Ferðafrelsi á Íslandi? Þriðji hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 13. desember 2013 00:00 Ferðamennska á ökutækjum þarf á nýjum tengileiðum að halda. Ekki er verið að tala um malbikaða vegi, heldur vegslóða. Ferðaþjónustan þarf á öllum þeim leiðum sem til eru í dag og nokkrum nýjum að halda til að dreifa álaginu á landið. Sumum finnst þetta kannski til nokkuð mikils mælst, en ferðaþjónustan er og verður mikilvægur þáttur í efnahag landsins til framtíðar. Tímabært er að líta á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein sem leggur engu minna til þjóðarbúsins en fiskveiðar og stóriðja. Þar vegur afþreyingarferðamennska þungt, enda koma ráðstefnugestir og hvatahópar gjarnan til landsins utan sumarvertíðar. Veturinn er kjörinn tími með tilliti til náttúruverndar og nýtingar á innviðum. Þessir ferðamenn koma gjarnan til að ferðast í ofurjeppum eða á vélsleðum um fjöll og firnindi, til að geta notið náttúrunnar fjarri mannabyggðum í ævintýralegum ferðum. Þarna hefur íslensk ferðaþjónusta sérstöðu. Þessu þurfa lög og reglugerðir að taka mið af og stuðla þannig að uppbyggingu framsýnnar ferðaþjónustu. Uppbygging í stað niðurrifs er það sem ferðaþjónustan þarf á að halda.Ekki boðlegt Með gildistöku nýrra náttúruverndarlaga stóð til að þrengja að ferðafrelsi almennings. Um margt voru lögin til góðs, en annmarkar þó mun meiri. Lítið sem ekkert samráð var haft við ýmsa hagsmunaaðila líkt og innan ferðaþjónustunnar – það er ekki boðlegt þegar lagasetning sem þessi hefur neikvæð áhrif á ferðafrelsi fólks í leik og starfi. Frá því ég man eftir mér hefur landið heillað, ég ferðaðist frá barnæsku með fjölskyldu og vinum. Ég sem svo margir aðrir hef atvinnu af því að fara með fólk um landið og það eru mér forréttindi og heiður að fá að sýna gestum okkar þetta einstaka land og náttúru þess og kenna þeim að koma fram við það af virðingu. Að geta farið um spennandi vegslóða sem eru jafnvel áratuga gamlir þar sem vart er aðra ferðamenn að finna. Fagna ég því frestun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga sem engin þjóðarsátt var um. Reyndin er að náttúruvernd hefur verið annaðhvort í ökkla eða eyra. Í þessu málefni sem og öðrum þarf að finna hinn gullna meðalveg. Notum, nýtum, njótum og verndum í sátt og samlyndi. Á Hveravöllum á Kili er minnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu sem nefnist „Fangar frelsisins“. Gerum ekki alla Íslendinga að föngum frelsisins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ferðamennska á ökutækjum þarf á nýjum tengileiðum að halda. Ekki er verið að tala um malbikaða vegi, heldur vegslóða. Ferðaþjónustan þarf á öllum þeim leiðum sem til eru í dag og nokkrum nýjum að halda til að dreifa álaginu á landið. Sumum finnst þetta kannski til nokkuð mikils mælst, en ferðaþjónustan er og verður mikilvægur þáttur í efnahag landsins til framtíðar. Tímabært er að líta á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein sem leggur engu minna til þjóðarbúsins en fiskveiðar og stóriðja. Þar vegur afþreyingarferðamennska þungt, enda koma ráðstefnugestir og hvatahópar gjarnan til landsins utan sumarvertíðar. Veturinn er kjörinn tími með tilliti til náttúruverndar og nýtingar á innviðum. Þessir ferðamenn koma gjarnan til að ferðast í ofurjeppum eða á vélsleðum um fjöll og firnindi, til að geta notið náttúrunnar fjarri mannabyggðum í ævintýralegum ferðum. Þarna hefur íslensk ferðaþjónusta sérstöðu. Þessu þurfa lög og reglugerðir að taka mið af og stuðla þannig að uppbyggingu framsýnnar ferðaþjónustu. Uppbygging í stað niðurrifs er það sem ferðaþjónustan þarf á að halda.Ekki boðlegt Með gildistöku nýrra náttúruverndarlaga stóð til að þrengja að ferðafrelsi almennings. Um margt voru lögin til góðs, en annmarkar þó mun meiri. Lítið sem ekkert samráð var haft við ýmsa hagsmunaaðila líkt og innan ferðaþjónustunnar – það er ekki boðlegt þegar lagasetning sem þessi hefur neikvæð áhrif á ferðafrelsi fólks í leik og starfi. Frá því ég man eftir mér hefur landið heillað, ég ferðaðist frá barnæsku með fjölskyldu og vinum. Ég sem svo margir aðrir hef atvinnu af því að fara með fólk um landið og það eru mér forréttindi og heiður að fá að sýna gestum okkar þetta einstaka land og náttúru þess og kenna þeim að koma fram við það af virðingu. Að geta farið um spennandi vegslóða sem eru jafnvel áratuga gamlir þar sem vart er aðra ferðamenn að finna. Fagna ég því frestun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga sem engin þjóðarsátt var um. Reyndin er að náttúruvernd hefur verið annaðhvort í ökkla eða eyra. Í þessu málefni sem og öðrum þarf að finna hinn gullna meðalveg. Notum, nýtum, njótum og verndum í sátt og samlyndi. Á Hveravöllum á Kili er minnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu sem nefnist „Fangar frelsisins“. Gerum ekki alla Íslendinga að föngum frelsisins!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar