"Fólk er fífl“ Haukur R. Hauksson skrifar 11. desember 2013 06:00 Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar