Ríkisútvarpið ól mig upp Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 27. desember 2013 07:00 Ég á Ríkisútvarpinu margt að þakka. Það ól mig að mörgu leyti upp og lagði grunninn að menntun minni og áhugasviði síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var barn að aldri lék Ríkisútvarpið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég vaknaði við rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist með morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talað um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpið kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á þjóðlegan fróðleik á kvöldvökum, fylgdist með útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi með Svavari Gests. Ég man enn hvar ég var stödd þegar ég heyrði fréttaþulinn segja þjóðinni frá morðinu á Kennedy og upphafi Surtseyjargossins. Ég sat hjá föður mínum, bóndanum, sem hlustaði áhyggjufullur á veðurfréttirnar og minnist hátíðaleikans þegar lestur jólakveðja hófst.Menningarlegt hryðjuverk Þessi stutta upprifjun er aðeins lítið brot af því uppeldislega hlutverki sem Ríkisútvarpið lék í lífi mínu. Án þess hefði ég ekki öðlast áhuga á helstu rithöfundum þjóðarinnar eða klassískri tónlist mestu tónskálda sögunnar. Án Ríkisútvarpsins hefði ég ekki verið tíður gestur á bókasöfnum landsins – eða lagt fyrir mig íslensku- og bókmenntanám síðar á lífsleiðinni. Ég átti einnig eftir að kynnast innviðum Ríkisútvarpsins þegar ég starfaði þar sem dagskrárgerðarmaður um árabil. Þar upplifði ég samstarfsfólk sem vann saman eins og einn maður og þótti afar vænt um vinnustaðinn sinn. Þar kynntist ég faglegum metnaði sem náði langt út fyrir skyldurækni launþegans. Þar var starfsfólk meðvitað um ábyrgð sína og skyldur gagnvart hlustendum; þjóðinni sem alin var upp með þessari merku stofnun. Ríkisútvarpið er ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Nú hefur verið vegið illa að þessum heimilisvini þjóðarinnar sem hefur ekki lengur burði til þess að færa okkur ómetanlegar gjafir sínar. Ríkisútvarpið er þjóðin sjálf og um leið og stoðunum er kippt undan starfsemi þess er það menningarlegt hryðjuverk gagnvart íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég á Ríkisútvarpinu margt að þakka. Það ól mig að mörgu leyti upp og lagði grunninn að menntun minni og áhugasviði síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var barn að aldri lék Ríkisútvarpið stórt hlutverk í lífi mínu. Ég vaknaði við rödd Péturs Péturssonar og Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu, fylgdist með morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar – svo ekki sé talað um barnatíma Skeggja Ásbjarnarsonar. Í gegnum Ríkisútvarpið kynntist ég m.a. Gunnari Gunnarssyni, Jóni Trausta og Halldóri Laxness. Á kvöldin hlýddi ég á þjóðlegan fróðleik á kvöldvökum, fylgdist með útvarpsleikritum og missti aldrei af Sunnudagskvöldi með Svavari Gests. Ég man enn hvar ég var stödd þegar ég heyrði fréttaþulinn segja þjóðinni frá morðinu á Kennedy og upphafi Surtseyjargossins. Ég sat hjá föður mínum, bóndanum, sem hlustaði áhyggjufullur á veðurfréttirnar og minnist hátíðaleikans þegar lestur jólakveðja hófst.Menningarlegt hryðjuverk Þessi stutta upprifjun er aðeins lítið brot af því uppeldislega hlutverki sem Ríkisútvarpið lék í lífi mínu. Án þess hefði ég ekki öðlast áhuga á helstu rithöfundum þjóðarinnar eða klassískri tónlist mestu tónskálda sögunnar. Án Ríkisútvarpsins hefði ég ekki verið tíður gestur á bókasöfnum landsins – eða lagt fyrir mig íslensku- og bókmenntanám síðar á lífsleiðinni. Ég átti einnig eftir að kynnast innviðum Ríkisútvarpsins þegar ég starfaði þar sem dagskrárgerðarmaður um árabil. Þar upplifði ég samstarfsfólk sem vann saman eins og einn maður og þótti afar vænt um vinnustaðinn sinn. Þar kynntist ég faglegum metnaði sem náði langt út fyrir skyldurækni launþegans. Þar var starfsfólk meðvitað um ábyrgð sína og skyldur gagnvart hlustendum; þjóðinni sem alin var upp með þessari merku stofnun. Ríkisútvarpið er ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Nú hefur verið vegið illa að þessum heimilisvini þjóðarinnar sem hefur ekki lengur burði til þess að færa okkur ómetanlegar gjafir sínar. Ríkisútvarpið er þjóðin sjálf og um leið og stoðunum er kippt undan starfsemi þess er það menningarlegt hryðjuverk gagnvart íslenskri þjóðarsál.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar