Af jólasveinum (svarbréf) Bryndís Jónsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæðum hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að enginn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenningi og kíkir í skóinn. Litir, smádót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vaknar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verðmæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að tilkynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæðum hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að enginn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenningi og kíkir í skóinn. Litir, smádót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vaknar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verðmæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar