Leitin að réttlætinu Karl Garðarsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Það má kannski segja að með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sé reynt að gera hið ómögulega – að skilgreina réttlæti. Það getur verið vandasamt, því réttlæti eins er óréttlæti annars. Það vantar skilgreiningu á hugtakinu sem allir geta sætt sig við. Þeim, sem fær hámarks leiðréttingu samkvæmt hugmyndum stjórnvalda, finnst réttlætinu fullnægt, sá sem fær minna er kannski á öndverðri skoðun. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt að stefna að eins miklu réttlæti og hægt er. Til þess að ná því verður að setja viðmið sem flestir geta sæst á. Flest heimili landsins, eða um 100 þúsund talsins, munu fá leiðréttingu á þeirri ógnarhækkun sem varð á lánum þeirra í kringum 2008. Það verða þó alltaf hópar sem verða útundan eða fá minni leiðréttingu en fjöldinn. Það hefur verið minnst á eldri borgara sem eru með há lán og geta ekki nýtt sér skattaafslátt viðbótarlífeyrissparnaðar. Það hefur verið minnst á öryrkja og aðra hópa sem eru svo illa staddir að þeir hafa yfirleitt ekki efni á að leggja neitt til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafnvel minnst á námsmenn og bent á að námlánin hafi líka hækkað upp úr öllu valdi í hruninu.Verðtryggingin næst Þetta er allt rétt. Viðfangsefni stjórnvalda var hins vegar stórt og kosningaloforð Framsóknarflokksins var skýrt. Forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur. Það þýðir með öðrum orðum að verðtryggð fasteignaveðlán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær því ekki til allra lána, hverju nafni sem þau kallast, heldur eru þau skilgreind fyrirfram. Hér komum við aftur að réttlætishugtakinu. Er það réttlæti að skuldaleiðréttingunni skuli vera skipt ójafnt milli landsmanna? Náði forsendubresturinn ekki til allra í einni eða annarri mynd? Svarið er eflaust já, en það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Staða okkar er þessi fimm árum eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjölskyldur á aldrinum 30-39 ára eru í vanskilum með húsnæðislán eða telja greiðslubyrði vera þunga. Í næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49 ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu sporum. Í heild eru um 45 þúsund fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum sínum um hver mánaðamót. Staðan hefur lítið batnað frá hruni og þetta hefur dregið úr einkaneyslu og hagvexti. Við þessu verður að bregðast áður en illa fer. Til þess verður varið allt að 150 milljörðum króna á næstu árum. Skjaldborgin er loks að líta dagsins ljós eftir mögur ár vinstri stjórnarinnar. Það tók núverandi ríkisstjórn aðeins örfáa mánuði að hrinda því í framkvæmd sem fyrri stjórn treysti sér ekki til að gera. Þá má ekki gleyma því að Alþingi á eftir að fjalla um skuldaleiðréttinguna og frumvörp henni tengdri og það er allt eins líklegt að þar komi fram breytingatillögur. Málið er því ekki búið og verkefni stjórnvalda í þágu heimila landsins er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er verðtryggingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það má kannski segja að með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sé reynt að gera hið ómögulega – að skilgreina réttlæti. Það getur verið vandasamt, því réttlæti eins er óréttlæti annars. Það vantar skilgreiningu á hugtakinu sem allir geta sætt sig við. Þeim, sem fær hámarks leiðréttingu samkvæmt hugmyndum stjórnvalda, finnst réttlætinu fullnægt, sá sem fær minna er kannski á öndverðri skoðun. Það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er hins vegar sjálfsagt að stefna að eins miklu réttlæti og hægt er. Til þess að ná því verður að setja viðmið sem flestir geta sæst á. Flest heimili landsins, eða um 100 þúsund talsins, munu fá leiðréttingu á þeirri ógnarhækkun sem varð á lánum þeirra í kringum 2008. Það verða þó alltaf hópar sem verða útundan eða fá minni leiðréttingu en fjöldinn. Það hefur verið minnst á eldri borgara sem eru með há lán og geta ekki nýtt sér skattaafslátt viðbótarlífeyrissparnaðar. Það hefur verið minnst á öryrkja og aðra hópa sem eru svo illa staddir að þeir hafa yfirleitt ekki efni á að leggja neitt til hliðar í sparnað. Sumir hafa jafnvel minnst á námsmenn og bent á að námlánin hafi líka hækkað upp úr öllu valdi í hruninu.Verðtryggingin næst Þetta er allt rétt. Viðfangsefni stjórnvalda var hins vegar stórt og kosningaloforð Framsóknarflokksins var skýrt. Forsendubrestur heimilanna skyldi leiðréttur. Það þýðir með öðrum orðum að verðtryggð fasteignaveðlán skulu leiðrétt. Leiðréttingin nær því ekki til allra lána, hverju nafni sem þau kallast, heldur eru þau skilgreind fyrirfram. Hér komum við aftur að réttlætishugtakinu. Er það réttlæti að skuldaleiðréttingunni skuli vera skipt ójafnt milli landsmanna? Náði forsendubresturinn ekki til allra í einni eða annarri mynd? Svarið er eflaust já, en það er einfaldlega ekki hægt að gera allt fyrir alla. Staða okkar er þessi fimm árum eftir fjármálahrun: 14 þúsund fjölskyldur á aldrinum 30-39 ára eru í vanskilum með húsnæðislán eða telja greiðslubyrði vera þunga. Í næsta aldurshópi fyrir ofan 40-49 ára eru 11 þúsund fjölskyldur í sömu sporum. Í heild eru um 45 þúsund fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum sínum um hver mánaðamót. Staðan hefur lítið batnað frá hruni og þetta hefur dregið úr einkaneyslu og hagvexti. Við þessu verður að bregðast áður en illa fer. Til þess verður varið allt að 150 milljörðum króna á næstu árum. Skjaldborgin er loks að líta dagsins ljós eftir mögur ár vinstri stjórnarinnar. Það tók núverandi ríkisstjórn aðeins örfáa mánuði að hrinda því í framkvæmd sem fyrri stjórn treysti sér ekki til að gera. Þá má ekki gleyma því að Alþingi á eftir að fjalla um skuldaleiðréttinguna og frumvörp henni tengdri og það er allt eins líklegt að þar komi fram breytingatillögur. Málið er því ekki búið og verkefni stjórnvalda í þágu heimila landsins er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er verðtryggingin.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar