Að "hjallast“ úr sama farinu Frosti Ólafsson skrifar 7. desember 2013 06:00 Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könnun OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróunar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskólanema hafa farið vaxandi undanfarin 15 ár á sama tíma og dregið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakennara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur.Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einkaaðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangsefni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjónustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekstur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óumflýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárangur nemenda innan Hjallastefnunnar hefur verið góður, nemendum líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköpun og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskólanemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta.Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra viðfangsefni: Hvernig efla megi opinbera þjónustu á sama tíma og dregið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingaraðgerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggilegri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verkaskipting hins opinbera og einkaaðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköpunar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skynsamlegan máta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könnun OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróunar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskólanema hafa farið vaxandi undanfarin 15 ár á sama tíma og dregið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakennara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur.Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einkaaðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangsefni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjónustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekstur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óumflýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárangur nemenda innan Hjallastefnunnar hefur verið góður, nemendum líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköpun og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskólanemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta.Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra viðfangsefni: Hvernig efla megi opinbera þjónustu á sama tíma og dregið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingaraðgerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggilegri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verkaskipting hins opinbera og einkaaðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköpunar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skynsamlegan máta.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar