Öryrkjar og jólin – Velsæld eða ójöfnuður Valgeir Matthías Pálsson skrifar 12. desember 2013 00:00 Margir öryrkjar eiga um sárt að binda nú þegar líður að einni helgustu hátíð kristinna manna, þ.e. jólum. Margir eiga ekki í sig og á og í raun er ástandið þannig að margir svelta þegar líður á hvern einasta mánuð ársins vegna þess að bætur almannatrygginga duga ekki til framfærslu og venjulegra útgjalda, sem fylgir því að vera manneskja og lifa með reisn. Neysluviðmið hinna ýmsu aðila hér á Íslandi eru kolröng. Þau eru ekki í neinum takti við raunveruleikann sem við öryrkjum blasir í hinu daglega lífi. Neysluviðmiðin eru illa unnin og í þau vantar ýmsa útgjaldaliði sem taka sinn skerf af mánaðarlegri neyslu. Margir öryrkjar þjást vegna þess að þeir geta ekki leyst út lífsnauðsynleg lyf sín. Margir þurfa að velja um það hvort þeir leysa út lyf sín eða borða. Það er slæmt vegna þess að þetta hvort tveggja er jú lífsnauðsynlegur hluti þess að lifa og fúnkera rétt í samfélaginu. Hjálparstofnanir hafa ekki við að afgreiða umsóknir frá illa stöddu fólki sem er í svo mikilli neyð oft á tíðum að það hálfa væri miklu meira en nóg. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands taka við umsóknum um jólaaðstoð frá fólki sem kýs að leita aðstoðar en á einhverjum þessara staða er búið að loka fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Ég get fullyrt það að ástandið og fátæktin hefur aldrei verið jafn mikil og nú á árinu 2013! Það er skelfilegt að horfa upp á þetta ástand. Við Íslendingar eru rúmlega 320.000 talsins. Hvernig má það vera að hér á landi svelti fólk og eigi ekki fyrir nauðsynjum?Mikil örvænting Margt fólk er í mikilli örvæntingu og þetta sama fólk íhugar oft á tíðum sjálfsvíg vegna þess að það sér enga aðra leið færa út úr vandanum. Það getur verið sárt að geta ekki gefið sínum nánustu gjafir eða glatt aðra á hátíðum eins og jólum. Ég hef sjálfur reynt sjálfsvíg vegna þess að ég hef ekki séð neinar færar leiðir til lausnar á mínum vanda. Síðast reyndi ég sjálfsvíg rétt fyrir jólin 2011, en þá sá ég enga aðra leið færa. Mér fannst tilveran einskis virði og fjárhagurinn var í molum. Mér finnst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti að bæta öryrkjum upp þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum og árum. Það er ekki réttlætanlegt að við sem þjóðfélagshópur í þessu landi séum skilin eftir þegar kemur að kjaraleiðréttingu og bættum kjörum. Besta jólagjöf mín og hvers öryrkja á Íslandi í dag frá ráðamönnum Íslands væri auðvitað sú að bætur myndu hækka allverulega. Þá gætum við svo mörg átt miklu betra líf en við eigum í dag. Margir öryrkjar eru á strípuðum bótum og hafa ekkert annað en bætur frá Tryggingastofnun. Hafa ekki lífeyrissjóði að hlaupa í eða neitt það annað sem gæti komið til hjálpar. Hjálpum Þeim var gott lag sem sungið var fyrir sveltandi börn úti í hinum stóra heimi á sínum tíma. Af hverju getur ríkisstjórn Íslands rétt þessum börnum hjálparhönd en svelt þess í stað íslenska þegna sem svo oft eru kallaðir öryrkjar og lifa á Íslandi. Ísland er ríkt land, en samt sveltur hér fólk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Margir öryrkjar eiga um sárt að binda nú þegar líður að einni helgustu hátíð kristinna manna, þ.e. jólum. Margir eiga ekki í sig og á og í raun er ástandið þannig að margir svelta þegar líður á hvern einasta mánuð ársins vegna þess að bætur almannatrygginga duga ekki til framfærslu og venjulegra útgjalda, sem fylgir því að vera manneskja og lifa með reisn. Neysluviðmið hinna ýmsu aðila hér á Íslandi eru kolröng. Þau eru ekki í neinum takti við raunveruleikann sem við öryrkjum blasir í hinu daglega lífi. Neysluviðmiðin eru illa unnin og í þau vantar ýmsa útgjaldaliði sem taka sinn skerf af mánaðarlegri neyslu. Margir öryrkjar þjást vegna þess að þeir geta ekki leyst út lífsnauðsynleg lyf sín. Margir þurfa að velja um það hvort þeir leysa út lyf sín eða borða. Það er slæmt vegna þess að þetta hvort tveggja er jú lífsnauðsynlegur hluti þess að lifa og fúnkera rétt í samfélaginu. Hjálparstofnanir hafa ekki við að afgreiða umsóknir frá illa stöddu fólki sem er í svo mikilli neyð oft á tíðum að það hálfa væri miklu meira en nóg. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands taka við umsóknum um jólaaðstoð frá fólki sem kýs að leita aðstoðar en á einhverjum þessara staða er búið að loka fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Ég get fullyrt það að ástandið og fátæktin hefur aldrei verið jafn mikil og nú á árinu 2013! Það er skelfilegt að horfa upp á þetta ástand. Við Íslendingar eru rúmlega 320.000 talsins. Hvernig má það vera að hér á landi svelti fólk og eigi ekki fyrir nauðsynjum?Mikil örvænting Margt fólk er í mikilli örvæntingu og þetta sama fólk íhugar oft á tíðum sjálfsvíg vegna þess að það sér enga aðra leið færa út úr vandanum. Það getur verið sárt að geta ekki gefið sínum nánustu gjafir eða glatt aðra á hátíðum eins og jólum. Ég hef sjálfur reynt sjálfsvíg vegna þess að ég hef ekki séð neinar færar leiðir til lausnar á mínum vanda. Síðast reyndi ég sjálfsvíg rétt fyrir jólin 2011, en þá sá ég enga aðra leið færa. Mér fannst tilveran einskis virði og fjárhagurinn var í molum. Mér finnst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti að bæta öryrkjum upp þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum og árum. Það er ekki réttlætanlegt að við sem þjóðfélagshópur í þessu landi séum skilin eftir þegar kemur að kjaraleiðréttingu og bættum kjörum. Besta jólagjöf mín og hvers öryrkja á Íslandi í dag frá ráðamönnum Íslands væri auðvitað sú að bætur myndu hækka allverulega. Þá gætum við svo mörg átt miklu betra líf en við eigum í dag. Margir öryrkjar eru á strípuðum bótum og hafa ekkert annað en bætur frá Tryggingastofnun. Hafa ekki lífeyrissjóði að hlaupa í eða neitt það annað sem gæti komið til hjálpar. Hjálpum Þeim var gott lag sem sungið var fyrir sveltandi börn úti í hinum stóra heimi á sínum tíma. Af hverju getur ríkisstjórn Íslands rétt þessum börnum hjálparhönd en svelt þess í stað íslenska þegna sem svo oft eru kallaðir öryrkjar og lifa á Íslandi. Ísland er ríkt land, en samt sveltur hér fólk!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar