"Fólk er fífl“ Haukur R. Hauksson skrifar 11. desember 2013 06:00 Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þessi fullyrðing sem sett var fram af ágætismanni fyrir nokkrum árum rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsing frá Samtökum atvinnulífsins birtist okkur nú á skjánum dag eftir dag. Áskorun til hins almenna launþega. Ekki gera neinar launakröfur, allavega ekki yfir 2%, og þá mun allt batna eftir nokkur ár. Tveir forustumenn SA, þeir Þorsteinn Víglundsson og Björgólfur Jóhannsson, skrifuðu sína greinina hvor í fréttablöðin nú fyrir skömmu. Starfsgreinasambandið hafði fram kröfugerð þar sem farið var fram á að lægstu laun hækkuðu um 20.000 krónur á samningstímanum svo þau skriðu upp í 210.000 krónur. „Ekki grundvöllur til viðræðna“ var þá yfirskrift svargreinar Þorsteins. „Þetta mundi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ sagði Þorsteinn. Hann talar einnig um launaþróun í öðrum löndum þar sem samið sé um hálft til tvö prósent á ári. Það er trúlega rétt, en ofan á hvaða laun? Almenn laun allt í kring um okkur eru yfirleitt helmingi hærri og þar yfir. Grein Björgólfs Jóhannssonar ber yfirskriftina „Við eigum val“. Þar leggur Björgólfur áherzlu á „að stilla saman strengi og væntingar allra aðila“. Einnig: „við eigum aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd.“ Greinin endar svo á þeim orðum að „samtökin (SA) telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val“. Í beinu framhaldi af þessum hvatningarorðum um hófsemd kom svo auglýsingin fræga frá SA sem birtist okkur nú daglega.Tala niður til fólks Í Verzló hér á árum áður var okkur kennt að ef við keyptum brauðið af bakaranum, í stað þess að baka það sjálf, gæti bakarinn farið með bílinn sinn á verkstæði og þá gæti bifvélavirkinn haldið áfram að byggja húsið sitt. Þannig fær maður hjól atvinnulífsins til að snúast sagði kennarinn okkar með áherslu. En til þess þarf fólk að hafa tekjur! Það sem fór virkilega fyrir brjóstið á mér er framsetningin hjá þeim félögum. Við hvaða hóp eru þeir að tala? Eru þeir að tala til hópsins sem fékk kr. 150 þ. til 250 þ. „leiðréttingu“ mánaðarlegra launa sinna og það afturvirkt um nokkur ár? Eða er verið að tala til hópsins sem nær engan veginn endum saman og fjölskyldnanna sem flosna upp vegna álags tengdum lágum launum? Að ávarpa hinn almenna launþega með þessu yfirlæti er fram kom í ofangreindum greinum kallast ekkert annað en að tala niður til fólks. Það er ekki fallega gert hjá þeim hópi manna sem sjálfir taka sér margfaldar tekjur hins almenna launamanns að koma því inn hjá fólki að þjóðfélagið fari á hliðina ef það geri kröfur til eðlilegrar afkomu. Þeir sjálfir þurfa yfirleitt ekki að fara í verkfall til þess að ná sínu fram, hvað þá að þeir líti á það sem orsök verðbólgu eða annarrar óáranar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar