Enn um misskilning Gylfi Magnússon skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir í Sviss, birti sína aðra grein þar sem hann gerir mig að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 15. febrúar. Efnislega bætir hún litlu við fyrri grein hans um sama efni. Þó víkur hann núna loksins stuttlega að ástæðunum fyrir þessum sérkennilegu skrifum, sem er tiltekin viðskiptahugmynd hans sem hann virðist telja að ég hafi flækst fyrir að óþörfu. Viðskiptahugmyndin gekk í grófum dráttum út á að setja Orkuveituna og Reykjavíkurborg í þrot og endurreisa svo aftur, væntanlega gegn nokkurra milljarða króna þóknun. Áttu að koma að þessu ýmsir erlendir aðilar, ofurlögmenn og vogunarsjóðir, auk Íslendinga. Öllum gekk þeim án efa gott eitt til. Ekki veit ég hvernig átti að skipta þóknuninni en hafi Heiðar Már ekki ætlað sér neinn hlut, jafnvel persónulega greiða útlagðan kostnað, þá er það aðdáunarvert örlæti. Það er skemmst frá því að segja að þessi frumlega hugmynd fékk álíka góðan hljómgrunn og tillagan um einhliða upptöku nýs gjaldmiðils. Ég stöðvaði ekki viðskiptahugmyndina, hún var einfaldlega andvana fædd. Það virðist pennavinur minn eiga erfitt með að sætta sig við. Það verður bara svo að vera. Meiru skiptir að tekist hefur að snúa rekstri Orkuveitunnar við svo að hann skilar nú um 20 milljörðum króna á ári sem hægt er að nýta til greiðslu vaxta og afborgana. Það er meira en nóg til að koma fjárhagnum á réttan kjöl. Raunar myndi fyrirtækið verða skuldlaust á rúmum áratug með þessu áframhaldi. Allar helstu tölur um rekstur og efnahag og áætlanir fyrirtækisins eru opinberar. Þær tala sínu máli. Lesi Heiðar Már annað út úr þeim en ég þá verður bara svo að vera.Tilgangslaust að þrátta Það sama má segja um skuldastöðu þjóðarbúsins. Hann telur það á vonarvöl. Allar helstu tölur eru þar opinberar, þótt vissulega sé óvissa um sumar þeirra. Ég les annað út úr þeim en Heiðar Már og mér sýnist tilgangslaust að þrátta frekar við hann um þetta. Legg frekar til að við sammælumst um það að skrifast aftur á eftir t.d. fimm eða tíu ár. Verði íslenska ríkið, þjóðarbúið eða Orkuveitan þá farin í þrot þá liggur fyrir að hann hafði rétt fyrir sér. Ég skal meira að segja bæta því við að ég tel meiri líkur en minni á því að þá verði raungengi krónunnar hærra en nú. Heiðar Már nefnir fleira. Hann telur að það hafi verið mistök að færa innlendar eignir þrotabús gamla Landsbankans inn í nýja bankann sem er að mestu í eigu ríkisins. Um það er ég algjörlega ósammála honum en um þetta má deila eins og annað. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna hann vill deila um þetta við mig. Þetta var allt saman gert haustið 2008 og kom ég þar hvergi nærri. Það væri nærtækara að hann ræddi þetta við þá sem þá voru í ríkisstjórn, enda hæg heimatökin. Það sama má raunar segja um nauðasamninga þrotabúa gömlu bankanna sem hann virðist telja mig bera einhverja ábyrgð á. Ég hef ekkert komið að gerð þeirra eða skoðun íslenskra stjórnvalda á þeim. Það er ekki einu sinni mér vitanlega neinn alvarlegur ágreiningur innanlands um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt vegna þeirra. Aðalvandinn hér er annars vegar hve hratt þrotabúin geta selt eignir í krónum fyrir erlenda mynt og hins vegar hver verður framtíð nýju bankanna. Nauðasamningar þurfa að taka á þeim vandamálum með skynsamlegum hætti. Annars á ekki að fallast á þá. Að lokum þetta. Það er ekkert að því að takast á um hagtölur og efnahagsmál og gagnrýna niðurstöður og spár stjórnvalda eða annarra aðila. Það er hluti af heilbrigðri þjóðfélagsumræðu. Einhverjir verða að mála skrattann á vegginn, eins og Heiðar Már gerir núna. Það hefðu að ósekju fleiri mátt gera fyrir hrun. Heiðar Már er ósammála mér um ýmsa hluti og gerir mikið úr meintum misskilningi mínum. Honum er það að sjálfsögðu heimilt, hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki. Framvinda mála mun leiða hið rétta í ljós. Sjálfur tel ég mig ekki óskeikulan og hef aldrei haldið því fram. Er ekki páfinn einn óskeikull? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir í Sviss, birti sína aðra grein þar sem hann gerir mig að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 15. febrúar. Efnislega bætir hún litlu við fyrri grein hans um sama efni. Þó víkur hann núna loksins stuttlega að ástæðunum fyrir þessum sérkennilegu skrifum, sem er tiltekin viðskiptahugmynd hans sem hann virðist telja að ég hafi flækst fyrir að óþörfu. Viðskiptahugmyndin gekk í grófum dráttum út á að setja Orkuveituna og Reykjavíkurborg í þrot og endurreisa svo aftur, væntanlega gegn nokkurra milljarða króna þóknun. Áttu að koma að þessu ýmsir erlendir aðilar, ofurlögmenn og vogunarsjóðir, auk Íslendinga. Öllum gekk þeim án efa gott eitt til. Ekki veit ég hvernig átti að skipta þóknuninni en hafi Heiðar Már ekki ætlað sér neinn hlut, jafnvel persónulega greiða útlagðan kostnað, þá er það aðdáunarvert örlæti. Það er skemmst frá því að segja að þessi frumlega hugmynd fékk álíka góðan hljómgrunn og tillagan um einhliða upptöku nýs gjaldmiðils. Ég stöðvaði ekki viðskiptahugmyndina, hún var einfaldlega andvana fædd. Það virðist pennavinur minn eiga erfitt með að sætta sig við. Það verður bara svo að vera. Meiru skiptir að tekist hefur að snúa rekstri Orkuveitunnar við svo að hann skilar nú um 20 milljörðum króna á ári sem hægt er að nýta til greiðslu vaxta og afborgana. Það er meira en nóg til að koma fjárhagnum á réttan kjöl. Raunar myndi fyrirtækið verða skuldlaust á rúmum áratug með þessu áframhaldi. Allar helstu tölur um rekstur og efnahag og áætlanir fyrirtækisins eru opinberar. Þær tala sínu máli. Lesi Heiðar Már annað út úr þeim en ég þá verður bara svo að vera.Tilgangslaust að þrátta Það sama má segja um skuldastöðu þjóðarbúsins. Hann telur það á vonarvöl. Allar helstu tölur eru þar opinberar, þótt vissulega sé óvissa um sumar þeirra. Ég les annað út úr þeim en Heiðar Már og mér sýnist tilgangslaust að þrátta frekar við hann um þetta. Legg frekar til að við sammælumst um það að skrifast aftur á eftir t.d. fimm eða tíu ár. Verði íslenska ríkið, þjóðarbúið eða Orkuveitan þá farin í þrot þá liggur fyrir að hann hafði rétt fyrir sér. Ég skal meira að segja bæta því við að ég tel meiri líkur en minni á því að þá verði raungengi krónunnar hærra en nú. Heiðar Már nefnir fleira. Hann telur að það hafi verið mistök að færa innlendar eignir þrotabús gamla Landsbankans inn í nýja bankann sem er að mestu í eigu ríkisins. Um það er ég algjörlega ósammála honum en um þetta má deila eins og annað. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna hann vill deila um þetta við mig. Þetta var allt saman gert haustið 2008 og kom ég þar hvergi nærri. Það væri nærtækara að hann ræddi þetta við þá sem þá voru í ríkisstjórn, enda hæg heimatökin. Það sama má raunar segja um nauðasamninga þrotabúa gömlu bankanna sem hann virðist telja mig bera einhverja ábyrgð á. Ég hef ekkert komið að gerð þeirra eða skoðun íslenskra stjórnvalda á þeim. Það er ekki einu sinni mér vitanlega neinn alvarlegur ágreiningur innanlands um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt vegna þeirra. Aðalvandinn hér er annars vegar hve hratt þrotabúin geta selt eignir í krónum fyrir erlenda mynt og hins vegar hver verður framtíð nýju bankanna. Nauðasamningar þurfa að taka á þeim vandamálum með skynsamlegum hætti. Annars á ekki að fallast á þá. Að lokum þetta. Það er ekkert að því að takast á um hagtölur og efnahagsmál og gagnrýna niðurstöður og spár stjórnvalda eða annarra aðila. Það er hluti af heilbrigðri þjóðfélagsumræðu. Einhverjir verða að mála skrattann á vegginn, eins og Heiðar Már gerir núna. Það hefðu að ósekju fleiri mátt gera fyrir hrun. Heiðar Már er ósammála mér um ýmsa hluti og gerir mikið úr meintum misskilningi mínum. Honum er það að sjálfsögðu heimilt, hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki. Framvinda mála mun leiða hið rétta í ljós. Sjálfur tel ég mig ekki óskeikulan og hef aldrei haldið því fram. Er ekki páfinn einn óskeikull?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar