Af því ég er fötluð Embla Ágústsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri. Vegna þess að ég tilheyri þessu ofangreinda samfélag vil ég taka ábyrgð og gera hér stuttlega grein fyrir þeim afleiðingunum sem staðalímyndir hafa á mitt daglega líf. Þetta eru dæmi um það hvernig skerðing mín er álitin forsenda alls þess sem ég er eða geri. Ef ég á ekki vini, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á vini, er það vegna þess að vinir mínir eru svo góðir við mig þrátt fyrir að ég sé fötluð… Ef ég stend mig illa í skólanum, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég stend mig vel í skólanum, er það vegna þess að fatlað fólk er svo samviskusamt og svo miklar hetjur… Ef ég er löt, er það vegna þess að ég er fötluð og hlýt að eiga svo bágt… Ef ég er rosalega dugleg, er það vegna þess að ég er fötluð og er þar af leiðandi algjör hetja… Ef ég reyki, er það vegna þess að ég er fötluð og lífið mitt er svo erfitt… Ef ég reyki ekki, er það vegna þess að fatlað fólk er skynsamt og reykir ekki… Ef ég á ekki maka, er það vegna þess að ég er fötluð… Ef ég á maka, er ég rosalega heppin að einhver vilji mig „þrátt fyrir að ég sé svona“… Ef ég hætti með makanum, er það vegna þess að sambandið gekk ekki upp því ég er fötluð… Ef ég gifti mig, fær maki minn líklega fálkaorðuna fyrir að vera svona stórhjartaður að giftast fatlaðri konu… Ef ég skil við makann, er það vegna þess að ég er fötluð og þetta var of mikið álag… Ef börnin mín verða óþekk, er það vegna þess að ég er fötluð og þau eru undir svo miklu álagi… Ef börnin mín verða þæg, er það vegna þess að ég er fötluð og þau hafa „þurft að þroskast svo hratt“… Ef börnin mín gleyma heimanáminu fyrir skólann, er það vegna þess að þau eiga fötluðu mömmuna… Ef börnin mín gleyma aldrei heimanáminu, er það vegna þess að þau eru sjálf svo ábyrgðarfull af því þau eiga fatlaða mömmu… Ef ég er leið, er það vegna þess að ég er fötluð og það hlýtur að vera ömurlegt… Ef ég er hamingjusöm, er það vegna þess að ég hef lært að sjá það góða í lífinu „þrátt fyrir að vera fötluð“… Það skiptir í raun litlu máli hvað ég geri. Í langflestum tilfellum er litið svo á að ég geri það „vegna þess að ég er fötluð“ eða „þrátt fyrir að vera fötluð“. Ég þrái að geta gert og verið eitthvað án þess að það sé sjálfkrafa álitið snúast eingöngu um fötlun mína. Ég þrái að geta staðið mig illa í skólanum bara af því að ég er löt og ég þrái að geta átt vini án þess að vinskapurinn sé álitinn góðgerðarstarfsemi vina minna. Ég þrái að fá að vera bara Embla, ekki alltaf „fatlaða Embla“.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar