Íslensk hönnun, handverk og föndur? Halla Helgadóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skilgreining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna framleiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvörum. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðssetur vörur undir nafni ákveðinna hönnuða) en stundum er varan einungis markaðssett undir nafni fyrirtækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðnmenntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinnur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Handverkið sjálft er aðalatriði og aðferðin og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftirliti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleiðendur hannaðrar gæðavöru og matvæla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðssetja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Framleiðslugeta á Íslandi er afar takmörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en framleiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Market, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um notkun þjóðfána Íslendinga á íslenskum vörum. Í frumvarpinu er hönnun, handverki og jafnvel föndri ruglað saman eins og er nokkuð algengt hér á landi. Íslensk hönnunarvara er í frumvarpinu skilgreind sem vara hönnuð og framleidd á Íslandi. Það er ekki rétt skilgreining. Verði fumvarpið samþykkt óbreytt mun það koma í veg fyrir að flest fyrirtæki sem raunverulega selja og framleiða íslenska hönnunarvöru geti notað fánann á sínar vörur. Hönnunarvara Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. Í einhverjum tilfellum framleiða hönnuðir sjálfir sínar vörur en ástæðan er oftast sú að það er mjög erfitt að finna framleiðendur hér á Íslandi. Markmið hönnuða er yfirleitt nýsköpun, að búa til nýja hluti, finna nýjar lausnir eða leiðir sem ekki hafa verið farnar áður. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á hönnunarvörum. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett sem vara eftir viðkomandi hönnuð (s.b. IKEA sem markaðssetur vörur undir nafni ákveðinna hönnuða) en stundum er varan einungis markaðssett undir nafni fyrirtækisins. Margir hönnuðir ráða sig til starfa hjá fyrirtækjum og hanna vörur eða sérhæfða þjónustu sem seld er undir nafni fyrirtækjanna s.b. íslensku fyrirtækin Össur, 66North og Cintamani. Handverk Handverk er unnið af list- og iðnmenntuðu handverksfólki og fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnu handverki. Handverksfólk vinnur yfirleitt eitt að sínum verkum og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Handverkið sjálft er aðalatriði og aðferðin og efnið hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Sumt handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Föndur Föndur er það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur gert athugasemd fyrir hönd íslenskra hönnuða og fyrirtækja á því sviði varðandi skilgreiningu á íslenskri hönnun í frumvarpinu. Einnig er gerð athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir gæðaeftirliti vegna notkunar fánans á vörur. Miklar líkur eru á því að fáninn verði settur á vörur sem eru mjög misjafnar að gæðum. Það getur leitt til þess að hann verði ekki talinn eftirsóknarvert tákn og framleiðendur hannaðrar gæðavöru og matvæla muni alls ekki vilja nýta hann sér og vörum sínum til framdráttar. Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja á sviði hönnunar, íslensk fyrirtæki sem eru stolt af því að markaðssetja sig sem slík og bera þannig hróður Íslands víða um lönd. Framleiðslugeta á Íslandi er afar takmörkuð þannig að flest fyrirtæki á þessu sviði verða að leita út fyrir landsteinana eftir framleiðendum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Verði frumvarpið samþykkt í óbreyttri mynd mættu okkar helstu fyrirtæki á sviði hönnunar ekki nýta fánann á vörur sínar. Þar skiptir íslenskt hráefni ekki máli en framleiðslan öllu. Þetta eru fyrirtæki eins og STEiNUNN, Farmers Market, 66North, Geysir, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Ígló&Indí, ELLA, JÖR, Færið, Bility og mörg fleiri. Föndrari sem býr til dúkkur úr innfluttum perlum eftir fyrirmynd úr blaði gæti aftur á móti hengt íslenska fánann á þær og selt. Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun