Óvönduð vinnubrögð Hjörleifs Guttormssonar Trausti Valsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Þann 12. desember birtist grein í blaðinu eftir Hjörleif Guttormsson sem nefndist „Varað við furðuhugmynd um hálendisveg“. Greinin kemur í framhaldi af frétt frá ráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað. Fréttamaður blaðsins birti frétt um erindi undirritaðs: „Aukin umsvif á Austurlandi kalla á miklar samgöngubætur“ og erindi Birgis Jónssonar, jarðverkfræðings: „Hringvegurinn sunnan jökla“. Það erindi fjallaði um að á sl. 110 árum urðu náttúruhamfarir á u.þ.b. 15 ára fresti, sem rofið hefðu veginn. Nú er beðið eftir Kötlugosi en við það myndu Austlendingar missa af suðurleiðinni og þar með hringstreymi ferðamanna í langan tíma og allir flutningar til og frá fjórðungnum yrðu erfiðir.Rangfærslur Mér kom grein HG í Fréttablaðinu verulega á óvart vegna rangfærslna og útúrsnúninga. Í greininni hefur hann eftir mér: „Þegar þessi vegur er kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega.“ Þessa setningu túlkar HG á eftirfarandi hátt: „Af ofangreindu má ætla (sic) að boðberarnir sjái fyrir sér að þessum vegi verði haldið opnum mest allt árið.“ Hér sjá allir að ekkert er minnst á heilsársopnun, enda er ferðamennskan að langmestu leyti á sumarhelmingi árs. Ofangreind rökleysa HG um að ég sé að mæla með ferðamennsku á hálendisvegum að vetri, gerir hann síðan að meginefni greinar sinnar. Þar tekst honum líka að koma inn rangfærslum og gerir að meginumfjöllunarefni að ég fjalli ekki um veðurfarið að vetri. HG segir: „Um veðurfarsforsendur er ekki fjallað en sett fram almenn staðhæfing þess efnis að norðan Vatnajökuls sé „úrkomuminnsta svæði í Evrópu“. Þessa setningu finn ég ekki í gögnum um fyrirlesturinn. Hins vegar hef ég bent á, á öðrum vettvangi, að norðan Vatnajökuls sé úrkomuminnsta svæði á Íslandi (um 40 cm ársúrkoma) og vitna þar í úrkomukort Markúsar Einarssonar í Veðurfar á Íslandi. Næst tekur HG til við að sanna að þetta með litla úrkomu að baki Vatnajökli sé ekki rétt og vísar þar til úrvinnslu á veðurfarsgögnum frá Sandbúðum og sjálfvirkum veðurstöðvum á Sprengisandsleið. Gallinn er hinsvegar sá að þessar veðurstöðvar voru ekki starfræktar norðan Vatnajökuls heldur á Sprengisandsleið. Annað meginumfjöllunarefni HG tengist korti af hálendisleiðum sem birt var með fréttaskýringunni. Krefur hann mig skýringa á því. Gallinn er hinsvegar sá að HG hefur yfirsést að kortið og kostnaðarútreikningar komu ekki frá mér, heldur frá áhugafólki á Austurlandi. Núna er HG ekki lengur þingmaður Austurlands, og mun fluttur suður, enda finnur maður að hann hefur ekki mikla næmni á hagsmuni Austlendinga þegar kemur að samgöngubótum. HG segir: „Til að gylla hugmyndina er því veifað að í henni felist stytting um röska 200 km milli Egilsstaða og Reykjavíkur.“ Mér þykir líklegt að flestir heimamenn telji þetta atriði mikilvægt í umræðunni um Vatnajökulsveg. En HG finnst þetta frekar veigalítið þó þetta mundi þýða mikinn sparnað í akstri og útblæstri. Um hálendisvegi, sem HG er mikið á móti, segir hann: „…við bætist umhverfistjón sem uppbyggðir hlemmivegir um hálendið mundu valda…“ Nú er það svo að í seinni tíð hafa verið lagðir vegir um hálendi. Dæmi er leiðin úr Mývatnssveit í Jökuldal, sem liggur um norðausturhálendið. Ekki hafa heyrst miklar kvartanir um það. HG hefur áhyggjur af að Vatnajökulsvegur, sem lægi í gegnum þjóðgarðinn, yrði til að skaða upplifun gesta þar. Hér er til að svara að skipuleggjendur þjóðgarðsins hafa þegar áætlað vegi þar, enda getur almenningur ekki komist um þetta geysivíðfeðma svæði og fengið að njóta þess, nema að þar séu vegir. Undantekning frá þessu er göngufólk eins og HG, og tel ég að sjónarmið hans séu lituð af þeirri eigingjörnu ósk að hafa hálendið sem mest fyrir sig. Hinsvegar er skortur á skilningi á hagsmunum almennings.Ferðaþjónustan mun styrkjast Lítill áhugi virðist á því hjá HG að ferðaþjónustan mundi styrkjast á Austurlandi vegna gesta sem kæmu Vatnajökulsveg. Mikil aukning ferðamanna á Austurlandi, sem kæmi þessa nýju leið, mundi þýða að umferð ykist á vegum fjórðungsins, sem er raunhæfasta leiðin til að koma vegabótum framar í arðsemismati. Vegna skilningsleysis HG á hagsmunum Austlendinga á þessum sviðum er vissulega full ástæða til að vara við sjónarmiðum hans, því hann ætlar augsýnilega að gera allt sem hann getur til að Austlendingar og aðrir landsmenn verði af þessum ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. desember birtist grein í blaðinu eftir Hjörleif Guttormsson sem nefndist „Varað við furðuhugmynd um hálendisveg“. Greinin kemur í framhaldi af frétt frá ráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað. Fréttamaður blaðsins birti frétt um erindi undirritaðs: „Aukin umsvif á Austurlandi kalla á miklar samgöngubætur“ og erindi Birgis Jónssonar, jarðverkfræðings: „Hringvegurinn sunnan jökla“. Það erindi fjallaði um að á sl. 110 árum urðu náttúruhamfarir á u.þ.b. 15 ára fresti, sem rofið hefðu veginn. Nú er beðið eftir Kötlugosi en við það myndu Austlendingar missa af suðurleiðinni og þar með hringstreymi ferðamanna í langan tíma og allir flutningar til og frá fjórðungnum yrðu erfiðir.Rangfærslur Mér kom grein HG í Fréttablaðinu verulega á óvart vegna rangfærslna og útúrsnúninga. Í greininni hefur hann eftir mér: „Þegar þessi vegur er kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega.“ Þessa setningu túlkar HG á eftirfarandi hátt: „Af ofangreindu má ætla (sic) að boðberarnir sjái fyrir sér að þessum vegi verði haldið opnum mest allt árið.“ Hér sjá allir að ekkert er minnst á heilsársopnun, enda er ferðamennskan að langmestu leyti á sumarhelmingi árs. Ofangreind rökleysa HG um að ég sé að mæla með ferðamennsku á hálendisvegum að vetri, gerir hann síðan að meginefni greinar sinnar. Þar tekst honum líka að koma inn rangfærslum og gerir að meginumfjöllunarefni að ég fjalli ekki um veðurfarið að vetri. HG segir: „Um veðurfarsforsendur er ekki fjallað en sett fram almenn staðhæfing þess efnis að norðan Vatnajökuls sé „úrkomuminnsta svæði í Evrópu“. Þessa setningu finn ég ekki í gögnum um fyrirlesturinn. Hins vegar hef ég bent á, á öðrum vettvangi, að norðan Vatnajökuls sé úrkomuminnsta svæði á Íslandi (um 40 cm ársúrkoma) og vitna þar í úrkomukort Markúsar Einarssonar í Veðurfar á Íslandi. Næst tekur HG til við að sanna að þetta með litla úrkomu að baki Vatnajökli sé ekki rétt og vísar þar til úrvinnslu á veðurfarsgögnum frá Sandbúðum og sjálfvirkum veðurstöðvum á Sprengisandsleið. Gallinn er hinsvegar sá að þessar veðurstöðvar voru ekki starfræktar norðan Vatnajökuls heldur á Sprengisandsleið. Annað meginumfjöllunarefni HG tengist korti af hálendisleiðum sem birt var með fréttaskýringunni. Krefur hann mig skýringa á því. Gallinn er hinsvegar sá að HG hefur yfirsést að kortið og kostnaðarútreikningar komu ekki frá mér, heldur frá áhugafólki á Austurlandi. Núna er HG ekki lengur þingmaður Austurlands, og mun fluttur suður, enda finnur maður að hann hefur ekki mikla næmni á hagsmuni Austlendinga þegar kemur að samgöngubótum. HG segir: „Til að gylla hugmyndina er því veifað að í henni felist stytting um röska 200 km milli Egilsstaða og Reykjavíkur.“ Mér þykir líklegt að flestir heimamenn telji þetta atriði mikilvægt í umræðunni um Vatnajökulsveg. En HG finnst þetta frekar veigalítið þó þetta mundi þýða mikinn sparnað í akstri og útblæstri. Um hálendisvegi, sem HG er mikið á móti, segir hann: „…við bætist umhverfistjón sem uppbyggðir hlemmivegir um hálendið mundu valda…“ Nú er það svo að í seinni tíð hafa verið lagðir vegir um hálendi. Dæmi er leiðin úr Mývatnssveit í Jökuldal, sem liggur um norðausturhálendið. Ekki hafa heyrst miklar kvartanir um það. HG hefur áhyggjur af að Vatnajökulsvegur, sem lægi í gegnum þjóðgarðinn, yrði til að skaða upplifun gesta þar. Hér er til að svara að skipuleggjendur þjóðgarðsins hafa þegar áætlað vegi þar, enda getur almenningur ekki komist um þetta geysivíðfeðma svæði og fengið að njóta þess, nema að þar séu vegir. Undantekning frá þessu er göngufólk eins og HG, og tel ég að sjónarmið hans séu lituð af þeirri eigingjörnu ósk að hafa hálendið sem mest fyrir sig. Hinsvegar er skortur á skilningi á hagsmunum almennings.Ferðaþjónustan mun styrkjast Lítill áhugi virðist á því hjá HG að ferðaþjónustan mundi styrkjast á Austurlandi vegna gesta sem kæmu Vatnajökulsveg. Mikil aukning ferðamanna á Austurlandi, sem kæmi þessa nýju leið, mundi þýða að umferð ykist á vegum fjórðungsins, sem er raunhæfasta leiðin til að koma vegabótum framar í arðsemismati. Vegna skilningsleysis HG á hagsmunum Austlendinga á þessum sviðum er vissulega full ástæða til að vara við sjónarmiðum hans, því hann ætlar augsýnilega að gera allt sem hann getur til að Austlendingar og aðrir landsmenn verði af þessum ávinningi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar