Skortur á sæmdartilfinningu? Jón Kalman Stefánsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni; Bjarni Benediktsson vill skerða framlög til þróunarmála, stórlega, og sækja þangað fjármuni í heilbrigðiskerfið. Samt höfum við Íslendingar aldrei, jafnvel ekki í mestu góðærum, staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um framlög til þróunarmála. Ekki nóg með það; við höfum ævinlega verið í hópi þeirra sem verja hlutfallslega hvað minnstum fjármunum í þennan málaflokk. Og þrátt fyrir það eigum við hugsanlega heimsmet í kaupum á dýrum rafmagnstækjum; tveir af hverjum þremur Íslendingum eiga til dæmis snjallsíma. Í Mósambik, einu þeirra landa sem við höfum aðstoðað, deyja rúmlega 100 af hverjum þúsund börnum fyrir eins árs aldur. Hér á Íslandi fæðast um 4.500 börn á ári – ef við ættum við sama harm að etja og fólkið í Mósambik, þá létust á hverju ári rúmlega 450 íslensk börn áður en þau næðu 12 mánaða aldri. Það er eins og samanlagður íbúafjöldi Búðardals og Raufarhafnar myndi þurrkast út. Á einu ári. Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn? Og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum? Og samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum? Það vantar vissulega fjármuni í heilbrigðiskerfið, sárlega svo, og ákvörðun hans væri skiljanleg ef þjóðfélaginu væri að blæða út; hungurdauði, borgarastyrjöld, sár fátækt, svimandi atvinnuleysi – en svo er ekki. Við eigum vissulega við vandamál að etja, en vandamál Íra eru til að mynda engu minni, þau eru að líkindum talsvert stærri, og samt leggja Írar hlutfallslega langtum meira til þróunarmála en við. Erum við þá kaldlyndari, sjálfhverfari þjóð?Ekkert réttlætir Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði. Eða afsakað. Hæpið að útskýra með vanþekkingu, allar upplýsingar um sára neyð þjóðanna liggja fyrir, tölur um barnadauða, of lítið læsi, litla möguleika til menntunar, vont aðgengi að hreinu vatni. Bjarna og hans fólki hefði verið í lófa lagið að sækja fjármuni fyrir heilbrigðiskerfið annað, stærstu sjávarútvegsfyrirtækin skila til dæmis geysilegum hagnaði; samt var það alfyrsta verk þessarar stjórnar að kippa til baka hugmyndum um veiðigjaldið. Flýttu sér svo mikið í því máli að það var eins og sjávarútvegurinn væri í stórri hættu. Og hagfræðingar á borð við Jón Steinsson hafa bent á, að ef réttlætissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við leigu á makrílkvóta, þá liggi miklar fjárhæðir þar. Svo miklar að það væri bæði hægt að hækka framlög til heilbrigðiskerfisins og þróunarmála! Við Bjarni Benediktsson munum seint verða sammála í þjóðfélagsmálum, en eitt hljótum við að geta sameinast um, og það er löngunin til að sýna góðmennsku. Löngunin að gera heiminn að betri stað. Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu. Margir þingmenn stjórnarflokkanna eru ungir, og þeir eiga ung börn. Geta þeir samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra að eignast mannsæmandi líf?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar