Tækifæri á Norðurslóðum - neita að leita - arðbærast til framtíðar Bergljót Rist skrifar 20. desember 2013 06:00 Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun