Af jólasveinum (svarbréf) Bryndís Jónsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæðum hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að enginn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenningi og kíkir í skóinn. Litir, smádót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vaknar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verðmæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæðum hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að enginn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenningi og kíkir í skóinn. Litir, smádót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vaknar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verðmæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar