Opið bréf til Illuga O. Lilja Birgisdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Kæri Illugi. Takk fyrir fundinn í Flensborgarskóla þriðjudaginn 3. desember en ég sat með þér á fundi varðandi málefni framhaldsskólanna í Hafnarfirði, stöðu þeirra í dag. Einhvern veginn fjallaði fundurinn þó meira um niðurstöður PISA-könnunarinnar og hvernig efla þurfi grunnskóla landsins. Einnig spurðir þú sjálfan þig og aðra fundarmenn hvernig stæði á því að íslenskir nemar þurfi 14 ár í námsundirbúning fyrir háskólanám á meðan nágrannalönd okkar þurfi bara 12-13 ár. Þú hefur nokkuð skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar, þ.e. styttri skólagöngu og erum við nú þegar á þeirri leið.Framtíðarsýn ungmenna Ég spyr hins vegar hvað um framtíðarsýn ungmenna dagsins í dag. Ertu tilbúinn að fórna þeim fyrir hallalausan ríkissjóð? Þar sem þú ert mjög upptekinn af niðurstöðum PISA þá er eðlilegt að horfa til Finna en þeir hafa staðið sig mjög vel á þessum vettvangi síðustu ár. Það sem hefur verið að virka í þeirra menntakerfi er m.a. áhersla á fjölbreytni í skólastarfinu, góð tenging við vinnumarkaðinn, kennarastétt sem er stolt og virðing er borin fyrir. Finnst þér þú vera að skapa menntakerfinu þetta umhverfi með fjármagni sem þú segir sjálfur að dugi ekki fyrir rekstri framhaldsskólanna? Það er flott að þú viljir styðja og efla grunnskólana með það að markmiði að koma betur út úr PISA-könnunum framtíðarinnar en hvað ætlarðu að gera núna fyrir ungmennin sem eru að byrja sitt framhaldsskólanám? Ætlarðu að fórna þessum 30% sem ekki geta lesið sér til gagns? Hversu langt ertu tilbúinn að ganga fyrir hallalausan ríkissjóð?Lítið val Sveltir framhaldsskólar hafa lítið val, þeir neyðast til að skera burt dýru fögin sem eru oftast verklegu fögin, takmarka fjölbreytni og þar með gerast lögbrjótar. „Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.“ (Lög um framhaldsskóla I. kafli, 2. gr.) Ég skora á þig, Illugi, að skoða hug þinn varðandi núverandi aðgerðir en haltu endilega í skýra framtíðarsýn um eflingu skólakerfisins og kennarastéttarinnar. Ég hef trú á því að þú viljir styrkja og efla ungmenni dagsins og virkja þeirra sterku hliðar. Fórnum ekki nútímanum fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi. Takk fyrir fundinn í Flensborgarskóla þriðjudaginn 3. desember en ég sat með þér á fundi varðandi málefni framhaldsskólanna í Hafnarfirði, stöðu þeirra í dag. Einhvern veginn fjallaði fundurinn þó meira um niðurstöður PISA-könnunarinnar og hvernig efla þurfi grunnskóla landsins. Einnig spurðir þú sjálfan þig og aðra fundarmenn hvernig stæði á því að íslenskir nemar þurfi 14 ár í námsundirbúning fyrir háskólanám á meðan nágrannalönd okkar þurfi bara 12-13 ár. Þú hefur nokkuð skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar, þ.e. styttri skólagöngu og erum við nú þegar á þeirri leið.Framtíðarsýn ungmenna Ég spyr hins vegar hvað um framtíðarsýn ungmenna dagsins í dag. Ertu tilbúinn að fórna þeim fyrir hallalausan ríkissjóð? Þar sem þú ert mjög upptekinn af niðurstöðum PISA þá er eðlilegt að horfa til Finna en þeir hafa staðið sig mjög vel á þessum vettvangi síðustu ár. Það sem hefur verið að virka í þeirra menntakerfi er m.a. áhersla á fjölbreytni í skólastarfinu, góð tenging við vinnumarkaðinn, kennarastétt sem er stolt og virðing er borin fyrir. Finnst þér þú vera að skapa menntakerfinu þetta umhverfi með fjármagni sem þú segir sjálfur að dugi ekki fyrir rekstri framhaldsskólanna? Það er flott að þú viljir styðja og efla grunnskólana með það að markmiði að koma betur út úr PISA-könnunum framtíðarinnar en hvað ætlarðu að gera núna fyrir ungmennin sem eru að byrja sitt framhaldsskólanám? Ætlarðu að fórna þessum 30% sem ekki geta lesið sér til gagns? Hversu langt ertu tilbúinn að ganga fyrir hallalausan ríkissjóð?Lítið val Sveltir framhaldsskólar hafa lítið val, þeir neyðast til að skera burt dýru fögin sem eru oftast verklegu fögin, takmarka fjölbreytni og þar með gerast lögbrjótar. „Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.“ (Lög um framhaldsskóla I. kafli, 2. gr.) Ég skora á þig, Illugi, að skoða hug þinn varðandi núverandi aðgerðir en haltu endilega í skýra framtíðarsýn um eflingu skólakerfisins og kennarastéttarinnar. Ég hef trú á því að þú viljir styrkja og efla ungmenni dagsins og virkja þeirra sterku hliðar. Fórnum ekki nútímanum fyrir framtíðina.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar