Félagsleg fjárfesting gegn fátækt Björk Vilhelmsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Undanfarið hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið verið með umfjöllun og slegið upp fyrirsögnum á forsíðum þar sem það er tíundað hversu mikið fé fer í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það er rétt. Það fer meira og meira af skattfé borgaranna í fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki geta framfleytt sér og sínum vegna atvinnuleysis og sjúkdóma sem ekki leiða til örorku. En í allri umræðunni er aldrei talað um það hvaða upphæð hver og einn þarf að lifa á.Hámarksbætur Í Reykjavík, þar sem fjárhagsaðstoðin er hæst, eru hámarksbætur á mánuði fyrir þá sem reka eigið heimili og eru með þinglýstan húsaleigusamning 163.635 kr. Fólk fær útborgað 151.051 kr. þar sem það greiðir í skatt 12.584 kr. þrátt fyrir fullan persónuafslátt. Hjón sem reka heimili fá að hámarki 245.453 kr. og fá sama útborgað þar sem þau nýta tvö skattkort. Einstaklingur sem býr með öðrum og/eða er ekki með þinglýstan húsaleigusamning fær 137.871 kr. þar af útborgað 134.903 kr. Þeir sem búa hjá foreldrum fá til framfærslu á mánuði 81.818 kr. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð má fólk ekki eiga innistæður í banka eða aðrar eignir fyrir utan íbúð og bíl til eigin umráða. Upphæðir þessar munu hækka um 3,4% um áramótin. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ætlað samkvæmt lögum að vera neyðaraðstoð í skamman tíma, en hefur eftir efnahagshrunið orðið langtímaframfærsla hjá sífellt fleirum. Þetta eru lágar fjárhæðir, um það getum við flest verið sammála. Bið ég aðra (en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa talað um vinnuletjandi bætur í Reykjavík) sem finnst þessar upphæðir of háar að henda fyrsta steininum.Virkni og stuðningur Til að sporna gegn fátækt þarf að fjárfesta í félagslegum lausnum sem koma fólki úr fátækragildrum samfélagsins. Í ríkjum Evrópu er viðurkennt að félagsleg fjárfesting borgi sig – því samfélag ójöfnuðar þar sem hópar fólks eru skildir eftir – er samfélag upplausnar og sundurleysis sem felur í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Áherslur velferðarráðs Reykjavíkurborgar verða á næsta ári, líkt og undanfarin ár, að bjóða upp á atvinnu, nám og/eða meðferð í stað bóta. Í öllum tilfellum viljum við að fólk sé virkt og festist ekki í aðgerðaleysi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Við viljum fækka fólki á fjárhagsaðstoð, til að fjölga þeim borgarbúum sem hafa betri tekjur en lágmarksframfærslu og hafa betra líf vegna aukinna tekna og virkni.Beinn hagur Samfélagið hefur einnig beinan fjárhagslegan hag af þessum aðgerðum, eins og sýnt hefur verið fram á með Atvinnutorgi, Liðstyrk, Nám er vinnandi vegur og Vinnandi vegur sem hafa verið samstarfsverkefni okkar og Vinnumálastofnunar. Sem samfélag megum ekki láta það gerast að að fjárlög ríkisins skeri verulega niður í þessum úrræðum sem skilað hafa stórkostlegum árangri fyrir fólk og samfélag. Það er raunin nú og hvet ég þingmenn til að gera breytingar þegar kemur að alvörufjárfestingu í vinnu og námi. Þar sem jöfnuður og velferð ríkir líður fólki betur á öllum stigum samfélagsins. Það borgar sig því að beita félagslegum fjárfestingum í fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið verið með umfjöllun og slegið upp fyrirsögnum á forsíðum þar sem það er tíundað hversu mikið fé fer í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það er rétt. Það fer meira og meira af skattfé borgaranna í fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki geta framfleytt sér og sínum vegna atvinnuleysis og sjúkdóma sem ekki leiða til örorku. En í allri umræðunni er aldrei talað um það hvaða upphæð hver og einn þarf að lifa á.Hámarksbætur Í Reykjavík, þar sem fjárhagsaðstoðin er hæst, eru hámarksbætur á mánuði fyrir þá sem reka eigið heimili og eru með þinglýstan húsaleigusamning 163.635 kr. Fólk fær útborgað 151.051 kr. þar sem það greiðir í skatt 12.584 kr. þrátt fyrir fullan persónuafslátt. Hjón sem reka heimili fá að hámarki 245.453 kr. og fá sama útborgað þar sem þau nýta tvö skattkort. Einstaklingur sem býr með öðrum og/eða er ekki með þinglýstan húsaleigusamning fær 137.871 kr. þar af útborgað 134.903 kr. Þeir sem búa hjá foreldrum fá til framfærslu á mánuði 81.818 kr. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð má fólk ekki eiga innistæður í banka eða aðrar eignir fyrir utan íbúð og bíl til eigin umráða. Upphæðir þessar munu hækka um 3,4% um áramótin. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ætlað samkvæmt lögum að vera neyðaraðstoð í skamman tíma, en hefur eftir efnahagshrunið orðið langtímaframfærsla hjá sífellt fleirum. Þetta eru lágar fjárhæðir, um það getum við flest verið sammála. Bið ég aðra (en fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa talað um vinnuletjandi bætur í Reykjavík) sem finnst þessar upphæðir of háar að henda fyrsta steininum.Virkni og stuðningur Til að sporna gegn fátækt þarf að fjárfesta í félagslegum lausnum sem koma fólki úr fátækragildrum samfélagsins. Í ríkjum Evrópu er viðurkennt að félagsleg fjárfesting borgi sig – því samfélag ójöfnuðar þar sem hópar fólks eru skildir eftir – er samfélag upplausnar og sundurleysis sem felur í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Áherslur velferðarráðs Reykjavíkurborgar verða á næsta ári, líkt og undanfarin ár, að bjóða upp á atvinnu, nám og/eða meðferð í stað bóta. Í öllum tilfellum viljum við að fólk sé virkt og festist ekki í aðgerðaleysi sem leiðir til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Við viljum fækka fólki á fjárhagsaðstoð, til að fjölga þeim borgarbúum sem hafa betri tekjur en lágmarksframfærslu og hafa betra líf vegna aukinna tekna og virkni.Beinn hagur Samfélagið hefur einnig beinan fjárhagslegan hag af þessum aðgerðum, eins og sýnt hefur verið fram á með Atvinnutorgi, Liðstyrk, Nám er vinnandi vegur og Vinnandi vegur sem hafa verið samstarfsverkefni okkar og Vinnumálastofnunar. Sem samfélag megum ekki láta það gerast að að fjárlög ríkisins skeri verulega niður í þessum úrræðum sem skilað hafa stórkostlegum árangri fyrir fólk og samfélag. Það er raunin nú og hvet ég þingmenn til að gera breytingar þegar kemur að alvörufjárfestingu í vinnu og námi. Þar sem jöfnuður og velferð ríkir líður fólki betur á öllum stigum samfélagsins. Það borgar sig því að beita félagslegum fjárfestingum í fólki.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar