Hönnun er lykilatriði í nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra Halla Helgadóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr nýstofnuðum samkeppnissjóði hönnunar. Yfir 200 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 400 miljónir króna sem sýnir fram á þá miklu fjármagnsþörf sem er innan greinarinnar. Hægt var sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki auk ferðastyrkja. Í þessari úthlutun eru veittar 41 milljón króna til 29 verkefna, auk þess eru veittir 20 ferðastyrkir. Gróska nýrrar atvinnugreinar Í kjölfar stofnunar Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur orðið viðhorfsbreyting á Íslandi gagnvart mikilvægi hönnunar og arkitektúrs. Hönnun er ein af þeim atvinnugreinum sem varð fyrst verulega sýnileg í íslensku atvinnulífi í kreppunni og nú er einstök gróska í greininni. Ungt fólk sækir í hönnunarnám, það heldur óhrætt út í atvinnulífið og vinnur að því að skapa eigin atvinnutækifæri og byggja upp fyrirtæki. Þess vegna er svo brýnt einmitt núna að ýta undir og styðja við þá miklu nýsköpun í atvinnulífinu sem hönnuðir standa fyrir. Stofnun hönnunarsjóðs er afrakstur faglegrar stefnumótunarvinnu íslenskra hönnuða, arkitekta einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila að áeggjan mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Afrakstur þeirrar vinnu, Hönnunarstefna fyrir Ísland, bíður nú samþykktar nýrra stjórnvalda. Þar eru tillögur að 13 markvissum aðgerðum sem munu stuðla að hraðari þróun og vexti í greininni. Lítil fjárfesting Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að koma á laggirnar 200 milljóna króna samkeppnissjóði á sviði hönnunar. Með stofnun hönnunarsjóðs upp á 45 milljónir var fyrsta skrefinu náð að þessu markmiði. Öll ný atvinnustarfsemi þarf á stuðningi og fjárfestingu að halda í upphafi til þess að hjólin fari að snúast af alvöru. Hönnun er ung atvinnugrein sem nýtur ekki þeirra forréttinda að vera með stór og öflug fyrirtæki á bak við sig hér á Íslandi eins og t.d. sjávarútveg eða orkuiðnað. Þess vegna var stofnun samkeppnissjóðs fyrir hönnuði gríðarlega mikilvægt skref í framþróun greinarinnar. Aðgangur að fjármagni er hindrun fyrir hönnuði og sprotafyrirtæki á því sviði. Hér hefur verið einstök gróska á tímum kreppu og óáranar, svo mikil að það eitt hefur vakið mikla athygli erlendis. Hönnunargreinar eru ein af þeim greinum sem blásið hafa þjóðinni bjartsýni í brjóst undanfarin ár. Kostnaður óverulegur Helstu rök fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar eru m.a.: lÞjóðir sem vilja tryggja sér samkeppnisforskot verða að fjárfesta í hönnun sem aðferð til nýsköpunar og þróunar. Atvinnulíf sem byggir á hönnunargreinum er í örustum vexti á Vesturlöndum og þjónustuhönnun er þar fremst í flokki. Fjárfesting í hverju starfi í hönnunargreinum er hverfandi miðað við flestar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi ungra Íslendinga er að mennta sig í hönnun og arkitektúr. Tryggja þarf að hæfileikar og sérþekking nýtist samfélaginu til heilla, í arðbærum og góðum störfum í framtíðinni. Á Íslandi í dag er einstaklega kraftmikil grasrót á þessu sviði, svo kraftmikil að eftir því er tekið víða erlendis. Nýsköpun og tækifæri Ríkisstjórn sem leggur áherslu á nýsköpun og tækifæri í atvinnulífinu hlýtur að verja nýstofnaðan hönnunarsjóð. Það er mikið kappsmál að samfélagið fái sem best notið þess mikla mannauðs sem býr í góðum hönnuðum og arkitektum. Það er ljóst að hönnuðir munu færa þjóðarbúinu þessa fjárfestingu margfalt til baka, þar sem fjölbreytt og öflugt atvinnulíf verður undirstaða vaxtar og velferðar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun