Hvernig kemst ég heim? Einar Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Nú í jólamánuðinum eru margir sem gera sér glaðan dag, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugglega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu?Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lögbrot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 prómillmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður.Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleðskapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs.Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brotlegir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrifum vímuefna en þeim sem lögreglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Við sem notum umferðina daglega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við ökumenn til að vera búnir að skipuleggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú í jólamánuðinum eru margir sem gera sér glaðan dag, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugglega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu?Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lögbrot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 prómillmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður.Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleðskapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs.Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brotlegir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrifum vímuefna en þeim sem lögreglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Við sem notum umferðina daglega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við ökumenn til að vera búnir að skipuleggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar