Óviðunandi geðheilbrigðisþjónusta ungmenna á Norðurlandi Hjalti Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Vanlíðan ungs fólks á Norðurlandi er stórt vandamál sem þarf að bregðast við strax. Eftir hálft ár í starfi sem sálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) hefur mér orðið ljóst að geðheilbrigðisþjónusta fyrir norðlensk ungmenni er ekki boðleg. Sérstaklega ber að nefna þá þjónustu sem 16 og 17 ára ungmennum stendur til boða. Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár virðist hafa gleymst að gera ráð fyrir þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem 16 og 17 ára börn eiga rétt á samkvæmt lögum. Mörg sveitarfélög leggja áherslu á að sinna börnum sem eru í leik- og grunnskólum en eftir sitja þeir sem eru 16 og 17 ára með skerta þjónustu. Það er því orðið tímabært að ríkið skilgreini sérstaklega hlutverk sitt í samráði við sveitarfélögin þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu nemenda á fyrstu árum framhaldsskóla. VMA hefur tekið skref í rétta átt, fyrstur framhaldsskóla á Íslandi og ráðið til sín sálfræðing til þess að vinna að bættu geðheilbrigði nemenda. Er um tilraunaverkefnið „Nám er vinnandi vegur" að ræða. Sálfræðiþjónustan sem boðið hefur verið upp á í VMA í vetur hefur verið vel nýtt og hafa um 70 nemendur á öllum aldri notfært sér hana að einhverju leyti á haustönn. Þjónustan felst annars vegar í hóptímum fyrir nemendur með kvíða og/eða þunglyndiseinkenni og hins vegar í einstaklingsviðtölum þar sem í báðum tilfellum er unnið eftir hugrænni atferlismeðferð. Þar sem VMA er menntastofnun en ekki meðferðar- eða heilbrigðisstofnun hefur þjónustan beinst að þeim sem eru með vægari einkenni. Þegar kemur að því að vísa nemendum áfram sem þurfa á frekari meðferð að halda hefur komið í ljós að fá úrræði eru til staðar.Þjónustan fer minnkandi Ekki er hægt að ætlast til þess að barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri geti sinnt þeirri þörf sem er fyrir hendi þegar þar starfar einn sálfræðingur í hlutastarfi og einn geðlæknir. Svæðið sem deildin þjónustar nær vestur frá Hrútafirði alla leið austur til Hornafjarðar. Geðheilbrigðisþjónusta barna og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri kemur ekki til með á batna á þessu ári þar sem framkvæmdastjórn Sjúkrahússins hefur nú frá 1. janúar lagt niður barna- og unglingageðdeildina sem sjálfstæða einingu og hafa bæði starfandi barnageðlæknir og sálfræðingur sagt starfi sínu lausu. Deildin hefur því lokið hlutverki sínu í lok mars þegar uppsagnarfrestir starfsmanna hafa runnið út. Engin sérstök meðferðarúrræði eru í boði á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þar er hins vegar starfrækt unglingamóttaka í eina klukkustund á viku þar sem læknir og/eða hjúkrunarfræðingur veita ráðgjöf og vísa málum á þá staði sem við á. Eftir stendur þá fullorðins geðsviðið á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem biðlistar eru langir og eru sífellt að lengjast og sjálfstætt starfandi sálfræðingar sem alls ekki allir hafa ráð á að notfæra sér. Mikið þarf að gerast til þess að geðheilbrigðisþjónusta ungs fólks á Norðurlandi verði viðunandi. Nýtt ár fer ekki vel af stað og virðist sem þjónustan fari minnkandi sem á ekki að vera hægt þar sem þjónustan er lítil sem engin. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið stórt skref í rétta átt og er það von mín að ríki og sveitarfélög taki höndum saman og leggi aukna áherslu á meðferð ungs fólks og forvarnir. Greiningar, einar og sér, skila sér ekki í bættri geðheilsu ungs fólks heldur þarf að veita meðferð við hæfi af hæfum meðferðaraðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Vanlíðan ungs fólks á Norðurlandi er stórt vandamál sem þarf að bregðast við strax. Eftir hálft ár í starfi sem sálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) hefur mér orðið ljóst að geðheilbrigðisþjónusta fyrir norðlensk ungmenni er ekki boðleg. Sérstaklega ber að nefna þá þjónustu sem 16 og 17 ára ungmennum stendur til boða. Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár virðist hafa gleymst að gera ráð fyrir þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem 16 og 17 ára börn eiga rétt á samkvæmt lögum. Mörg sveitarfélög leggja áherslu á að sinna börnum sem eru í leik- og grunnskólum en eftir sitja þeir sem eru 16 og 17 ára með skerta þjónustu. Það er því orðið tímabært að ríkið skilgreini sérstaklega hlutverk sitt í samráði við sveitarfélögin þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu nemenda á fyrstu árum framhaldsskóla. VMA hefur tekið skref í rétta átt, fyrstur framhaldsskóla á Íslandi og ráðið til sín sálfræðing til þess að vinna að bættu geðheilbrigði nemenda. Er um tilraunaverkefnið „Nám er vinnandi vegur" að ræða. Sálfræðiþjónustan sem boðið hefur verið upp á í VMA í vetur hefur verið vel nýtt og hafa um 70 nemendur á öllum aldri notfært sér hana að einhverju leyti á haustönn. Þjónustan felst annars vegar í hóptímum fyrir nemendur með kvíða og/eða þunglyndiseinkenni og hins vegar í einstaklingsviðtölum þar sem í báðum tilfellum er unnið eftir hugrænni atferlismeðferð. Þar sem VMA er menntastofnun en ekki meðferðar- eða heilbrigðisstofnun hefur þjónustan beinst að þeim sem eru með vægari einkenni. Þegar kemur að því að vísa nemendum áfram sem þurfa á frekari meðferð að halda hefur komið í ljós að fá úrræði eru til staðar.Þjónustan fer minnkandi Ekki er hægt að ætlast til þess að barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri geti sinnt þeirri þörf sem er fyrir hendi þegar þar starfar einn sálfræðingur í hlutastarfi og einn geðlæknir. Svæðið sem deildin þjónustar nær vestur frá Hrútafirði alla leið austur til Hornafjarðar. Geðheilbrigðisþjónusta barna og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri kemur ekki til með á batna á þessu ári þar sem framkvæmdastjórn Sjúkrahússins hefur nú frá 1. janúar lagt niður barna- og unglingageðdeildina sem sjálfstæða einingu og hafa bæði starfandi barnageðlæknir og sálfræðingur sagt starfi sínu lausu. Deildin hefur því lokið hlutverki sínu í lok mars þegar uppsagnarfrestir starfsmanna hafa runnið út. Engin sérstök meðferðarúrræði eru í boði á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þar er hins vegar starfrækt unglingamóttaka í eina klukkustund á viku þar sem læknir og/eða hjúkrunarfræðingur veita ráðgjöf og vísa málum á þá staði sem við á. Eftir stendur þá fullorðins geðsviðið á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem biðlistar eru langir og eru sífellt að lengjast og sjálfstætt starfandi sálfræðingar sem alls ekki allir hafa ráð á að notfæra sér. Mikið þarf að gerast til þess að geðheilbrigðisþjónusta ungs fólks á Norðurlandi verði viðunandi. Nýtt ár fer ekki vel af stað og virðist sem þjónustan fari minnkandi sem á ekki að vera hægt þar sem þjónustan er lítil sem engin. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið stórt skref í rétta átt og er það von mín að ríki og sveitarfélög taki höndum saman og leggi aukna áherslu á meðferð ungs fólks og forvarnir. Greiningar, einar og sér, skila sér ekki í bættri geðheilsu ungs fólks heldur þarf að veita meðferð við hæfi af hæfum meðferðaraðilum.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar