Öryrkjar og jólin – Velsæld eða ójöfnuður Valgeir Matthías Pálsson skrifar 12. desember 2013 00:00 Margir öryrkjar eiga um sárt að binda nú þegar líður að einni helgustu hátíð kristinna manna, þ.e. jólum. Margir eiga ekki í sig og á og í raun er ástandið þannig að margir svelta þegar líður á hvern einasta mánuð ársins vegna þess að bætur almannatrygginga duga ekki til framfærslu og venjulegra útgjalda, sem fylgir því að vera manneskja og lifa með reisn. Neysluviðmið hinna ýmsu aðila hér á Íslandi eru kolröng. Þau eru ekki í neinum takti við raunveruleikann sem við öryrkjum blasir í hinu daglega lífi. Neysluviðmiðin eru illa unnin og í þau vantar ýmsa útgjaldaliði sem taka sinn skerf af mánaðarlegri neyslu. Margir öryrkjar þjást vegna þess að þeir geta ekki leyst út lífsnauðsynleg lyf sín. Margir þurfa að velja um það hvort þeir leysa út lyf sín eða borða. Það er slæmt vegna þess að þetta hvort tveggja er jú lífsnauðsynlegur hluti þess að lifa og fúnkera rétt í samfélaginu. Hjálparstofnanir hafa ekki við að afgreiða umsóknir frá illa stöddu fólki sem er í svo mikilli neyð oft á tíðum að það hálfa væri miklu meira en nóg. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands taka við umsóknum um jólaaðstoð frá fólki sem kýs að leita aðstoðar en á einhverjum þessara staða er búið að loka fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Ég get fullyrt það að ástandið og fátæktin hefur aldrei verið jafn mikil og nú á árinu 2013! Það er skelfilegt að horfa upp á þetta ástand. Við Íslendingar eru rúmlega 320.000 talsins. Hvernig má það vera að hér á landi svelti fólk og eigi ekki fyrir nauðsynjum?Mikil örvænting Margt fólk er í mikilli örvæntingu og þetta sama fólk íhugar oft á tíðum sjálfsvíg vegna þess að það sér enga aðra leið færa út úr vandanum. Það getur verið sárt að geta ekki gefið sínum nánustu gjafir eða glatt aðra á hátíðum eins og jólum. Ég hef sjálfur reynt sjálfsvíg vegna þess að ég hef ekki séð neinar færar leiðir til lausnar á mínum vanda. Síðast reyndi ég sjálfsvíg rétt fyrir jólin 2011, en þá sá ég enga aðra leið færa. Mér fannst tilveran einskis virði og fjárhagurinn var í molum. Mér finnst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti að bæta öryrkjum upp þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum og árum. Það er ekki réttlætanlegt að við sem þjóðfélagshópur í þessu landi séum skilin eftir þegar kemur að kjaraleiðréttingu og bættum kjörum. Besta jólagjöf mín og hvers öryrkja á Íslandi í dag frá ráðamönnum Íslands væri auðvitað sú að bætur myndu hækka allverulega. Þá gætum við svo mörg átt miklu betra líf en við eigum í dag. Margir öryrkjar eru á strípuðum bótum og hafa ekkert annað en bætur frá Tryggingastofnun. Hafa ekki lífeyrissjóði að hlaupa í eða neitt það annað sem gæti komið til hjálpar. Hjálpum Þeim var gott lag sem sungið var fyrir sveltandi börn úti í hinum stóra heimi á sínum tíma. Af hverju getur ríkisstjórn Íslands rétt þessum börnum hjálparhönd en svelt þess í stað íslenska þegna sem svo oft eru kallaðir öryrkjar og lifa á Íslandi. Ísland er ríkt land, en samt sveltur hér fólk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Margir öryrkjar eiga um sárt að binda nú þegar líður að einni helgustu hátíð kristinna manna, þ.e. jólum. Margir eiga ekki í sig og á og í raun er ástandið þannig að margir svelta þegar líður á hvern einasta mánuð ársins vegna þess að bætur almannatrygginga duga ekki til framfærslu og venjulegra útgjalda, sem fylgir því að vera manneskja og lifa með reisn. Neysluviðmið hinna ýmsu aðila hér á Íslandi eru kolröng. Þau eru ekki í neinum takti við raunveruleikann sem við öryrkjum blasir í hinu daglega lífi. Neysluviðmiðin eru illa unnin og í þau vantar ýmsa útgjaldaliði sem taka sinn skerf af mánaðarlegri neyslu. Margir öryrkjar þjást vegna þess að þeir geta ekki leyst út lífsnauðsynleg lyf sín. Margir þurfa að velja um það hvort þeir leysa út lyf sín eða borða. Það er slæmt vegna þess að þetta hvort tveggja er jú lífsnauðsynlegur hluti þess að lifa og fúnkera rétt í samfélaginu. Hjálparstofnanir hafa ekki við að afgreiða umsóknir frá illa stöddu fólki sem er í svo mikilli neyð oft á tíðum að það hálfa væri miklu meira en nóg. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands taka við umsóknum um jólaaðstoð frá fólki sem kýs að leita aðstoðar en á einhverjum þessara staða er búið að loka fyrir umsóknir um jólaaðstoð. Ég get fullyrt það að ástandið og fátæktin hefur aldrei verið jafn mikil og nú á árinu 2013! Það er skelfilegt að horfa upp á þetta ástand. Við Íslendingar eru rúmlega 320.000 talsins. Hvernig má það vera að hér á landi svelti fólk og eigi ekki fyrir nauðsynjum?Mikil örvænting Margt fólk er í mikilli örvæntingu og þetta sama fólk íhugar oft á tíðum sjálfsvíg vegna þess að það sér enga aðra leið færa út úr vandanum. Það getur verið sárt að geta ekki gefið sínum nánustu gjafir eða glatt aðra á hátíðum eins og jólum. Ég hef sjálfur reynt sjálfsvíg vegna þess að ég hef ekki séð neinar færar leiðir til lausnar á mínum vanda. Síðast reyndi ég sjálfsvíg rétt fyrir jólin 2011, en þá sá ég enga aðra leið færa. Mér fannst tilveran einskis virði og fjárhagurinn var í molum. Mér finnst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti að bæta öryrkjum upp þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum og árum. Það er ekki réttlætanlegt að við sem þjóðfélagshópur í þessu landi séum skilin eftir þegar kemur að kjaraleiðréttingu og bættum kjörum. Besta jólagjöf mín og hvers öryrkja á Íslandi í dag frá ráðamönnum Íslands væri auðvitað sú að bætur myndu hækka allverulega. Þá gætum við svo mörg átt miklu betra líf en við eigum í dag. Margir öryrkjar eru á strípuðum bótum og hafa ekkert annað en bætur frá Tryggingastofnun. Hafa ekki lífeyrissjóði að hlaupa í eða neitt það annað sem gæti komið til hjálpar. Hjálpum Þeim var gott lag sem sungið var fyrir sveltandi börn úti í hinum stóra heimi á sínum tíma. Af hverju getur ríkisstjórn Íslands rétt þessum börnum hjálparhönd en svelt þess í stað íslenska þegna sem svo oft eru kallaðir öryrkjar og lifa á Íslandi. Ísland er ríkt land, en samt sveltur hér fólk!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar