Nýr lítill Lexus jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 11:53 Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent
Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent