Heggur sá sem hlífa skyldi Pétur Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Þau fara mikinn í Helgarblaðsspjalli sínu Friðrika Benónýsdóttir og Magnús Einarsson, settur dagskrárstjóri útvarpsins. Sjálfur staðnæmdist ég einkum við eftirfarandi: Friðrika: „Manni hefur líka sýnst að það séu einkum listamenn sem fara fyrir þessum mótmælum, eru þeir ekki bara í grímulausri hagsmunabaráttu þar sem þeir óttast að missa spón úr aski sínum?“ Magnús: „Örugglega óttast þeir að missa spón úr aski sínum þar sem útvarpið hefur verið gríðarlegur vettvangur fyrir þá bæði sem spegill, eða auglýsingagluggi, og vinnuveitandi. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þeim sé annt um dagskrá þess. Hins vegar fannst manni umræðan reyndar stundum snúast um það hvar þeir ættu nú að fá hundraðþúsundkallinn sinn og að þeim væri meira umhugað um eigin buddu en framtíð Ríkisútvarpsins, en ég ætla þeim það nú ekki.“ Nú veit ég ekki í hvaða heimi þau lifa Friðrika og Magnús, en varla í raunheimi. Því enda þótt dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins leiti óspart til fræðimanna, listamanna og rithöfunda í efnisleit og umfjöllun, þá er aldrei, ALDREI, greidd króna fyrir viðvikið. Það er í raun eitt af undrunum, að ekki sé sagt kraftaverkunum, í rekstri Ríkisútvarpsins sú velvild sem það hefur notið af hálfu fræða- og listageirans, sem í hvert eitt sinn og þess er farið á leit leggur sitt af mörkum – endurgjaldslaust. Mér er til efs að önnur útvarpsstöð á Vesturlöndum búi við annað eins atlæti, alla vega ekki á Íslandi. Það væri nú til að kóróna klúðrið ef settum dagskrárstjóra hefði tekist að stía frá þátttöku þessum sjálfboðaliðum Ríkisútvarpsins – sem hér eftir liggja undir því ámæli að með því að mæta til leiks séu þeir að spegla sig, auglýsa og betla! Þá væri nú fokið í flest skjól fyrir Efstaleitinu og ekki um annað að ræða en biðja þann sem býr enn ofar um hjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þau fara mikinn í Helgarblaðsspjalli sínu Friðrika Benónýsdóttir og Magnús Einarsson, settur dagskrárstjóri útvarpsins. Sjálfur staðnæmdist ég einkum við eftirfarandi: Friðrika: „Manni hefur líka sýnst að það séu einkum listamenn sem fara fyrir þessum mótmælum, eru þeir ekki bara í grímulausri hagsmunabaráttu þar sem þeir óttast að missa spón úr aski sínum?“ Magnús: „Örugglega óttast þeir að missa spón úr aski sínum þar sem útvarpið hefur verið gríðarlegur vettvangur fyrir þá bæði sem spegill, eða auglýsingagluggi, og vinnuveitandi. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þeim sé annt um dagskrá þess. Hins vegar fannst manni umræðan reyndar stundum snúast um það hvar þeir ættu nú að fá hundraðþúsundkallinn sinn og að þeim væri meira umhugað um eigin buddu en framtíð Ríkisútvarpsins, en ég ætla þeim það nú ekki.“ Nú veit ég ekki í hvaða heimi þau lifa Friðrika og Magnús, en varla í raunheimi. Því enda þótt dagskrárgerðarfólk Ríkisútvarpsins leiti óspart til fræðimanna, listamanna og rithöfunda í efnisleit og umfjöllun, þá er aldrei, ALDREI, greidd króna fyrir viðvikið. Það er í raun eitt af undrunum, að ekki sé sagt kraftaverkunum, í rekstri Ríkisútvarpsins sú velvild sem það hefur notið af hálfu fræða- og listageirans, sem í hvert eitt sinn og þess er farið á leit leggur sitt af mörkum – endurgjaldslaust. Mér er til efs að önnur útvarpsstöð á Vesturlöndum búi við annað eins atlæti, alla vega ekki á Íslandi. Það væri nú til að kóróna klúðrið ef settum dagskrárstjóra hefði tekist að stía frá þátttöku þessum sjálfboðaliðum Ríkisútvarpsins – sem hér eftir liggja undir því ámæli að með því að mæta til leiks séu þeir að spegla sig, auglýsa og betla! Þá væri nú fokið í flest skjól fyrir Efstaleitinu og ekki um annað að ræða en biðja þann sem býr enn ofar um hjálp.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar