Leitin að réttlætinu Karl Garðarsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Það má kannski segja að með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sé reynt að gera hið ómögulega – að skilgreina réttlæti. Það getur verið vandasamt, því réttlæti eins er óréttlæti annars. Það vantar skilgreiningu á hugtakinu sem allir geta sætt sig við. Þeim, sem fær hámarks leiðréttingu samkvæmt hugmyndum stjórnvalda, finnst réttlætinu fullnægt, sá sem fær minna er kannski á öndverðri skoðun. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt að stefna að eins miklu réttlæti og hægt er. Til þess að ná því verður að setja viðmið sem flestir geta sæst á. Flest heimili landsins, eða um 100 þúsund talsins, munu fá leiðréttingu á þeirri ógnarhækkun sem varð á lánum þeirra í kringum 2008. Það verða þó alltaf hópar sem verða útundan eða fá minni leiðréttingu en fjöldinn. Það hefur verið minnst á eldri borgara sem eru með há lán og geta ekki nýtt sér skattaafslátt viðbótarlífeyrissparnaðar. Það hefur verið minnst á öryrkja og aðra hópa sem eru svo illa staddir að þeir hafa yfirleitt ekki efni á að leggja neitt til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafnvel minnst á námsmenn og bent á að námlánin hafi líka hækkað upp úr öllu valdi í hruninu.Verðtryggingin næst Þetta er allt rétt. Viðfangsefni stjórnvalda var hins vegar stórt og kosningaloforð Framsóknarflokksins var skýrt. Forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur. Það þýðir með öðrum orðum að verðtryggð fasteignaveðlán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær því ekki til allra lána, hverju nafni sem þau kallast, heldur eru þau skilgreind fyrirfram. Hér komum við aftur að réttlætishugtakinu. Er það réttlæti að skuldaleiðréttingunni skuli vera skipt ójafnt milli landsmanna? Náði forsendubresturinn ekki til allra í einni eða annarri mynd? Svarið er eflaust já, en það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Staða okkar er þessi fimm árum eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjölskyldur á aldrinum 30-39 ára eru í vanskilum með húsnæðislán eða telja greiðslubyrði vera þunga. Í næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49 ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu sporum. Í heild eru um 45 þúsund fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum sínum um hver mánaðamót. Staðan hefur lítið batnað frá hruni og þetta hefur dregið úr einkaneyslu og hagvexti. Við þessu verður að bregðast áður en illa fer. Til þess verður varið allt að 150 milljörðum króna á næstu árum. Skjaldborgin er loks að líta dagsins ljós eftir mögur ár vinstri stjórnarinnar. Það tók núverandi ríkisstjórn aðeins örfáa mánuði að hrinda því í framkvæmd sem fyrri stjórn treysti sér ekki til að gera. Þá má ekki gleyma því að Alþingi á eftir að fjalla um skuldaleiðréttinguna og frumvörp henni tengdri og það er allt eins líklegt að þar komi fram breytingatillögur. Málið er því ekki búið og verkefni stjórnvalda í þágu heimila landsins er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er verðtryggingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það má kannski segja að með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sé reynt að gera hið ómögulega – að skilgreina réttlæti. Það getur verið vandasamt, því réttlæti eins er óréttlæti annars. Það vantar skilgreiningu á hugtakinu sem allir geta sætt sig við. Þeim, sem fær hámarks leiðréttingu samkvæmt hugmyndum stjórnvalda, finnst réttlætinu fullnægt, sá sem fær minna er kannski á öndverðri skoðun. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt að stefna að eins miklu réttlæti og hægt er. Til þess að ná því verður að setja viðmið sem flestir geta sæst á. Flest heimili landsins, eða um 100 þúsund talsins, munu fá leiðréttingu á þeirri ógnarhækkun sem varð á lánum þeirra í kringum 2008. Það verða þó alltaf hópar sem verða útundan eða fá minni leiðréttingu en fjöldinn. Það hefur verið minnst á eldri borgara sem eru með há lán og geta ekki nýtt sér skattaafslátt viðbótarlífeyrissparnaðar. Það hefur verið minnst á öryrkja og aðra hópa sem eru svo illa staddir að þeir hafa yfirleitt ekki efni á að leggja neitt til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafnvel minnst á námsmenn og bent á að námlánin hafi líka hækkað upp úr öllu valdi í hruninu.Verðtryggingin næst Þetta er allt rétt. Viðfangsefni stjórnvalda var hins vegar stórt og kosningaloforð Framsóknarflokksins var skýrt. Forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur. Það þýðir með öðrum orðum að verðtryggð fasteignaveðlán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær því ekki til allra lána, hverju nafni sem þau kallast, heldur eru þau skilgreind fyrirfram. Hér komum við aftur að réttlætishugtakinu. Er það réttlæti að skuldaleiðréttingunni skuli vera skipt ójafnt milli landsmanna? Náði forsendubresturinn ekki til allra í einni eða annarri mynd? Svarið er eflaust já, en það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Staða okkar er þessi fimm árum eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjölskyldur á aldrinum 30-39 ára eru í vanskilum með húsnæðislán eða telja greiðslubyrði vera þunga. Í næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49 ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu sporum. Í heild eru um 45 þúsund fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum sínum um hver mánaðamót. Staðan hefur lítið batnað frá hruni og þetta hefur dregið úr einkaneyslu og hagvexti. Við þessu verður að bregðast áður en illa fer. Til þess verður varið allt að 150 milljörðum króna á næstu árum. Skjaldborgin er loks að líta dagsins ljós eftir mögur ár vinstri stjórnarinnar. Það tók núverandi ríkisstjórn aðeins örfáa mánuði að hrinda því í framkvæmd sem fyrri stjórn treysti sér ekki til að gera. Þá má ekki gleyma því að Alþingi á eftir að fjalla um skuldaleiðréttinguna og frumvörp henni tengdri og það er allt eins líklegt að þar komi fram breytingatillögur. Málið er því ekki búið og verkefni stjórnvalda í þágu heimila landsins er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er verðtryggingin.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar