Félagsleg fjárfesting gegn fátækt Björk Vilhelmsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Undanfarið hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið verið með umfjöllun og slegið upp fyrirsögnum á forsíðum þar sem það er tíundað hversu mikið fé fer í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það er rétt. Það fer meira og meira af skattfé borgaranna í fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki geta framfleytt sér og sínum vegna atvinnuleysis og sjúkdóma sem ekki leiða til örorku. En í allri umræðunni er aldrei talað um það hvaða upphæð hver og einn þarf að lifa á.Hámarksbætur Í Reykjavík, þar sem fjárhagsaðstoðin er hæst, eru hámarksbætur á mánuði fyrir þá sem reka eigið heimili og eru með þinglýstan húsaleigusamning 163.635 kr. Fólk fær útborgað 151.051 kr. þar sem það greiðir í skatt 12.584 kr. þrátt fyrir fullan persónuafslátt. Hjón sem reka heimili fá að hámarki 245.453 kr. og fá sama útborgað þar sem þau nýta tvö skattkort. Einstaklingur sem býr með öðrum og/eða er ekki með þinglýstan húsaleigusamning fær 137.871 kr. þar af útborgað 134.903 kr. Þeir sem búa hjá foreldrum fá til framfærslu á mánuði 81.818 kr. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð má fólk ekki eiga innistæður í banka eða aðrar eignir fyrir utan íbúð og bíl til eigin umráða. Upphæðir þessar munu hækka um 3,4% um áramótin. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ætlað samkvæmt lögum að vera neyðaraðstoð í skamman tíma, en hefur eftir efnahagshrunið orðið langtímaframfærsla hjá sífellt fleirum. Þetta eru lágar fjárhæðir, um það getum við flest verið sammála. Bið ég aðra (en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa talað um vinnuletjandi bætur í Reykjavík) sem finnst þessar upphæðir of háar að henda fyrsta steininum.Virkni og stuðningur Til að sporna gegn fátækt þarf að fjárfesta í félagslegum lausnum sem koma fólki úr fátækragildrum samfélagsins. Í ríkjum Evrópu er viðurkennt að félagsleg fjárfesting borgi sig – því samfélag ójöfnuðar þar sem hópar fólks eru skildir eftir – er samfélag upplausnar og sundurleysis sem felur í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Áherslur velferðarráðs Reykjavíkurborgar verða á næsta ári, líkt og undanfarin ár, að bjóða upp á atvinnu, nám og/eða meðferð í stað bóta. Í öllum tilfellum viljum við að fólk sé virkt og festist ekki í aðgerðaleysi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Við viljum fækka fólki á fjárhagsaðstoð, til að fjölga þeim borgarbúum sem hafa betri tekjur en lágmarksframfærslu og hafa betra líf vegna aukinna tekna og virkni.Beinn hagur Samfélagið hefur einnig beinan fjárhagslegan hag af þessum aðgerðum, eins og sýnt hefur verið fram á með Atvinnutorgi, Liðstyrk, Nám er vinnandi vegur og Vinnandi vegur sem hafa verið samstarfsverkefni okkar og Vinnumálastofnunar. Sem samfélag megum ekki láta það gerast að að fjárlög ríkisins skeri verulega niður í þessum úrræðum sem skilað hafa stórkostlegum árangri fyrir fólk og samfélag. Það er raunin nú og hvet ég þingmenn til að gera breytingar þegar kemur að alvörufjárfestingu í vinnu og námi. Þar sem jöfnuður og velferð ríkir líður fólki betur á öllum stigum samfélagsins. Það borgar sig því að beita félagslegum fjárfestingum í fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið verið með umfjöllun og slegið upp fyrirsögnum á forsíðum þar sem það er tíundað hversu mikið fé fer í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það er rétt. Það fer meira og meira af skattfé borgaranna í fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki geta framfleytt sér og sínum vegna atvinnuleysis og sjúkdóma sem ekki leiða til örorku. En í allri umræðunni er aldrei talað um það hvaða upphæð hver og einn þarf að lifa á.Hámarksbætur Í Reykjavík, þar sem fjárhagsaðstoðin er hæst, eru hámarksbætur á mánuði fyrir þá sem reka eigið heimili og eru með þinglýstan húsaleigusamning 163.635 kr. Fólk fær útborgað 151.051 kr. þar sem það greiðir í skatt 12.584 kr. þrátt fyrir fullan persónuafslátt. Hjón sem reka heimili fá að hámarki 245.453 kr. og fá sama útborgað þar sem þau nýta tvö skattkort. Einstaklingur sem býr með öðrum og/eða er ekki með þinglýstan húsaleigusamning fær 137.871 kr. þar af útborgað 134.903 kr. Þeir sem búa hjá foreldrum fá til framfærslu á mánuði 81.818 kr. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð má fólk ekki eiga innistæður í banka eða aðrar eignir fyrir utan íbúð og bíl til eigin umráða. Upphæðir þessar munu hækka um 3,4% um áramótin. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ætlað samkvæmt lögum að vera neyðaraðstoð í skamman tíma, en hefur eftir efnahagshrunið orðið langtímaframfærsla hjá sífellt fleirum. Þetta eru lágar fjárhæðir, um það getum við flest verið sammála. Bið ég aðra (en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa talað um vinnuletjandi bætur í Reykjavík) sem finnst þessar upphæðir of háar að henda fyrsta steininum.Virkni og stuðningur Til að sporna gegn fátækt þarf að fjárfesta í félagslegum lausnum sem koma fólki úr fátækragildrum samfélagsins. Í ríkjum Evrópu er viðurkennt að félagsleg fjárfesting borgi sig – því samfélag ójöfnuðar þar sem hópar fólks eru skildir eftir – er samfélag upplausnar og sundurleysis sem felur í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Áherslur velferðarráðs Reykjavíkurborgar verða á næsta ári, líkt og undanfarin ár, að bjóða upp á atvinnu, nám og/eða meðferð í stað bóta. Í öllum tilfellum viljum við að fólk sé virkt og festist ekki í aðgerðaleysi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Við viljum fækka fólki á fjárhagsaðstoð, til að fjölga þeim borgarbúum sem hafa betri tekjur en lágmarksframfærslu og hafa betra líf vegna aukinna tekna og virkni.Beinn hagur Samfélagið hefur einnig beinan fjárhagslegan hag af þessum aðgerðum, eins og sýnt hefur verið fram á með Atvinnutorgi, Liðstyrk, Nám er vinnandi vegur og Vinnandi vegur sem hafa verið samstarfsverkefni okkar og Vinnumálastofnunar. Sem samfélag megum ekki láta það gerast að að fjárlög ríkisins skeri verulega niður í þessum úrræðum sem skilað hafa stórkostlegum árangri fyrir fólk og samfélag. Það er raunin nú og hvet ég þingmenn til að gera breytingar þegar kemur að alvörufjárfestingu í vinnu og námi. Þar sem jöfnuður og velferð ríkir líður fólki betur á öllum stigum samfélagsins. Það borgar sig því að beita félagslegum fjárfestingum í fólki.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar