Skortur á sæmdartilfinningu? Jón Kalman Stefánsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf?
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar