Geta brotist inn í tölvukerfi bíla á ferð Brjánn Jónasson skrifar 19. desember 2013 06:00 Enn sem komið er er það aðeins á færi sérfræðinga að brjótast þráðlaust inn í tölvukerfi bíla á ferð, en framtíðarsýnin vekur bílaframleiðendum ugg. Fréttablaðið/Stefán Tölvuhakkarar hafa sýnt fram á að hægt er að brjótast inn í tölvukerfi nýlegra bíla þráðlaust og láta þá beygja, bremsa, drepa á sér og margt fleira án þess að ökumaður bílsins fái neitt við ráðið. Tilgangur hakkaranna er að fá bílaframleiðendur til að gæta að öryggi tölvukerfa bílanna, enda sífelt stærri hluti af virkni bílanna tengdur tölvukerfum þeirra. Í nýlegum bílum eru á bilinu 20 til 70 samtengdar tölvur. Þær stýra til dæmis bremsum, gírkassa og stýri, en einnig minna mikilvægum hlutum bílsins eins og rúðum, ljósum og rúðuþurrkum. Í nýlegri skýrslu sem tveir tölvunarfræðingar gáfu út sýna þeir fram á hvernig þeir tóku stjórn á Toyota Prius og Ford Escape á ferð. Þeir fengu meðal annars styrk frá bandarískum stjórnvöldum til að rannsaka veikleika bíla. Í skýrslunni skýra þeir eingöngu hvernig þeir brutust inn í tölvukerfin í gegnum aðgang sem bifvélavirkjar nota til að tengjast tölvukerfum bílanna, en ekki hvernig hægt er að gera árásir þráðlaust. „Því tæknivæddari sem bílarnir eru því fleiri tækifæru eru fyrir óprúttna aðila til að nýta sér það,“ segir Rich Mogull, forstjóri bandaríska öryggisfyrirtækisins Securosis. „Ef það er tölva í tækinu er veikleiki til staðar.“ Tölvunarfræðingar hafa sýnt fram á að hægt er að hakka tölvukerfi bíla á ferð, og taka yfir stjórn mikilvægra kerfa í bílnum. „Við hefðum getað aftengt bremsurnar. Við hefðum getað drepið á vélinni. Við hefðum getað nauðhemlað,“ segir Stefan Savage, tölvunarfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla. „Það er augljóst að það er hægt að nota þessa tækni til að drepa fólk,“ segir John Bumgarner, framkvæmdastjóri tæknideildar hjá Cyber Consequencer Unit, sem eru samtök sem vinna að netöryggi, í samtali við Reuters-fréttaveituna. Þessi veikleiki nýlegra bíla vekur bílaframleiðendum ugg, og er fjöldi starfsmanna hjá stærstu bílaframleiðendunum að vinna að því að bæta öryggi tölvukerfa bílanna. Ekki hefur enn fréttst af því að tölvuárásir hafi verið gerðar á bíla af öðrum en þeim sem vinna að því að sýna fram á veikleika bílanna, og þeir telja sjálfir að tæknin sé enn sem komið er ekki á færi annarra en sérfræðinga sem eru tilbúnir að leggja mikla vinnu í verkefnið.Bílaþjófar taka tæknina í sína þjónustu Sú þekking og tækni sem þarf til að hakka sig þráðlaust inn í tölvukerfi bíla á ferð er enn sem komið er á fárra færi, og litlar líkur á því að það verði algengt á næstunni. Stefan Savage, tölvunarfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla, telur líklegra að bílaþjófar nýti sér það að tölvur stýra sífelt meiru í bílum til að auðvelda sér að brjótast inn í bílana og koma þeim í gang. Það sé ekki jafn flókið að opna bíla þráðlaust og gangsetja svo bílinn með því að hakka tölvuna í gegnum aðgang sem bifvélavirkjar nýta sér til að tengjast tölvunni. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Tölvuhakkarar hafa sýnt fram á að hægt er að brjótast inn í tölvukerfi nýlegra bíla þráðlaust og láta þá beygja, bremsa, drepa á sér og margt fleira án þess að ökumaður bílsins fái neitt við ráðið. Tilgangur hakkaranna er að fá bílaframleiðendur til að gæta að öryggi tölvukerfa bílanna, enda sífelt stærri hluti af virkni bílanna tengdur tölvukerfum þeirra. Í nýlegum bílum eru á bilinu 20 til 70 samtengdar tölvur. Þær stýra til dæmis bremsum, gírkassa og stýri, en einnig minna mikilvægum hlutum bílsins eins og rúðum, ljósum og rúðuþurrkum. Í nýlegri skýrslu sem tveir tölvunarfræðingar gáfu út sýna þeir fram á hvernig þeir tóku stjórn á Toyota Prius og Ford Escape á ferð. Þeir fengu meðal annars styrk frá bandarískum stjórnvöldum til að rannsaka veikleika bíla. Í skýrslunni skýra þeir eingöngu hvernig þeir brutust inn í tölvukerfin í gegnum aðgang sem bifvélavirkjar nota til að tengjast tölvukerfum bílanna, en ekki hvernig hægt er að gera árásir þráðlaust. „Því tæknivæddari sem bílarnir eru því fleiri tækifæru eru fyrir óprúttna aðila til að nýta sér það,“ segir Rich Mogull, forstjóri bandaríska öryggisfyrirtækisins Securosis. „Ef það er tölva í tækinu er veikleiki til staðar.“ Tölvunarfræðingar hafa sýnt fram á að hægt er að hakka tölvukerfi bíla á ferð, og taka yfir stjórn mikilvægra kerfa í bílnum. „Við hefðum getað aftengt bremsurnar. Við hefðum getað drepið á vélinni. Við hefðum getað nauðhemlað,“ segir Stefan Savage, tölvunarfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla. „Það er augljóst að það er hægt að nota þessa tækni til að drepa fólk,“ segir John Bumgarner, framkvæmdastjóri tæknideildar hjá Cyber Consequencer Unit, sem eru samtök sem vinna að netöryggi, í samtali við Reuters-fréttaveituna. Þessi veikleiki nýlegra bíla vekur bílaframleiðendum ugg, og er fjöldi starfsmanna hjá stærstu bílaframleiðendunum að vinna að því að bæta öryggi tölvukerfa bílanna. Ekki hefur enn fréttst af því að tölvuárásir hafi verið gerðar á bíla af öðrum en þeim sem vinna að því að sýna fram á veikleika bílanna, og þeir telja sjálfir að tæknin sé enn sem komið er ekki á færi annarra en sérfræðinga sem eru tilbúnir að leggja mikla vinnu í verkefnið.Bílaþjófar taka tæknina í sína þjónustu Sú þekking og tækni sem þarf til að hakka sig þráðlaust inn í tölvukerfi bíla á ferð er enn sem komið er á fárra færi, og litlar líkur á því að það verði algengt á næstunni. Stefan Savage, tölvunarfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla, telur líklegra að bílaþjófar nýti sér það að tölvur stýra sífelt meiru í bílum til að auðvelda sér að brjótast inn í bílana og koma þeim í gang. Það sé ekki jafn flókið að opna bíla þráðlaust og gangsetja svo bílinn með því að hakka tölvuna í gegnum aðgang sem bifvélavirkjar nýta sér til að tengjast tölvunni.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira