Af því ég er fötluð Embla Ágústsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun