Óvönduð vinnubrögð Hjörleifs Guttormssonar Trausti Valsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Þann 12. desember birtist grein í blaðinu eftir Hjörleif Guttormsson sem nefndist „Varað við furðuhugmynd um hálendisveg“. Greinin kemur í framhaldi af frétt frá ráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað. Fréttamaður blaðsins birti frétt um erindi undirritaðs: „Aukin umsvif á Austurlandi kalla á miklar samgöngubætur“ og erindi Birgis Jónssonar, jarðverkfræðings: „Hringvegurinn sunnan jökla“. Það erindi fjallaði um að á sl. 110 árum urðu náttúruhamfarir á u.þ.b. 15 ára fresti, sem rofið hefðu veginn. Nú er beðið eftir Kötlugosi en við það myndu Austlendingar missa af suðurleiðinni og þar með hringstreymi ferðamanna í langan tíma og allir flutningar til og frá fjórðungnum yrðu erfiðir.Rangfærslur Mér kom grein HG í Fréttablaðinu verulega á óvart vegna rangfærslna og útúrsnúninga. Í greininni hefur hann eftir mér: „Þegar þessi vegur er kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega.“ Þessa setningu túlkar HG á eftirfarandi hátt: „Af ofangreindu má ætla (sic) að boðberarnir sjái fyrir sér að þessum vegi verði haldið opnum mest allt árið.“ Hér sjá allir að ekkert er minnst á heilsársopnun, enda er ferðamennskan að langmestu leyti á sumarhelmingi árs. Ofangreind rökleysa HG um að ég sé að mæla með ferðamennsku á hálendisvegum að vetri, gerir hann síðan að meginefni greinar sinnar. Þar tekst honum líka að koma inn rangfærslum og gerir að meginumfjöllunarefni að ég fjalli ekki um veðurfarið að vetri. HG segir: „Um veðurfarsforsendur er ekki fjallað en sett fram almenn staðhæfing þess efnis að norðan Vatnajökuls sé „úrkomuminnsta svæði í Evrópu“. Þessa setningu finn ég ekki í gögnum um fyrirlesturinn. Hins vegar hef ég bent á, á öðrum vettvangi, að norðan Vatnajökuls sé úrkomuminnsta svæði á Íslandi (um 40 cm ársúrkoma) og vitna þar í úrkomukort Markúsar Einarssonar í Veðurfar á Íslandi. Næst tekur HG til við að sanna að þetta með litla úrkomu að baki Vatnajökli sé ekki rétt og vísar þar til úrvinnslu á veðurfarsgögnum frá Sandbúðum og sjálfvirkum veðurstöðvum á Sprengisandsleið. Gallinn er hinsvegar sá að þessar veðurstöðvar voru ekki starfræktar norðan Vatnajökuls heldur á Sprengisandsleið. Annað meginumfjöllunarefni HG tengist korti af hálendisleiðum sem birt var með fréttaskýringunni. Krefur hann mig skýringa á því. Gallinn er hinsvegar sá að HG hefur yfirsést að kortið og kostnaðarútreikningar komu ekki frá mér, heldur frá áhugafólki á Austurlandi. Núna er HG ekki lengur þingmaður Austurlands, og mun fluttur suður, enda finnur maður að hann hefur ekki mikla næmni á hagsmuni Austlendinga þegar kemur að samgöngubótum. HG segir: „Til að gylla hugmyndina er því veifað að í henni felist stytting um röska 200 km milli Egilsstaða og Reykjavíkur.“ Mér þykir líklegt að flestir heimamenn telji þetta atriði mikilvægt í umræðunni um Vatnajökulsveg. En HG finnst þetta frekar veigalítið þó þetta mundi þýða mikinn sparnað í akstri og útblæstri. Um hálendisvegi, sem HG er mikið á móti, segir hann: „…við bætist umhverfistjón sem uppbyggðir hlemmivegir um hálendið mundu valda…“ Nú er það svo að í seinni tíð hafa verið lagðir vegir um hálendi. Dæmi er leiðin úr Mývatnssveit í Jökuldal, sem liggur um norðausturhálendið. Ekki hafa heyrst miklar kvartanir um það. HG hefur áhyggjur af að Vatnajökulsvegur, sem lægi í gegnum þjóðgarðinn, yrði til að skaða upplifun gesta þar. Hér er til að svara að skipuleggjendur þjóðgarðsins hafa þegar áætlað vegi þar, enda getur almenningur ekki komist um þetta geysivíðfeðma svæði og fengið að njóta þess, nema að þar séu vegir. Undantekning frá þessu er göngufólk eins og HG, og tel ég að sjónarmið hans séu lituð af þeirri eigingjörnu ósk að hafa hálendið sem mest fyrir sig. Hinsvegar er skortur á skilningi á hagsmunum almennings.Ferðaþjónustan mun styrkjast Lítill áhugi virðist á því hjá HG að ferðaþjónustan mundi styrkjast á Austurlandi vegna gesta sem kæmu Vatnajökulsveg. Mikil aukning ferðamanna á Austurlandi, sem kæmi þessa nýju leið, mundi þýða að umferð ykist á vegum fjórðungsins, sem er raunhæfasta leiðin til að koma vegabótum framar í arðsemismati. Vegna skilningsleysis HG á hagsmunum Austlendinga á þessum sviðum er vissulega full ástæða til að vara við sjónarmiðum hans, því hann ætlar augsýnilega að gera allt sem hann getur til að Austlendingar og aðrir landsmenn verði af þessum ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 12. desember birtist grein í blaðinu eftir Hjörleif Guttormsson sem nefndist „Varað við furðuhugmynd um hálendisveg“. Greinin kemur í framhaldi af frétt frá ráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað. Fréttamaður blaðsins birti frétt um erindi undirritaðs: „Aukin umsvif á Austurlandi kalla á miklar samgöngubætur“ og erindi Birgis Jónssonar, jarðverkfræðings: „Hringvegurinn sunnan jökla“. Það erindi fjallaði um að á sl. 110 árum urðu náttúruhamfarir á u.þ.b. 15 ára fresti, sem rofið hefðu veginn. Nú er beðið eftir Kötlugosi en við það myndu Austlendingar missa af suðurleiðinni og þar með hringstreymi ferðamanna í langan tíma og allir flutningar til og frá fjórðungnum yrðu erfiðir.Rangfærslur Mér kom grein HG í Fréttablaðinu verulega á óvart vegna rangfærslna og útúrsnúninga. Í greininni hefur hann eftir mér: „Þegar þessi vegur er kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega.“ Þessa setningu túlkar HG á eftirfarandi hátt: „Af ofangreindu má ætla (sic) að boðberarnir sjái fyrir sér að þessum vegi verði haldið opnum mest allt árið.“ Hér sjá allir að ekkert er minnst á heilsársopnun, enda er ferðamennskan að langmestu leyti á sumarhelmingi árs. Ofangreind rökleysa HG um að ég sé að mæla með ferðamennsku á hálendisvegum að vetri, gerir hann síðan að meginefni greinar sinnar. Þar tekst honum líka að koma inn rangfærslum og gerir að meginumfjöllunarefni að ég fjalli ekki um veðurfarið að vetri. HG segir: „Um veðurfarsforsendur er ekki fjallað en sett fram almenn staðhæfing þess efnis að norðan Vatnajökuls sé „úrkomuminnsta svæði í Evrópu“. Þessa setningu finn ég ekki í gögnum um fyrirlesturinn. Hins vegar hef ég bent á, á öðrum vettvangi, að norðan Vatnajökuls sé úrkomuminnsta svæði á Íslandi (um 40 cm ársúrkoma) og vitna þar í úrkomukort Markúsar Einarssonar í Veðurfar á Íslandi. Næst tekur HG til við að sanna að þetta með litla úrkomu að baki Vatnajökli sé ekki rétt og vísar þar til úrvinnslu á veðurfarsgögnum frá Sandbúðum og sjálfvirkum veðurstöðvum á Sprengisandsleið. Gallinn er hinsvegar sá að þessar veðurstöðvar voru ekki starfræktar norðan Vatnajökuls heldur á Sprengisandsleið. Annað meginumfjöllunarefni HG tengist korti af hálendisleiðum sem birt var með fréttaskýringunni. Krefur hann mig skýringa á því. Gallinn er hinsvegar sá að HG hefur yfirsést að kortið og kostnaðarútreikningar komu ekki frá mér, heldur frá áhugafólki á Austurlandi. Núna er HG ekki lengur þingmaður Austurlands, og mun fluttur suður, enda finnur maður að hann hefur ekki mikla næmni á hagsmuni Austlendinga þegar kemur að samgöngubótum. HG segir: „Til að gylla hugmyndina er því veifað að í henni felist stytting um röska 200 km milli Egilsstaða og Reykjavíkur.“ Mér þykir líklegt að flestir heimamenn telji þetta atriði mikilvægt í umræðunni um Vatnajökulsveg. En HG finnst þetta frekar veigalítið þó þetta mundi þýða mikinn sparnað í akstri og útblæstri. Um hálendisvegi, sem HG er mikið á móti, segir hann: „…við bætist umhverfistjón sem uppbyggðir hlemmivegir um hálendið mundu valda…“ Nú er það svo að í seinni tíð hafa verið lagðir vegir um hálendi. Dæmi er leiðin úr Mývatnssveit í Jökuldal, sem liggur um norðausturhálendið. Ekki hafa heyrst miklar kvartanir um það. HG hefur áhyggjur af að Vatnajökulsvegur, sem lægi í gegnum þjóðgarðinn, yrði til að skaða upplifun gesta þar. Hér er til að svara að skipuleggjendur þjóðgarðsins hafa þegar áætlað vegi þar, enda getur almenningur ekki komist um þetta geysivíðfeðma svæði og fengið að njóta þess, nema að þar séu vegir. Undantekning frá þessu er göngufólk eins og HG, og tel ég að sjónarmið hans séu lituð af þeirri eigingjörnu ósk að hafa hálendið sem mest fyrir sig. Hinsvegar er skortur á skilningi á hagsmunum almennings.Ferðaþjónustan mun styrkjast Lítill áhugi virðist á því hjá HG að ferðaþjónustan mundi styrkjast á Austurlandi vegna gesta sem kæmu Vatnajökulsveg. Mikil aukning ferðamanna á Austurlandi, sem kæmi þessa nýju leið, mundi þýða að umferð ykist á vegum fjórðungsins, sem er raunhæfasta leiðin til að koma vegabótum framar í arðsemismati. Vegna skilningsleysis HG á hagsmunum Austlendinga á þessum sviðum er vissulega full ástæða til að vara við sjónarmiðum hans, því hann ætlar augsýnilega að gera allt sem hann getur til að Austlendingar og aðrir landsmenn verði af þessum ávinningi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar