Keppni er lokið í dag á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer í Borganesi og orðið ljóst hverjir mætast í undanúrslitum í fyrramálið.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, mætir Birgi Guðjónssyni, GR og Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, og Rúnar Arnórsson, Keili, mætast einnig.
Í kvennaflokki verða það Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Anna Sólveig Snorradóttir, Keili, sem etja kappi í undanúrslitum.
Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Tinna Jóhannsdóttir, Keilir, og Signý Arnórsdóttir, GK.
Keppni líkur svo á morgun á Íslandsmótinu í holukeppni.
