Rafbílar – stefna óskast Magnús Jónsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Norðmenn hafa tekið afgerandi forystu meðal þjóða heims í rafvæðingu bílaflota síns. Í nóvember voru rafbílar um 14% af öllum seldum bílum í Noregi og Nissan Leaf var mest selda einstaka bílategundin í þessum sama mánuði. Nú eru yfir 17 þúsund rafbílar á vegum Noregs og hefur sala þeirra milli ára meira en tvöfaldast. Allt bendir því til þess að opinbert markmið Norðmanna um 200 þúsund rafbíla í landinu árið 2020 náist og meira en það.Skýr stefna í Noregi Þessi árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna þess að norsk stjórnvöld, bæði ríkisstjórn, þjóðþing og sveitarstjórnir hafa mótað og stutt þá stefnu að rafvæða bifreiðaflotann. Um áratugur er síðan slík stefna var fyrst sett fram. Þar á bæ voru menn því vel undir það búnir að taka á móti „alvöru“-rafbílum sem hafa verið að koma á markaðinn á síðustu 2-3 árum svo sem Nissan Leaf, Tesla o.fl. Með opinberum stuðningi hafa verið settar upp í landinu yfir 200 hraðhleðslustöðvar og fjörutíu bætast við á næstunni. Sveitarfélög hafa haft frumkvæði að uppbyggingu meira en 4.000 minni hleðslustöðva, sem flestar eru í eigu þeirra. Þau hafa einnig veitt rafbílum margs konar forréttindi í akstri svo og fríðindi í bílastæðum.Horft í allar áttir á Íslandi Þrátt fyrir að hvergi í heiminum séu jafn hagstæðar aðstæður fyrir rafbíla og á Íslandi eru aðeins nokkrir tugir rafbíla á vegum Íslands. Meginástæða þess að ekki hefur orðið hliðstæð þróun hérlendis og í Noregi er,að mati undirritaðs, skortur á opinberri stefnu. Hér á landi hefur verið sett fram almenn opinber stefna um orkuskipti í samgöngum sem formlega var gefin út í nóvember 2012. Þar segir í einum stefnuliða skjalsins: „Gerð verði hagkvæmnisathugun á uppbyggingu innviða fyrir ALLA kosti orkuskipta, þ.e.a.s. mismunandi orkugjafa og orkubera.“ Hér er beinlínis sagt að stjórnvöld ætli ekki að hafa neina skoðun á því hvers konar orkuskipti eigi að fara fram í samgöngum. Fróðlegt er að bera þetta stefnuleysi í orkumálum bifreiða saman við þá stefnu sem stjórnvöld hér á landi mótuðu í orkuskiptum til húshitunar á 8. áratug síðustu aldar. Öruggt má telja að hitaveituvæðingin hér á landi hefði ekki átt sér stað með jafnafgerandi árangri ef engin opinber stefna hefði þá verið mótuð né henni fylgt eftir með margs konar frumkvæði og stuðningi. Þjóðin nýtur þess í dag því talið er að uppbygging hitaveitna um allt land spari árlega um 70 milljarða króna og það að mestu í erlendum gjaldeyri.Ódýrir innviðir Á Íslandi er til staðar ónýtt umframraforka sem duga myndi til að knýja allan bílaflota landsmanna væri honum skipt í rafbíla. Rafmagn er aðgengilegt um mest allt land og því eru allir grunninnviðir til staðar, þótt sums staðar þurfi að efla flutningsgetu raflína. Reikna má með að hver hraðhleðslustöð kosti að jafnaði um fimm milljónir króna og fyrir nokkur hundruð milljónir og á nokkrum mánuðum mætti koma upp öflugu neti slíkra stöðva á öllu landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um yfirburði raforkunnar. Hún hefur a.m.k. þrefalt hærri nýtnistuðul en allt brennsluefni og kostar aðeins 5-10% af því sem jarðefnaeldsneytið kostar.Framtíðin er komin Tímabært er að endurskoða þá „allra kosta“-stefnu sem opinberlega er til staðar um orkuskipti í samgöngum. Að láta markaðinn ráða för í þessu máli er að mínu mati álíka heppilegt og ef olíufélögin og raforkufyrirtækin hefðu mótað húshitunarstefnuna fyrir 30-40 árum. Þá hafa einstök fyrirtæki í umferðargeiranum lítinn ávinning af því að rafbílar nái hratt fótfestu hér á landi. „Rafbílavæðing er ekki lengur framtíðin, hún er nútíminn“ svo vitnað sé í orð formanns orku- og umhverfisnefndar norska stórþingsins fyrir nokkru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Norðmenn hafa tekið afgerandi forystu meðal þjóða heims í rafvæðingu bílaflota síns. Í nóvember voru rafbílar um 14% af öllum seldum bílum í Noregi og Nissan Leaf var mest selda einstaka bílategundin í þessum sama mánuði. Nú eru yfir 17 þúsund rafbílar á vegum Noregs og hefur sala þeirra milli ára meira en tvöfaldast. Allt bendir því til þess að opinbert markmið Norðmanna um 200 þúsund rafbíla í landinu árið 2020 náist og meira en það.Skýr stefna í Noregi Þessi árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna þess að norsk stjórnvöld, bæði ríkisstjórn, þjóðþing og sveitarstjórnir hafa mótað og stutt þá stefnu að rafvæða bifreiðaflotann. Um áratugur er síðan slík stefna var fyrst sett fram. Þar á bæ voru menn því vel undir það búnir að taka á móti „alvöru“-rafbílum sem hafa verið að koma á markaðinn á síðustu 2-3 árum svo sem Nissan Leaf, Tesla o.fl. Með opinberum stuðningi hafa verið settar upp í landinu yfir 200 hraðhleðslustöðvar og fjörutíu bætast við á næstunni. Sveitarfélög hafa haft frumkvæði að uppbyggingu meira en 4.000 minni hleðslustöðva, sem flestar eru í eigu þeirra. Þau hafa einnig veitt rafbílum margs konar forréttindi í akstri svo og fríðindi í bílastæðum.Horft í allar áttir á Íslandi Þrátt fyrir að hvergi í heiminum séu jafn hagstæðar aðstæður fyrir rafbíla og á Íslandi eru aðeins nokkrir tugir rafbíla á vegum Íslands. Meginástæða þess að ekki hefur orðið hliðstæð þróun hérlendis og í Noregi er,að mati undirritaðs, skortur á opinberri stefnu. Hér á landi hefur verið sett fram almenn opinber stefna um orkuskipti í samgöngum sem formlega var gefin út í nóvember 2012. Þar segir í einum stefnuliða skjalsins: „Gerð verði hagkvæmnisathugun á uppbyggingu innviða fyrir ALLA kosti orkuskipta, þ.e.a.s. mismunandi orkugjafa og orkubera.“ Hér er beinlínis sagt að stjórnvöld ætli ekki að hafa neina skoðun á því hvers konar orkuskipti eigi að fara fram í samgöngum. Fróðlegt er að bera þetta stefnuleysi í orkumálum bifreiða saman við þá stefnu sem stjórnvöld hér á landi mótuðu í orkuskiptum til húshitunar á 8. áratug síðustu aldar. Öruggt má telja að hitaveituvæðingin hér á landi hefði ekki átt sér stað með jafnafgerandi árangri ef engin opinber stefna hefði þá verið mótuð né henni fylgt eftir með margs konar frumkvæði og stuðningi. Þjóðin nýtur þess í dag því talið er að uppbygging hitaveitna um allt land spari árlega um 70 milljarða króna og það að mestu í erlendum gjaldeyri.Ódýrir innviðir Á Íslandi er til staðar ónýtt umframraforka sem duga myndi til að knýja allan bílaflota landsmanna væri honum skipt í rafbíla. Rafmagn er aðgengilegt um mest allt land og því eru allir grunninnviðir til staðar, þótt sums staðar þurfi að efla flutningsgetu raflína. Reikna má með að hver hraðhleðslustöð kosti að jafnaði um fimm milljónir króna og fyrir nokkur hundruð milljónir og á nokkrum mánuðum mætti koma upp öflugu neti slíkra stöðva á öllu landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um yfirburði raforkunnar. Hún hefur a.m.k. þrefalt hærri nýtnistuðul en allt brennsluefni og kostar aðeins 5-10% af því sem jarðefnaeldsneytið kostar.Framtíðin er komin Tímabært er að endurskoða þá „allra kosta“-stefnu sem opinberlega er til staðar um orkuskipti í samgöngum. Að láta markaðinn ráða för í þessu máli er að mínu mati álíka heppilegt og ef olíufélögin og raforkufyrirtækin hefðu mótað húshitunarstefnuna fyrir 30-40 árum. Þá hafa einstök fyrirtæki í umferðargeiranum lítinn ávinning af því að rafbílar nái hratt fótfestu hér á landi. „Rafbílavæðing er ekki lengur framtíðin, hún er nútíminn“ svo vitnað sé í orð formanns orku- og umhverfisnefndar norska stórþingsins fyrir nokkru.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun