Jöfnum stöðu norrænu tungu- málanna í skólum Kristján E. Guðmundsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Nýlega fylgdist ég með heimildarþætti í danska sjónvarpinu sem fjallaði um samskipti danskra og sænskra framhaldsskólanema þar sem meginvandamálið var að þeir skildu ekki hvorir aðra þrátt fyrir sífellt nánari samskipti eftir að brúin kom yfir Eyrarsund. Þau grípa því oft til þess að nota ensku í samskiptum sín á milli. Þó tungumálin séu náskyld er það framburðurinn sem veldur vandamálinu að mati ungmennanna. Hér á landi var danska fyrsta erlenda málið sem ungmenni þurftu að læra, þó nokkuð sé um liðið síðan hún var færð í annað sætið og enska sett í það fyrsta. Enn er þó danska skyldunám í grunn- og framhaldsskólum hér á landi. Vegna náinna tengsla okkar við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum er fullkomlega eðlilegt að í skyldunámi sé einhver kennsla í einu tungumáli þessara þjóða sem þá um leið gefur okkur lykil að hinum. Spurningin er hvort danskan sé þar heppilegust. Til þess að geta valið norsku eða sænsku gilda hins vegar strangar reglur um að nemandi hafi, eða hafi haft, sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð, þ.e. hafi átt þar heima, stundað þar nám, eða eigi norskt eða sænskt foreldri. Samkvæmt þessum reglum er því krafist töluverðrar forþekkingar í þessum tungumálum til þess að fá að taka þau sem annað mál í stað dönskunnar.Einn vinnumarkaður Nú er það svo að danskur framburður er okkur ekki tamur og fyrir marga erfitt að ná á honum góðum tökum. Annað gildir um norsku og sænsku (þó þar séu mállýskur stundum erfiðar). Það er töluvert auðveldara fyrir okkur Íslendinga að ná góðum tökum á framburði þeirra tungumála. Auk þess eiga flestir Svíar og Norðmenn tiltölulega auðvelt með að skilja hvorir aðra. Ágætt dæmi um það er hinn ágæti sænsk/norski spjallþáttur „Skavlan“ þar sem þáttastjórnandinn er norskur, þátturinn tekinn upp í Stokkhólmi og flestir viðmælendur ýmist norskir eða sænskir og virðast eiga auðvelt með að skilja hverjir aðra. Þeir Danir sem ég hef spurt segjast líka eiga auðvelt með að skilja norsku (sem einn danskur vinur minn kallaði „dansk med stavefejl“). Það eru sögulegar ástæður fyrir því að danska var hér kennd sem fyrsta erlenda málið. Nú er öldin önnur. Norðurlöndin, sem standa okkur næst menningarlega, eru orðin einn vinnumarkaður. Í dag er auðveldara að skreppa til Óslóar en var að fara frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur fyrir 50 árum. Til að gera mönnum betur kleift að nýta þau tækifæri sem þessar frændþjóðir okkar hafa upp á að bjóða þurfum við að tileinka okkur það tungumál sem allir skilja án þess að grípa til enskunnar. Gefum skólunum kost á að bjóða börnum okkar möguleika á því að læra norsku (bokmål) eða sænsku í stað dönskunnar ef þau kjósa svo. Til þess þarf einfalda breytingu á reglugerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fylgdist ég með heimildarþætti í danska sjónvarpinu sem fjallaði um samskipti danskra og sænskra framhaldsskólanema þar sem meginvandamálið var að þeir skildu ekki hvorir aðra þrátt fyrir sífellt nánari samskipti eftir að brúin kom yfir Eyrarsund. Þau grípa því oft til þess að nota ensku í samskiptum sín á milli. Þó tungumálin séu náskyld er það framburðurinn sem veldur vandamálinu að mati ungmennanna. Hér á landi var danska fyrsta erlenda málið sem ungmenni þurftu að læra, þó nokkuð sé um liðið síðan hún var færð í annað sætið og enska sett í það fyrsta. Enn er þó danska skyldunám í grunn- og framhaldsskólum hér á landi. Vegna náinna tengsla okkar við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum er fullkomlega eðlilegt að í skyldunámi sé einhver kennsla í einu tungumáli þessara þjóða sem þá um leið gefur okkur lykil að hinum. Spurningin er hvort danskan sé þar heppilegust. Til þess að geta valið norsku eða sænsku gilda hins vegar strangar reglur um að nemandi hafi, eða hafi haft, sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð, þ.e. hafi átt þar heima, stundað þar nám, eða eigi norskt eða sænskt foreldri. Samkvæmt þessum reglum er því krafist töluverðrar forþekkingar í þessum tungumálum til þess að fá að taka þau sem annað mál í stað dönskunnar.Einn vinnumarkaður Nú er það svo að danskur framburður er okkur ekki tamur og fyrir marga erfitt að ná á honum góðum tökum. Annað gildir um norsku og sænsku (þó þar séu mállýskur stundum erfiðar). Það er töluvert auðveldara fyrir okkur Íslendinga að ná góðum tökum á framburði þeirra tungumála. Auk þess eiga flestir Svíar og Norðmenn tiltölulega auðvelt með að skilja hvorir aðra. Ágætt dæmi um það er hinn ágæti sænsk/norski spjallþáttur „Skavlan“ þar sem þáttastjórnandinn er norskur, þátturinn tekinn upp í Stokkhólmi og flestir viðmælendur ýmist norskir eða sænskir og virðast eiga auðvelt með að skilja hverjir aðra. Þeir Danir sem ég hef spurt segjast líka eiga auðvelt með að skilja norsku (sem einn danskur vinur minn kallaði „dansk med stavefejl“). Það eru sögulegar ástæður fyrir því að danska var hér kennd sem fyrsta erlenda málið. Nú er öldin önnur. Norðurlöndin, sem standa okkur næst menningarlega, eru orðin einn vinnumarkaður. Í dag er auðveldara að skreppa til Óslóar en var að fara frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur fyrir 50 árum. Til að gera mönnum betur kleift að nýta þau tækifæri sem þessar frændþjóðir okkar hafa upp á að bjóða þurfum við að tileinka okkur það tungumál sem allir skilja án þess að grípa til enskunnar. Gefum skólunum kost á að bjóða börnum okkar möguleika á því að læra norsku (bokmål) eða sænsku í stað dönskunnar ef þau kjósa svo. Til þess þarf einfalda breytingu á reglugerð.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun