Kreppan búin en stemning er samt slæm Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Þjóðarsálin virðist ekki nema efnahagsbatann sem endurpeglast í tölum um hagvöxt og framleiðslu, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í nýrri grein sem hann skrifar í Vísbendingu. Fréttablaðið/Daníel Kreppan er búin, hvort sem litið er til hagvaxtar eða framleiðslustigs. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og liðsmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar í efnahagsritið Vísbendingu. Hann veltir upp spurningunni af hverju ekki hafi birt meira yfir þjóðarsálinni, þrátt fyrir góðan árangur sem hér hafi náðst í hagstjórn síðustu árin. „Stjórnmálamenn og álitsgjafar halda flestir áfram að mála skrattann á vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin,“ segir í grein Gylfa. Hann bendir á að hallarekstur ríkissjóðs hafi minnkað, hagvöxtur verið í nokkur ár, atvinna aukist og skuldir lækkað. Þannig hafi verg landsframleiðsla aukist hér samfellt allt frá miðju ári 2010 og sé nú að ná því stigi sem hún hafi verið á í hápunkti síðustu uppsveiflu. „Til dæmis er hún tæplega sjö prósentum meiri en hún var á þriðja ársfjórðungi árið 2005.“Gylfi ZoëgaEinn þáttur sem gerir að skynjun þjóðarinnar á gangi efnahagsmála er ekki í takt við hagvöxt segir Gylfi til dæmis að þjóðartekjur hafi ekki vaxið að sama skapi. Leita þurfi aftur til 2003 til þess að finna jafnlitlar vergar þjóðartekjur. „Ástæðan er sú að viðskiptakjör eru nú afar slæm og hafa ekki verið jafnslök í áratugi.“ Þannig myndi viðsnúningur á útflutningsmörkuðum, svo sem í Suður-Evrópu bæta lífskjör hér á landi í framtíðinni. Aukinheldur fari hluti þjóðartekna í afborganir af erlendum lánum um leið og samanburðurinn við uppsveifluárin 2006 til 2008 geri fólki erfitt fyrir að meta þann árangur sem náðst hafi. „Ástæðan er sú að lífskjör þessi árin voru betri en hagkerfi okkar getur staðið undir og byggðust að miklu leyti á erlendum lántökum sem fjármöguðu viðskiptahallann,“ segir Gylfi. Eðlilegri samanburður væri við árin 2002 og 2003. Um leið hafi skattar líka verið hækkaðir á einstaklinga. „Á þennan hátt er kannski unnt að skýra af hverju kreppulokum er ekki fagnað meira en raun ber vitni. Það skýrir einnig hvers vegna erlendir greiningaraðilar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri, líta hagþróunina hér bjartari augum en margir landsmenn.“ Gylfi líkir þjóðinni við fjölskyldu sem þurfi að standa skil á lánum og hafi orðið fyrir kauplækkun, þótt ekki skorti atvinnu. Um leið segir Gylfi lífskjarabata geta látið bíða eftir sér vegna fyrirjáanlegra þungra afborgana af erlendum lánum 2015 til 2018.Við þessar aðstæður ætttu stjórnvöld að leggja áherslu á að efla innlendan sparnað. „Þeir sem leggja áherslu á aukna einkaneyslu við núverandi aðstæður lifa í hugarheimi lokaðs hagkerfis, en ekki í opnu og litlu hagkerfi þar sem stór hluti aukinnar einkaneyslu fer í innflutning og eykur þjóðarútgjöld meira en þjóðarframleiðslu.“ Mikilvægast segir Gylfi þó að búa til umhverfi sem hjálpi nýjum fyrirtækjum að vaxa, dafna og auka framleiðni og tekjur til langs tíma. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Kreppan er búin, hvort sem litið er til hagvaxtar eða framleiðslustigs. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og liðsmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar í efnahagsritið Vísbendingu. Hann veltir upp spurningunni af hverju ekki hafi birt meira yfir þjóðarsálinni, þrátt fyrir góðan árangur sem hér hafi náðst í hagstjórn síðustu árin. „Stjórnmálamenn og álitsgjafar halda flestir áfram að mála skrattann á vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin,“ segir í grein Gylfa. Hann bendir á að hallarekstur ríkissjóðs hafi minnkað, hagvöxtur verið í nokkur ár, atvinna aukist og skuldir lækkað. Þannig hafi verg landsframleiðsla aukist hér samfellt allt frá miðju ári 2010 og sé nú að ná því stigi sem hún hafi verið á í hápunkti síðustu uppsveiflu. „Til dæmis er hún tæplega sjö prósentum meiri en hún var á þriðja ársfjórðungi árið 2005.“Gylfi ZoëgaEinn þáttur sem gerir að skynjun þjóðarinnar á gangi efnahagsmála er ekki í takt við hagvöxt segir Gylfi til dæmis að þjóðartekjur hafi ekki vaxið að sama skapi. Leita þurfi aftur til 2003 til þess að finna jafnlitlar vergar þjóðartekjur. „Ástæðan er sú að viðskiptakjör eru nú afar slæm og hafa ekki verið jafnslök í áratugi.“ Þannig myndi viðsnúningur á útflutningsmörkuðum, svo sem í Suður-Evrópu bæta lífskjör hér á landi í framtíðinni. Aukinheldur fari hluti þjóðartekna í afborganir af erlendum lánum um leið og samanburðurinn við uppsveifluárin 2006 til 2008 geri fólki erfitt fyrir að meta þann árangur sem náðst hafi. „Ástæðan er sú að lífskjör þessi árin voru betri en hagkerfi okkar getur staðið undir og byggðust að miklu leyti á erlendum lántökum sem fjármöguðu viðskiptahallann,“ segir Gylfi. Eðlilegri samanburður væri við árin 2002 og 2003. Um leið hafi skattar líka verið hækkaðir á einstaklinga. „Á þennan hátt er kannski unnt að skýra af hverju kreppulokum er ekki fagnað meira en raun ber vitni. Það skýrir einnig hvers vegna erlendir greiningaraðilar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri, líta hagþróunina hér bjartari augum en margir landsmenn.“ Gylfi líkir þjóðinni við fjölskyldu sem þurfi að standa skil á lánum og hafi orðið fyrir kauplækkun, þótt ekki skorti atvinnu. Um leið segir Gylfi lífskjarabata geta látið bíða eftir sér vegna fyrirjáanlegra þungra afborgana af erlendum lánum 2015 til 2018.Við þessar aðstæður ætttu stjórnvöld að leggja áherslu á að efla innlendan sparnað. „Þeir sem leggja áherslu á aukna einkaneyslu við núverandi aðstæður lifa í hugarheimi lokaðs hagkerfis, en ekki í opnu og litlu hagkerfi þar sem stór hluti aukinnar einkaneyslu fer í innflutning og eykur þjóðarútgjöld meira en þjóðarframleiðslu.“ Mikilvægast segir Gylfi þó að búa til umhverfi sem hjálpi nýjum fyrirtækjum að vaxa, dafna og auka framleiðni og tekjur til langs tíma.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira