarinnar stefnt í hættu, menningarverðmæti glötuðust og hlutlausar fréttir væru ekki sagðar. Skoðum þessi sjónarmið nánar.Öryggissjónarmiðin Þegar ríkið hefur fé af fólki til þess að halda úti fjölmiðli mætti ætla að rökin fyrir slíku væru sterk. Til að mynda þau að annars væru engir fjölmiðlar starfandi og fólk fengi engar fréttir. Slíkt gæti varðað þjóðarhag til dæmis þegar náttúruhamfarir verða. Ljóst er að þessi rök gilda ekki því nóg er af einkareknum fjölmiðlum til að sinna þeim þörfum og því engin ástæða til að ríkið reki fjölmiðil af þeim sökum. Hvað með farsímasamband? Er ekki mun mikilvægara að boð geti borist hratt og hnökralaust manna á milli símleiðis en í gegnum fréttir og tilkynningar í fjölmiðlum. Samt eru öll símafyrirtæki landsins í einkaeigu. Enginn talar um stórkostlega hættu af þeirri ástæðu.Menningarhlutverkið En hvað með menningarhlutverk RÚV? Ráða einkareknir fjölmiðlar nokkuð við að sinna íslenskri menningu? Þessum spurningum má svara á ýmsa vegu en látum nægja að nefna tvennt. Í fyrsta lagi er menning ekkert annað en yfirheiti yfir siði, hugsunarhátt og ýmsar athafnir (t.d. listsköpun) sem þróast í frjálsum samskiptum fólks. Menning er með öðrum orðum sjálfsprottin en ekki miðlæg eða fyrirskipuð af stjórnvöldum. Ríkisrekin menning er ekki raunveruleg heldur tilbúin og þvinguð. Með öðrum orðum, gervimenning eða jafnvel ómenning. Í öðru lagi er menning margbrotin og margvísleg og þar af leiðandi valkvæð í þeim skilningi að það sem er áhugaverð menning fyrir einn er það ekki endilega fyrir annan. Ríkið getur ekki bara skipað nefnd sem metur það fyrir mig og þig að þetta sé góð og áhugaverð menning en ekki hitt. Hinn frjálsi markaður er eini mælikvarðinn á hvað fólki finnst vera menning og hvað ekki, ekki pólitískt skipaðar nefndir út í bæ.HlutleysiskrafanAlgengt er að heyra talsmenn ríkisrekins fjölmiðils fullyrða að aðeins ríkið sé fært um að fytja fréttir á hlutlausan hátt. Þetta sjónarmið gengur ekki upp. Enginn fjölmiðill er hlutlaus, hvorki ríkisrekin né einkarekin. Flest athyglisverð mál, sér í lagi pólitísk átakamál, eiga sér fleiri en eina hlið og erfitt að gera þeim öllum jafn hátt undir höfði. Fréttamenn eru eins og aðrir af holdi og blóði og hver með sína lífssýn. Því er óhjákvæmilegt að undirliggjandi skoðanir fréttamanna hafi áhrif á fréttaflutning t.d. hvað telst vera frétt, hvernig hún er sögð, hverju er sleppt og hverju ekki, o.s.frv. Lausnin á þessum vanda felst ekki í að telja landsmönnum trú um að einhver einn fjölmiðill sé hlutlausari en annar heldur að sem flestum sjónarmiðum séu gerð skil í mörgum ólíkum fjölmiðlum. Hinn frjálsi markaður er best til þess fallinn að tryggja slíka fjölbreytni, sérstaklega nú þar sem hver sem er getur fyrirhafnarlítið stofnað fjölmiðil með öllum þeim aragrúa möguleika sem netið hefur upp á að bjóða.Seljum RÚV Rétt er að benda á að þessari grein er ekki ætlað að varpa rýrð á fjölmiðilinn RÚV sem slíkan. Starfsfólk RÚV ræður engu um rekstrarformið, það gerir Alþingi Íslendinga. Sjálfur tel ég RÚV vera vandaðan og metnaðarfullan fjölmiðil svo persónulega sé ég ekki eftir mínum áskriftargjöldum þangað. En ég er ekki einn í heiminum og verð að virða vilja og smekk þeirra sem ekki deila þeirri skoðun minni. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölskyldum sem eiga í verulegum fjárhagskröggum og mundi muna um þær tugþúsundir króna sem fara árlega í áskrift að fjölmiðli sem það getur vel verið án. Ég legg því til að RÚV verði selt á þessu kjörtímabili bæði vegna kreppunnar og einnig vegna þess að hátt verð ætti að fást fyrir fyrirtæki sem hefur þann gæðastimpil sem RÚV hefur um þessar mundir. Ég minni þó á í lokin að meginrökin fyrir sölu RÚV eiga að byggja á þeim mannréttindum að fólk ráði sjálft hvaða fjölmiðla það vill njóta, ekki stjórnmálastéttin.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar