Varað við furðuhugmynd um hálendisveg Hjörleifur Guttormsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Á ráðstefnu Austurbrúar, samstarfsvettvangs ríkis og sveitarfélaga eystra, í byrjun nóvember sl. ræddu tveir háskólakennarar, Trausti Valsson og Birgir Jónsson, um æskilegan uppbyggðan hálendisveg norðan Vatnajökuls, þ.e. frá Hálslóni vestur á Sprengisandsleið. Um þann boðskap var m.a. fjallað í í „fréttaskýringu“ Fréttablaðsins 12. nóvember sl. undir flennifyrirsögn: „Hálendisvegur til mikilla hagsbóta.“ Slík „einkaframkvæmd“ er þar sögð kosta 5,5 milljarða og hana megi fjármagna með vegtollum. Í engu var þar getið um viðhald og rekstrarkostnað við að halda veginum opnum. Hins vegar er réttilega frá því greint að hvergi er stafur fyrir slíkri vegalagningu í skipulagi miðhálendisins eða annars staðar. Nú er reynt að kasta beitu, m.a. til viðkomandi sveitarfélaga, til að plægja akurinn fyrir þessa hugmynd.Sýnd veiði en ekki gefin Ávinningur af slíkum vegi er ekkert lítilræði að mati þeirra félaga. Efst á blað setja þeir öryggi fyrir Austurland ef vegasamband rofnar sunnan jökla af völdum náttúruhamfara. „Það er nauðsynlegt að hafa varaleið milli Austurlands og Suður- og Suðvesturlands,“ er haft eftir Birgi, sem virðist horfa framhjá núverandi aðalvegi um Norðurland. Til að gylla hugmyndina er því veifað að í henni felist stytting um röska 200 km milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Er þá ótalinn sá stóri happafengur að mati Trausta að: „Þegar þessi vegur er kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega…“ Af ofangreindu má ætla að boðberarnir sjái fyrir sér að þessum vegi verði haldið opnum mest allt árið.Hálendisvegur í 650-900 m hæð Engin nákvæm grein er gerð fyrir legu umræddrar tengingar frá Hálslóni yfir á Sprengisandsveg. Af skissu sem fylgir fréttaskýringunni og aðstæðum skv. korti má ráða að slíkur vegur myndi liggja frá Hálslóni yfir í Krepputungu norðan við Lónshnjúk, yfir Jökulsá á Fjöllum sunnan Upptyppinga og þaðan í sveig milli Dyngjufjalla og Trölladyngju, norðan við Þríhyrning og yfir Skjálfandafljót á Sprengisandsveg nokkru sunnan við Kiðagil. Á þessari leið færi vegur tvívegis í 800-860 m hæð, en framhaldið á Sprengisandsleið til suðurs yrði hækkandi upp í um 900 metra hæð nálægt vatnaskilum.Engin mannvist Engin mannvist er nú að vetrarlagi á þessum slóðum frá Fljótsdal að Hrauneyjum og ferðamannaþjónusta í Dreka og Nýjadal er mönnuð í aðeins um þrjá mánuði yfir hásumarið. Um veðurfarsaðstæður er ekki fjallað en sett fram almenn staðhæfing þess efnis að norðan Vatnajökuls sé „úrkomuminnsta svæði Evrópu“. Svo vill til að um áratugi hafa verið starfræktar sjálfvirkar veðurathuganastöðvar við Sprengisandsleið og veðurfræðingar hafa unnið úr niðurstöðum þeirra mælinga (Þóranna Pálsdóttir 1985 og Haraldur Ólafsson o.fl. 2012).Sitthvað um veðurfarsaðstæður Samkvæmt mælingum á úrkomu í Sandbúðum árin 1973-1978 nam hún 404 mm á ári, eða hátt í það sem gerist á Mýri í Bárðardal (427 mm); er það til muna meira en á Grímsstöðum á Fjöllum (351 mm). Alhvítir dagar reyndust vera 221 í Sandbúðum en aðeins 79 dagar alauðir. Flest árin sá þar ekki í auða jörð hálft árið (nóvember-apríl) og snjór hverfur þar ekki fyrr en langt er liðið á sumar. Veðurhæð náði þriðja hvern sólarhring 9 vindstigum, sem telst stormur, 21-24 m/sek., eða þaðan af meira, þó færri árið 1977. Ofsaveður voru tíðust frá nóvember til mars. Athugunin árið 2012, sem tók til fleiri sjálfvirkra stöðva, gaf til kynna að tíðni óveðra væri afar breytileg milli ára en þau stóðu flest í 1-2 daga. Óvíða er hvassara en nálægt Sandbúðum, nema helst undir norðurhlíðum Tungnafellsjökuls. Þegar meðalvindhraði sólarhrings nær 15 m/s og hiti er undir frostmarki eru aðstæður ekki taldar góðar til björgunaraðgerða, og þegar snjóar í stormi er glórulaus bylur. Algengast er að blindbylur verði í NA- eða SV-áttum og lætur nærri að 4-5% tímans sé slíkt veður að jafnaði þar sem verst er á leiðinni yfir Sprengisand.Hvað segja gögnin okkur? Þegar litið er til þeirra aðstæðna sem hér hefur verið minnst á, hygg ég að flestir átti sig á að uppbyggðir hálendisvegir eru hvorki líklegir til að lengja til muna ferðamannatíma um hálendi Íslands né eru þeir til þess fallnir að auka öryggi vegfarenda. Rekstrarkostnaður við að halda slíkum vegum opnum mikinn hluta ársins, til viðbótar við núverandi hringveg, yrði gífurlegur og sá reikningur yrði ekki greiddur af neinu einkafyrirtæki. Þar við bætist það umhverfistjón sem uppbyggðir hlemmivegir um hálendið óhjákvæmilega myndu valda, í þessu tilviki á Vatnajökulsþjóðgarði, en slíkt verður seint metið til fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Á ráðstefnu Austurbrúar, samstarfsvettvangs ríkis og sveitarfélaga eystra, í byrjun nóvember sl. ræddu tveir háskólakennarar, Trausti Valsson og Birgir Jónsson, um æskilegan uppbyggðan hálendisveg norðan Vatnajökuls, þ.e. frá Hálslóni vestur á Sprengisandsleið. Um þann boðskap var m.a. fjallað í í „fréttaskýringu“ Fréttablaðsins 12. nóvember sl. undir flennifyrirsögn: „Hálendisvegur til mikilla hagsbóta.“ Slík „einkaframkvæmd“ er þar sögð kosta 5,5 milljarða og hana megi fjármagna með vegtollum. Í engu var þar getið um viðhald og rekstrarkostnað við að halda veginum opnum. Hins vegar er réttilega frá því greint að hvergi er stafur fyrir slíkri vegalagningu í skipulagi miðhálendisins eða annars staðar. Nú er reynt að kasta beitu, m.a. til viðkomandi sveitarfélaga, til að plægja akurinn fyrir þessa hugmynd.Sýnd veiði en ekki gefin Ávinningur af slíkum vegi er ekkert lítilræði að mati þeirra félaga. Efst á blað setja þeir öryggi fyrir Austurland ef vegasamband rofnar sunnan jökla af völdum náttúruhamfara. „Það er nauðsynlegt að hafa varaleið milli Austurlands og Suður- og Suðvesturlands,“ er haft eftir Birgi, sem virðist horfa framhjá núverandi aðalvegi um Norðurland. Til að gylla hugmyndina er því veifað að í henni felist stytting um röska 200 km milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Er þá ótalinn sá stóri happafengur að mati Trausta að: „Þegar þessi vegur er kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega…“ Af ofangreindu má ætla að boðberarnir sjái fyrir sér að þessum vegi verði haldið opnum mest allt árið.Hálendisvegur í 650-900 m hæð Engin nákvæm grein er gerð fyrir legu umræddrar tengingar frá Hálslóni yfir á Sprengisandsveg. Af skissu sem fylgir fréttaskýringunni og aðstæðum skv. korti má ráða að slíkur vegur myndi liggja frá Hálslóni yfir í Krepputungu norðan við Lónshnjúk, yfir Jökulsá á Fjöllum sunnan Upptyppinga og þaðan í sveig milli Dyngjufjalla og Trölladyngju, norðan við Þríhyrning og yfir Skjálfandafljót á Sprengisandsveg nokkru sunnan við Kiðagil. Á þessari leið færi vegur tvívegis í 800-860 m hæð, en framhaldið á Sprengisandsleið til suðurs yrði hækkandi upp í um 900 metra hæð nálægt vatnaskilum.Engin mannvist Engin mannvist er nú að vetrarlagi á þessum slóðum frá Fljótsdal að Hrauneyjum og ferðamannaþjónusta í Dreka og Nýjadal er mönnuð í aðeins um þrjá mánuði yfir hásumarið. Um veðurfarsaðstæður er ekki fjallað en sett fram almenn staðhæfing þess efnis að norðan Vatnajökuls sé „úrkomuminnsta svæði Evrópu“. Svo vill til að um áratugi hafa verið starfræktar sjálfvirkar veðurathuganastöðvar við Sprengisandsleið og veðurfræðingar hafa unnið úr niðurstöðum þeirra mælinga (Þóranna Pálsdóttir 1985 og Haraldur Ólafsson o.fl. 2012).Sitthvað um veðurfarsaðstæður Samkvæmt mælingum á úrkomu í Sandbúðum árin 1973-1978 nam hún 404 mm á ári, eða hátt í það sem gerist á Mýri í Bárðardal (427 mm); er það til muna meira en á Grímsstöðum á Fjöllum (351 mm). Alhvítir dagar reyndust vera 221 í Sandbúðum en aðeins 79 dagar alauðir. Flest árin sá þar ekki í auða jörð hálft árið (nóvember-apríl) og snjór hverfur þar ekki fyrr en langt er liðið á sumar. Veðurhæð náði þriðja hvern sólarhring 9 vindstigum, sem telst stormur, 21-24 m/sek., eða þaðan af meira, þó færri árið 1977. Ofsaveður voru tíðust frá nóvember til mars. Athugunin árið 2012, sem tók til fleiri sjálfvirkra stöðva, gaf til kynna að tíðni óveðra væri afar breytileg milli ára en þau stóðu flest í 1-2 daga. Óvíða er hvassara en nálægt Sandbúðum, nema helst undir norðurhlíðum Tungnafellsjökuls. Þegar meðalvindhraði sólarhrings nær 15 m/s og hiti er undir frostmarki eru aðstæður ekki taldar góðar til björgunaraðgerða, og þegar snjóar í stormi er glórulaus bylur. Algengast er að blindbylur verði í NA- eða SV-áttum og lætur nærri að 4-5% tímans sé slíkt veður að jafnaði þar sem verst er á leiðinni yfir Sprengisand.Hvað segja gögnin okkur? Þegar litið er til þeirra aðstæðna sem hér hefur verið minnst á, hygg ég að flestir átti sig á að uppbyggðir hálendisvegir eru hvorki líklegir til að lengja til muna ferðamannatíma um hálendi Íslands né eru þeir til þess fallnir að auka öryggi vegfarenda. Rekstrarkostnaður við að halda slíkum vegum opnum mikinn hluta ársins, til viðbótar við núverandi hringveg, yrði gífurlegur og sá reikningur yrði ekki greiddur af neinu einkafyrirtæki. Þar við bætist það umhverfistjón sem uppbyggðir hlemmivegir um hálendið óhjákvæmilega myndu valda, í þessu tilviki á Vatnajökulsþjóðgarði, en slíkt verður seint metið til fjár.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar