Árásin á íslenska menningu Jón Kalman Stefánsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Við erum komin á undarlegan stað sem þjóð, sem samfélag, þegar það þarf að færa rök fyrir nauðsyn þess að halda úti Rás eitt; þegar við þurfum jafnvel að berjast fyrir lífi hennar. Ríkisútvarpið hóf göngu sína í desembermánuði árið 1930, þá var Ísland fátækt land, en þjóðin augljóslega rík í anda og metnaði. Það hefði áreiðanlega verið auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að jafn fátæk þjóð hefði ekki efni á að reka útvarp; en þau „skynsömu“ rök höfðu ekki sama aðdráttarafl árið 1930 og núna. Íslendingar virtust þá einfaldlega gera sér grein fyrir því að fátækt er ekki alltaf mæld í peningum, heldur ástandi, reisn; gerðu sér grein fyrir því að ríkidæmi þjóðar er geymt í menningu hennar.Leiðin til fátæktar Ríkisútvarpið hefur verið rödd þjóðarinnar í ríflega áttatíu ár. Í áttatíu ár hefur það tekið upp rödd okkar og útvarpað henni án þess að hugsa um hverjir sitja við völd; eða sett sérstaklega fyrir sig hvaða skoðanir bárust með röddunum. Rás eitt geymir þess vegna rödd þjóðarinnar, hún geymir viðtöl við löngu dáið fólk, pistla þess, hugleiðingar og sögur. Það er vegna Rásar eitt að við höfum aðgang að fortíð þjóðarinnar. Rás eitt er því allt í senn: rödd okkar, andardráttur og minni. Hún geymir fortíðina, hún útvarpar henni, en er jafnframt stöðugt að taka upp samtíma sinn, og vista hann fyrir framtíðina. Þannig hefur Rás eitt í rúm áttatíu ár sameinað fortíð, nútíð og framtíð. Ef við klippum núna í ógæfu okkar og skammsýni á þennan þráð, verða afleiðingarnar alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Við missum eitthvað mikilvægt. Og verðum fátæk þjóð. Árin eftir hrun hafa verið dapurleg fyrir íslenska fjölmiðla, einkum fyrir dagblöðin sem hafa aldrei verið jafn rýr, undirmönnuð, og/eða í eigu harðra hagsmunaafla. Gagnrýnin umræða hefur liðið mjög fyrir það, sem eru alvarleg tíðindi fyrir lýðræðið; því minni og grynnri umræða, því veikara lýðræði.xxxxRíkisútvarpið hefur verið ljósið í fjölmiðlaumhverfinu, báðar rásirnar, en ég nefni núna sérstaklega Rás eitt með sinn Spegil, sína pistlahöfunda í þáttum á borð við Víðsjá. Við vitum hins vegar að innan núverandi ríkisstjórnarflokka hefur lengi gætt töluverðs óþols gagnvart gagnrýninni umræðu Ríkisútvarpsins; lengst hefur þó þingmaður Framsóknar, og formaður hagræðingarhópsins, Vigdís Hauksdóttir, gengið. Það er því miður óþægilega mikill samhljómur milli hótana hennar í garð RÚV og niðurskurðanna miklu; sem vekur upp ónotalegar grunsemdir um að þeir sem nú stjórna landinu líði illa aðrar skoðanir en sínar. Og refsi þeim sem halda uppi sterkri gagnrýni.Hin vanhelga þrenning? Þrátt fyrir erfiða tíma eftir hrun höfum við haft gæfu til að halda úti fjölradda útvarpi sem hefur rúmað allar skoðanir, og boðið upp á óteljandi þætti um tónlist, þjóðfræði, heimspeki, garðrækt, viðtöl við fólk, þætti fyrir börn; fjölradda útvarp mannað starfsfólki með brennandi metnað. Eru þeim tímar virkilega liðnir? Íslands óhamingju verður allt að vopni; ríkisstjórnarflokkarnir virðast alls ekki skilja ábyrgð okkar hér og nú gagnvart íslenskri menningu – og það sama gildir því miður um sjálfan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Þessi þrenning, flokkarnir tveir og Páll, skilja ekki, eða loka þá augunum fyrir því, að ef við sinnum ekki íslenskri menningu af fullum þunga, þá dofnar hún með ófyrirséðum afleiðingum fyrir framtíðina. Íslensk menning er sterk, en hún lifir samt ekki nema henni sé sinnt af alúð og krafti. Mikill niðurskurður og gróf aðför gagnvart Ríkisútvarpinu eru ekkert annað en árás. Rás eitt hefur í áttatíu ár verið hryggjarstykki í íslenskri menningu. Árás á Rás eitt er því einfaldlega árás á íslenska menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við erum komin á undarlegan stað sem þjóð, sem samfélag, þegar það þarf að færa rök fyrir nauðsyn þess að halda úti Rás eitt; þegar við þurfum jafnvel að berjast fyrir lífi hennar. Ríkisútvarpið hóf göngu sína í desembermánuði árið 1930, þá var Ísland fátækt land, en þjóðin augljóslega rík í anda og metnaði. Það hefði áreiðanlega verið auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að jafn fátæk þjóð hefði ekki efni á að reka útvarp; en þau „skynsömu“ rök höfðu ekki sama aðdráttarafl árið 1930 og núna. Íslendingar virtust þá einfaldlega gera sér grein fyrir því að fátækt er ekki alltaf mæld í peningum, heldur ástandi, reisn; gerðu sér grein fyrir því að ríkidæmi þjóðar er geymt í menningu hennar.Leiðin til fátæktar Ríkisútvarpið hefur verið rödd þjóðarinnar í ríflega áttatíu ár. Í áttatíu ár hefur það tekið upp rödd okkar og útvarpað henni án þess að hugsa um hverjir sitja við völd; eða sett sérstaklega fyrir sig hvaða skoðanir bárust með röddunum. Rás eitt geymir þess vegna rödd þjóðarinnar, hún geymir viðtöl við löngu dáið fólk, pistla þess, hugleiðingar og sögur. Það er vegna Rásar eitt að við höfum aðgang að fortíð þjóðarinnar. Rás eitt er því allt í senn: rödd okkar, andardráttur og minni. Hún geymir fortíðina, hún útvarpar henni, en er jafnframt stöðugt að taka upp samtíma sinn, og vista hann fyrir framtíðina. Þannig hefur Rás eitt í rúm áttatíu ár sameinað fortíð, nútíð og framtíð. Ef við klippum núna í ógæfu okkar og skammsýni á þennan þráð, verða afleiðingarnar alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Við missum eitthvað mikilvægt. Og verðum fátæk þjóð. Árin eftir hrun hafa verið dapurleg fyrir íslenska fjölmiðla, einkum fyrir dagblöðin sem hafa aldrei verið jafn rýr, undirmönnuð, og/eða í eigu harðra hagsmunaafla. Gagnrýnin umræða hefur liðið mjög fyrir það, sem eru alvarleg tíðindi fyrir lýðræðið; því minni og grynnri umræða, því veikara lýðræði.xxxxRíkisútvarpið hefur verið ljósið í fjölmiðlaumhverfinu, báðar rásirnar, en ég nefni núna sérstaklega Rás eitt með sinn Spegil, sína pistlahöfunda í þáttum á borð við Víðsjá. Við vitum hins vegar að innan núverandi ríkisstjórnarflokka hefur lengi gætt töluverðs óþols gagnvart gagnrýninni umræðu Ríkisútvarpsins; lengst hefur þó þingmaður Framsóknar, og formaður hagræðingarhópsins, Vigdís Hauksdóttir, gengið. Það er því miður óþægilega mikill samhljómur milli hótana hennar í garð RÚV og niðurskurðanna miklu; sem vekur upp ónotalegar grunsemdir um að þeir sem nú stjórna landinu líði illa aðrar skoðanir en sínar. Og refsi þeim sem halda uppi sterkri gagnrýni.Hin vanhelga þrenning? Þrátt fyrir erfiða tíma eftir hrun höfum við haft gæfu til að halda úti fjölradda útvarpi sem hefur rúmað allar skoðanir, og boðið upp á óteljandi þætti um tónlist, þjóðfræði, heimspeki, garðrækt, viðtöl við fólk, þætti fyrir börn; fjölradda útvarp mannað starfsfólki með brennandi metnað. Eru þeim tímar virkilega liðnir? Íslands óhamingju verður allt að vopni; ríkisstjórnarflokkarnir virðast alls ekki skilja ábyrgð okkar hér og nú gagnvart íslenskri menningu – og það sama gildir því miður um sjálfan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Þessi þrenning, flokkarnir tveir og Páll, skilja ekki, eða loka þá augunum fyrir því, að ef við sinnum ekki íslenskri menningu af fullum þunga, þá dofnar hún með ófyrirséðum afleiðingum fyrir framtíðina. Íslensk menning er sterk, en hún lifir samt ekki nema henni sé sinnt af alúð og krafti. Mikill niðurskurður og gróf aðför gagnvart Ríkisútvarpinu eru ekkert annað en árás. Rás eitt hefur í áttatíu ár verið hryggjarstykki í íslenskri menningu. Árás á Rás eitt er því einfaldlega árás á íslenska menningu.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun