Af því ég er fötluð Embla Ágústsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun