Fór hann illa fram úr rúminu? Jóhann Hauksson skrifar 31. janúar 2013 12:00 Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Tengdar fréttir Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00 Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV
Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun