Leitin að réttlætinu Karl Garðarsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Það má kannski segja að með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sé reynt að gera hið ómögulega – að skilgreina réttlæti. Það getur verið vandasamt, því réttlæti eins er óréttlæti annars. Það vantar skilgreiningu á hugtakinu sem allir geta sætt sig við. Þeim, sem fær hámarks leiðréttingu samkvæmt hugmyndum stjórnvalda, finnst réttlætinu fullnægt, sá sem fær minna er kannski á öndverðri skoðun. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt að stefna að eins miklu réttlæti og hægt er. Til þess að ná því verður að setja viðmið sem flestir geta sæst á. Flest heimili landsins, eða um 100 þúsund talsins, munu fá leiðréttingu á þeirri ógnarhækkun sem varð á lánum þeirra í kringum 2008. Það verða þó alltaf hópar sem verða útundan eða fá minni leiðréttingu en fjöldinn. Það hefur verið minnst á eldri borgara sem eru með há lán og geta ekki nýtt sér skattaafslátt viðbótarlífeyrissparnaðar. Það hefur verið minnst á öryrkja og aðra hópa sem eru svo illa staddir að þeir hafa yfirleitt ekki efni á að leggja neitt til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafnvel minnst á námsmenn og bent á að námlánin hafi líka hækkað upp úr öllu valdi í hruninu.Verðtryggingin næst Þetta er allt rétt. Viðfangsefni stjórnvalda var hins vegar stórt og kosningaloforð Framsóknarflokksins var skýrt. Forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur. Það þýðir með öðrum orðum að verðtryggð fasteignaveðlán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær því ekki til allra lána, hverju nafni sem þau kallast, heldur eru þau skilgreind fyrirfram. Hér komum við aftur að réttlætishugtakinu. Er það réttlæti að skuldaleiðréttingunni skuli vera skipt ójafnt milli landsmanna? Náði forsendubresturinn ekki til allra í einni eða annarri mynd? Svarið er eflaust já, en það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Staða okkar er þessi fimm árum eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjölskyldur á aldrinum 30-39 ára eru í vanskilum með húsnæðislán eða telja greiðslubyrði vera þunga. Í næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49 ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu sporum. Í heild eru um 45 þúsund fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum sínum um hver mánaðamót. Staðan hefur lítið batnað frá hruni og þetta hefur dregið úr einkaneyslu og hagvexti. Við þessu verður að bregðast áður en illa fer. Til þess verður varið allt að 150 milljörðum króna á næstu árum. Skjaldborgin er loks að líta dagsins ljós eftir mögur ár vinstri stjórnarinnar. Það tók núverandi ríkisstjórn aðeins örfáa mánuði að hrinda því í framkvæmd sem fyrri stjórn treysti sér ekki til að gera. Þá má ekki gleyma því að Alþingi á eftir að fjalla um skuldaleiðréttinguna og frumvörp henni tengdri og það er allt eins líklegt að þar komi fram breytingatillögur. Málið er því ekki búið og verkefni stjórnvalda í þágu heimila landsins er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er verðtryggingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það má kannski segja að með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sé reynt að gera hið ómögulega – að skilgreina réttlæti. Það getur verið vandasamt, því réttlæti eins er óréttlæti annars. Það vantar skilgreiningu á hugtakinu sem allir geta sætt sig við. Þeim, sem fær hámarks leiðréttingu samkvæmt hugmyndum stjórnvalda, finnst réttlætinu fullnægt, sá sem fær minna er kannski á öndverðri skoðun. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt að stefna að eins miklu réttlæti og hægt er. Til þess að ná því verður að setja viðmið sem flestir geta sæst á. Flest heimili landsins, eða um 100 þúsund talsins, munu fá leiðréttingu á þeirri ógnarhækkun sem varð á lánum þeirra í kringum 2008. Það verða þó alltaf hópar sem verða útundan eða fá minni leiðréttingu en fjöldinn. Það hefur verið minnst á eldri borgara sem eru með há lán og geta ekki nýtt sér skattaafslátt viðbótarlífeyrissparnaðar. Það hefur verið minnst á öryrkja og aðra hópa sem eru svo illa staddir að þeir hafa yfirleitt ekki efni á að leggja neitt til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafnvel minnst á námsmenn og bent á að námlánin hafi líka hækkað upp úr öllu valdi í hruninu.Verðtryggingin næst Þetta er allt rétt. Viðfangsefni stjórnvalda var hins vegar stórt og kosningaloforð Framsóknarflokksins var skýrt. Forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur. Það þýðir með öðrum orðum að verðtryggð fasteignaveðlán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær því ekki til allra lána, hverju nafni sem þau kallast, heldur eru þau skilgreind fyrirfram. Hér komum við aftur að réttlætishugtakinu. Er það réttlæti að skuldaleiðréttingunni skuli vera skipt ójafnt milli landsmanna? Náði forsendubresturinn ekki til allra í einni eða annarri mynd? Svarið er eflaust já, en það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Staða okkar er þessi fimm árum eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjölskyldur á aldrinum 30-39 ára eru í vanskilum með húsnæðislán eða telja greiðslubyrði vera þunga. Í næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49 ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu sporum. Í heild eru um 45 þúsund fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum sínum um hver mánaðamót. Staðan hefur lítið batnað frá hruni og þetta hefur dregið úr einkaneyslu og hagvexti. Við þessu verður að bregðast áður en illa fer. Til þess verður varið allt að 150 milljörðum króna á næstu árum. Skjaldborgin er loks að líta dagsins ljós eftir mögur ár vinstri stjórnarinnar. Það tók núverandi ríkisstjórn aðeins örfáa mánuði að hrinda því í framkvæmd sem fyrri stjórn treysti sér ekki til að gera. Þá má ekki gleyma því að Alþingi á eftir að fjalla um skuldaleiðréttinguna og frumvörp henni tengdri og það er allt eins líklegt að þar komi fram breytingatillögur. Málið er því ekki búið og verkefni stjórnvalda í þágu heimila landsins er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er verðtryggingin.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar