Heggur sá sem hlífa skyldi Pétur Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Þau fara mikinn í Helgarblaðsspjalli sínu Friðrika Benónýsdóttir og Magnús Einarsson, settur dagskrárstjóri útvarpsins. Sjálfur staðnæmdist ég einkum við eftirfarandi: Friðrika: „Manni hefur líka sýnst að það séu einkum listamenn sem fara fyrir þessum mótmælum, eru þeir ekki bara í grímulausri hagsmunabaráttu þar sem þeir óttast að missa spón úr aski sínum?“ Magnús: „Örugglega óttast þeir að missa spón úr aski sínum þar sem útvarpið hefur verið gríðarlegur vettvangur fyrir þá bæði sem spegill, eða auglýsingagluggi, og vinnuveitandi. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þeim sé annt um dagskrá þess. Hins vegar fannst manni umræðan reyndar stundum snúast um það hvar þeir ættu nú að fá hundraðþúsundkallinn sinn og að þeim væri meira umhugað um eigin buddu en framtíð Ríkisútvarpsins, en ég ætla þeim það nú ekki.“ Nú veit ég ekki í hvaða heimi þau lifa Friðrika og Magnús, en varla í raunheimi. Því enda þótt dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins leiti óspart til fræðimanna, listamanna og rithöfunda í efnisleit og umfjöllun, þá er aldrei, ALDREI, greidd króna fyrir viðvikið. Það er í raun eitt af undrunum, að ekki sé sagt kraftaverkunum, í rekstri Ríkisútvarpsins sú velvild sem það hefur notið af hálfu fræða- og listageirans, sem í hvert eitt sinn og þess er farið á leit leggur sitt af mörkum – endurgjaldslaust. Mér er til efs að önnur útvarpsstöð á Vesturlöndum búi við annað eins atlæti, alla vega ekki á Íslandi. Það væri nú til að kóróna klúðrið ef settum dagskrárstjóra hefði tekist að stía frá þátttöku þessum sjálfboðaliðum Ríkisútvarpsins – sem hér eftir liggja undir því ámæli að með því að mæta til leiks séu þeir að spegla sig, auglýsa og betla! Þá væri nú fokið í flest skjól fyrir Efstaleitinu og ekki um annað að ræða en biðja þann sem býr enn ofar um hjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þau fara mikinn í Helgarblaðsspjalli sínu Friðrika Benónýsdóttir og Magnús Einarsson, settur dagskrárstjóri útvarpsins. Sjálfur staðnæmdist ég einkum við eftirfarandi: Friðrika: „Manni hefur líka sýnst að það séu einkum listamenn sem fara fyrir þessum mótmælum, eru þeir ekki bara í grímulausri hagsmunabaráttu þar sem þeir óttast að missa spón úr aski sínum?“ Magnús: „Örugglega óttast þeir að missa spón úr aski sínum þar sem útvarpið hefur verið gríðarlegur vettvangur fyrir þá bæði sem spegill, eða auglýsingagluggi, og vinnuveitandi. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þeim sé annt um dagskrá þess. Hins vegar fannst manni umræðan reyndar stundum snúast um það hvar þeir ættu nú að fá hundraðþúsundkallinn sinn og að þeim væri meira umhugað um eigin buddu en framtíð Ríkisútvarpsins, en ég ætla þeim það nú ekki.“ Nú veit ég ekki í hvaða heimi þau lifa Friðrika og Magnús, en varla í raunheimi. Því enda þótt dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins leiti óspart til fræðimanna, listamanna og rithöfunda í efnisleit og umfjöllun, þá er aldrei, ALDREI, greidd króna fyrir viðvikið. Það er í raun eitt af undrunum, að ekki sé sagt kraftaverkunum, í rekstri Ríkisútvarpsins sú velvild sem það hefur notið af hálfu fræða- og listageirans, sem í hvert eitt sinn og þess er farið á leit leggur sitt af mörkum – endurgjaldslaust. Mér er til efs að önnur útvarpsstöð á Vesturlöndum búi við annað eins atlæti, alla vega ekki á Íslandi. Það væri nú til að kóróna klúðrið ef settum dagskrárstjóra hefði tekist að stía frá þátttöku þessum sjálfboðaliðum Ríkisútvarpsins – sem hér eftir liggja undir því ámæli að með því að mæta til leiks séu þeir að spegla sig, auglýsa og betla! Þá væri nú fokið í flest skjól fyrir Efstaleitinu og ekki um annað að ræða en biðja þann sem býr enn ofar um hjálp.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar