Af jólasveinum (svarbréf) Bryndís Jónsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæðum hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að enginn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenningi og kíkir í skóinn. Litir, smádót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vaknar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verðmæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæðum hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að enginn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenningi og kíkir í skóinn. Litir, smádót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vaknar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verðmæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar