Fór hann illa fram úr rúminu? Jóhann Hauksson skrifar 31. janúar 2013 12:00 Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Tengdar fréttir Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV
Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun