Ferðafrelsi á Íslandi? Þriðji hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 13. desember 2013 00:00 Ferðamennska á ökutækjum þarf á nýjum tengileiðum að halda. Ekki er verið að tala um malbikaða vegi, heldur vegslóða. Ferðaþjónustan þarf á öllum þeim leiðum sem til eru í dag og nokkrum nýjum að halda til að dreifa álaginu á landið. Sumum finnst þetta kannski til nokkuð mikils mælst, en ferðaþjónustan er og verður mikilvægur þáttur í efnahag landsins til framtíðar. Tímabært er að líta á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein sem leggur engu minna til þjóðarbúsins en fiskveiðar og stóriðja. Þar vegur afþreyingarferðamennska þungt, enda koma ráðstefnugestir og hvatahópar gjarnan til landsins utan sumarvertíðar. Veturinn er kjörinn tími með tilliti til náttúruverndar og nýtingar á innviðum. Þessir ferðamenn koma gjarnan til að ferðast í ofurjeppum eða á vélsleðum um fjöll og firnindi, til að geta notið náttúrunnar fjarri mannabyggðum í ævintýralegum ferðum. Þarna hefur íslensk ferðaþjónusta sérstöðu. Þessu þurfa lög og reglugerðir að taka mið af og stuðla þannig að uppbyggingu framsýnnar ferðaþjónustu. Uppbygging í stað niðurrifs er það sem ferðaþjónustan þarf á að halda.Ekki boðlegt Með gildistöku nýrra náttúruverndarlaga stóð til að þrengja að ferðafrelsi almennings. Um margt voru lögin til góðs, en annmarkar þó mun meiri. Lítið sem ekkert samráð var haft við ýmsa hagsmunaaðila líkt og innan ferðaþjónustunnar – það er ekki boðlegt þegar lagasetning sem þessi hefur neikvæð áhrif á ferðafrelsi fólks í leik og starfi. Frá því ég man eftir mér hefur landið heillað, ég ferðaðist frá barnæsku með fjölskyldu og vinum. Ég sem svo margir aðrir hef atvinnu af því að fara með fólk um landið og það eru mér forréttindi og heiður að fá að sýna gestum okkar þetta einstaka land og náttúru þess og kenna þeim að koma fram við það af virðingu. Að geta farið um spennandi vegslóða sem eru jafnvel áratuga gamlir þar sem vart er aðra ferðamenn að finna. Fagna ég því frestun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga sem engin þjóðarsátt var um. Reyndin er að náttúruvernd hefur verið annaðhvort í ökkla eða eyra. Í þessu málefni sem og öðrum þarf að finna hinn gullna meðalveg. Notum, nýtum, njótum og verndum í sátt og samlyndi. Á Hveravöllum á Kili er minnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu sem nefnist „Fangar frelsisins“. Gerum ekki alla Íslendinga að föngum frelsisins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ferðamennska á ökutækjum þarf á nýjum tengileiðum að halda. Ekki er verið að tala um malbikaða vegi, heldur vegslóða. Ferðaþjónustan þarf á öllum þeim leiðum sem til eru í dag og nokkrum nýjum að halda til að dreifa álaginu á landið. Sumum finnst þetta kannski til nokkuð mikils mælst, en ferðaþjónustan er og verður mikilvægur þáttur í efnahag landsins til framtíðar. Tímabært er að líta á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein sem leggur engu minna til þjóðarbúsins en fiskveiðar og stóriðja. Þar vegur afþreyingarferðamennska þungt, enda koma ráðstefnugestir og hvatahópar gjarnan til landsins utan sumarvertíðar. Veturinn er kjörinn tími með tilliti til náttúruverndar og nýtingar á innviðum. Þessir ferðamenn koma gjarnan til að ferðast í ofurjeppum eða á vélsleðum um fjöll og firnindi, til að geta notið náttúrunnar fjarri mannabyggðum í ævintýralegum ferðum. Þarna hefur íslensk ferðaþjónusta sérstöðu. Þessu þurfa lög og reglugerðir að taka mið af og stuðla þannig að uppbyggingu framsýnnar ferðaþjónustu. Uppbygging í stað niðurrifs er það sem ferðaþjónustan þarf á að halda.Ekki boðlegt Með gildistöku nýrra náttúruverndarlaga stóð til að þrengja að ferðafrelsi almennings. Um margt voru lögin til góðs, en annmarkar þó mun meiri. Lítið sem ekkert samráð var haft við ýmsa hagsmunaaðila líkt og innan ferðaþjónustunnar – það er ekki boðlegt þegar lagasetning sem þessi hefur neikvæð áhrif á ferðafrelsi fólks í leik og starfi. Frá því ég man eftir mér hefur landið heillað, ég ferðaðist frá barnæsku með fjölskyldu og vinum. Ég sem svo margir aðrir hef atvinnu af því að fara með fólk um landið og það eru mér forréttindi og heiður að fá að sýna gestum okkar þetta einstaka land og náttúru þess og kenna þeim að koma fram við það af virðingu. Að geta farið um spennandi vegslóða sem eru jafnvel áratuga gamlir þar sem vart er aðra ferðamenn að finna. Fagna ég því frestun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga sem engin þjóðarsátt var um. Reyndin er að náttúruvernd hefur verið annaðhvort í ökkla eða eyra. Í þessu málefni sem og öðrum þarf að finna hinn gullna meðalveg. Notum, nýtum, njótum og verndum í sátt og samlyndi. Á Hveravöllum á Kili er minnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu sem nefnist „Fangar frelsisins“. Gerum ekki alla Íslendinga að föngum frelsisins!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar