Opið bréf til Illuga O. Lilja Birgisdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Kæri Illugi. Takk fyrir fundinn í Flensborgarskóla þriðjudaginn 3. desember en ég sat með þér á fundi varðandi málefni framhaldsskólanna í Hafnarfirði, stöðu þeirra í dag. Einhvern veginn fjallaði fundurinn þó meira um niðurstöður PISA-könnunarinnar og hvernig efla þurfi grunnskóla landsins. Einnig spurðir þú sjálfan þig og aðra fundarmenn hvernig stæði á því að íslenskir nemar þurfi 14 ár í námsundirbúning fyrir háskólanám á meðan nágrannalönd okkar þurfi bara 12-13 ár. Þú hefur nokkuð skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar, þ.e. styttri skólagöngu og erum við nú þegar á þeirri leið.Framtíðarsýn ungmenna Ég spyr hins vegar hvað um framtíðarsýn ungmenna dagsins í dag. Ertu tilbúinn að fórna þeim fyrir hallalausan ríkissjóð? Þar sem þú ert mjög upptekinn af niðurstöðum PISA þá er eðlilegt að horfa til Finna en þeir hafa staðið sig mjög vel á þessum vettvangi síðustu ár. Það sem hefur verið að virka í þeirra menntakerfi er m.a. áhersla á fjölbreytni í skólastarfinu, góð tenging við vinnumarkaðinn, kennarastétt sem er stolt og virðing er borin fyrir. Finnst þér þú vera að skapa menntakerfinu þetta umhverfi með fjármagni sem þú segir sjálfur að dugi ekki fyrir rekstri framhaldsskólanna? Það er flott að þú viljir styðja og efla grunnskólana með það að markmiði að koma betur út úr PISA-könnunum framtíðarinnar en hvað ætlarðu að gera núna fyrir ungmennin sem eru að byrja sitt framhaldsskólanám? Ætlarðu að fórna þessum 30% sem ekki geta lesið sér til gagns? Hversu langt ertu tilbúinn að ganga fyrir hallalausan ríkissjóð?Lítið val Sveltir framhaldsskólar hafa lítið val, þeir neyðast til að skera burt dýru fögin sem eru oftast verklegu fögin, takmarka fjölbreytni og þar með gerast lögbrjótar. „Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.“ (Lög um framhaldsskóla I. kafli, 2. gr.) Ég skora á þig, Illugi, að skoða hug þinn varðandi núverandi aðgerðir en haltu endilega í skýra framtíðarsýn um eflingu skólakerfisins og kennarastéttarinnar. Ég hef trú á því að þú viljir styrkja og efla ungmenni dagsins og virkja þeirra sterku hliðar. Fórnum ekki nútímanum fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi. Takk fyrir fundinn í Flensborgarskóla þriðjudaginn 3. desember en ég sat með þér á fundi varðandi málefni framhaldsskólanna í Hafnarfirði, stöðu þeirra í dag. Einhvern veginn fjallaði fundurinn þó meira um niðurstöður PISA-könnunarinnar og hvernig efla þurfi grunnskóla landsins. Einnig spurðir þú sjálfan þig og aðra fundarmenn hvernig stæði á því að íslenskir nemar þurfi 14 ár í námsundirbúning fyrir háskólanám á meðan nágrannalönd okkar þurfi bara 12-13 ár. Þú hefur nokkuð skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar, þ.e. styttri skólagöngu og erum við nú þegar á þeirri leið.Framtíðarsýn ungmenna Ég spyr hins vegar hvað um framtíðarsýn ungmenna dagsins í dag. Ertu tilbúinn að fórna þeim fyrir hallalausan ríkissjóð? Þar sem þú ert mjög upptekinn af niðurstöðum PISA þá er eðlilegt að horfa til Finna en þeir hafa staðið sig mjög vel á þessum vettvangi síðustu ár. Það sem hefur verið að virka í þeirra menntakerfi er m.a. áhersla á fjölbreytni í skólastarfinu, góð tenging við vinnumarkaðinn, kennarastétt sem er stolt og virðing er borin fyrir. Finnst þér þú vera að skapa menntakerfinu þetta umhverfi með fjármagni sem þú segir sjálfur að dugi ekki fyrir rekstri framhaldsskólanna? Það er flott að þú viljir styðja og efla grunnskólana með það að markmiði að koma betur út úr PISA-könnunum framtíðarinnar en hvað ætlarðu að gera núna fyrir ungmennin sem eru að byrja sitt framhaldsskólanám? Ætlarðu að fórna þessum 30% sem ekki geta lesið sér til gagns? Hversu langt ertu tilbúinn að ganga fyrir hallalausan ríkissjóð?Lítið val Sveltir framhaldsskólar hafa lítið val, þeir neyðast til að skera burt dýru fögin sem eru oftast verklegu fögin, takmarka fjölbreytni og þar með gerast lögbrjótar. „Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.“ (Lög um framhaldsskóla I. kafli, 2. gr.) Ég skora á þig, Illugi, að skoða hug þinn varðandi núverandi aðgerðir en haltu endilega í skýra framtíðarsýn um eflingu skólakerfisins og kennarastéttarinnar. Ég hef trú á því að þú viljir styrkja og efla ungmenni dagsins og virkja þeirra sterku hliðar. Fórnum ekki nútímanum fyrir framtíðina.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar