Að "hjallast“ úr sama farinu Frosti Ólafsson skrifar 7. desember 2013 06:00 Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könnun OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróunar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskólanema hafa farið vaxandi undanfarin 15 ár á sama tíma og dregið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakennara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur.Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einkaaðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangsefni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjónustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekstur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óumflýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárangur nemenda innan Hjallastefnunnar hefur verið góður, nemendum líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköpun og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskólanemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta.Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra viðfangsefni: Hvernig efla megi opinbera þjónustu á sama tíma og dregið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingaraðgerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggilegri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verkaskipting hins opinbera og einkaaðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköpunar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skynsamlegan máta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könnun OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróunar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskólanema hafa farið vaxandi undanfarin 15 ár á sama tíma og dregið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakennara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur.Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einkaaðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangsefni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjónustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekstur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óumflýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárangur nemenda innan Hjallastefnunnar hefur verið góður, nemendum líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköpun og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskólanemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta.Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra viðfangsefni: Hvernig efla megi opinbera þjónustu á sama tíma og dregið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingaraðgerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggilegri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verkaskipting hins opinbera og einkaaðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköpunar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skynsamlegan máta.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar