Árásin á íslenska menningu Jón Kalman Stefánsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Við erum komin á undarlegan stað sem þjóð, sem samfélag, þegar það þarf að færa rök fyrir nauðsyn þess að halda úti Rás eitt; þegar við þurfum jafnvel að berjast fyrir lífi hennar. Ríkisútvarpið hóf göngu sína í desembermánuði árið 1930, þá var Ísland fátækt land, en þjóðin augljóslega rík í anda og metnaði. Það hefði áreiðanlega verið auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að jafn fátæk þjóð hefði ekki efni á að reka útvarp; en þau „skynsömu“ rök höfðu ekki sama aðdráttarafl árið 1930 og núna. Íslendingar virtust þá einfaldlega gera sér grein fyrir því að fátækt er ekki alltaf mæld í peningum, heldur ástandi, reisn; gerðu sér grein fyrir því að ríkidæmi þjóðar er geymt í menningu hennar.Leiðin til fátæktar Ríkisútvarpið hefur verið rödd þjóðarinnar í ríflega áttatíu ár. Í áttatíu ár hefur það tekið upp rödd okkar og útvarpað henni án þess að hugsa um hverjir sitja við völd; eða sett sérstaklega fyrir sig hvaða skoðanir bárust með röddunum. Rás eitt geymir þess vegna rödd þjóðarinnar, hún geymir viðtöl við löngu dáið fólk, pistla þess, hugleiðingar og sögur. Það er vegna Rásar eitt að við höfum aðgang að fortíð þjóðarinnar. Rás eitt er því allt í senn: rödd okkar, andardráttur og minni. Hún geymir fortíðina, hún útvarpar henni, en er jafnframt stöðugt að taka upp samtíma sinn, og vista hann fyrir framtíðina. Þannig hefur Rás eitt í rúm áttatíu ár sameinað fortíð, nútíð og framtíð. Ef við klippum núna í ógæfu okkar og skammsýni á þennan þráð, verða afleiðingarnar alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Við missum eitthvað mikilvægt. Og verðum fátæk þjóð. Árin eftir hrun hafa verið dapurleg fyrir íslenska fjölmiðla, einkum fyrir dagblöðin sem hafa aldrei verið jafn rýr, undirmönnuð, og/eða í eigu harðra hagsmunaafla. Gagnrýnin umræða hefur liðið mjög fyrir það, sem eru alvarleg tíðindi fyrir lýðræðið; því minni og grynnri umræða, því veikara lýðræði.xxxxRíkisútvarpið hefur verið ljósið í fjölmiðlaumhverfinu, báðar rásirnar, en ég nefni núna sérstaklega Rás eitt með sinn Spegil, sína pistlahöfunda í þáttum á borð við Víðsjá. Við vitum hins vegar að innan núverandi ríkisstjórnarflokka hefur lengi gætt töluverðs óþols gagnvart gagnrýninni umræðu Ríkisútvarpsins; lengst hefur þó þingmaður Framsóknar, og formaður hagræðingarhópsins, Vigdís Hauksdóttir, gengið. Það er því miður óþægilega mikill samhljómur milli hótana hennar í garð RÚV og niðurskurðanna miklu; sem vekur upp ónotalegar grunsemdir um að þeir sem nú stjórna landinu líði illa aðrar skoðanir en sínar. Og refsi þeim sem halda uppi sterkri gagnrýni.Hin vanhelga þrenning? Þrátt fyrir erfiða tíma eftir hrun höfum við haft gæfu til að halda úti fjölradda útvarpi sem hefur rúmað allar skoðanir, og boðið upp á óteljandi þætti um tónlist, þjóðfræði, heimspeki, garðrækt, viðtöl við fólk, þætti fyrir börn; fjölradda útvarp mannað starfsfólki með brennandi metnað. Eru þeim tímar virkilega liðnir? Íslands óhamingju verður allt að vopni; ríkisstjórnarflokkarnir virðast alls ekki skilja ábyrgð okkar hér og nú gagnvart íslenskri menningu – og það sama gildir því miður um sjálfan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Þessi þrenning, flokkarnir tveir og Páll, skilja ekki, eða loka þá augunum fyrir því, að ef við sinnum ekki íslenskri menningu af fullum þunga, þá dofnar hún með ófyrirséðum afleiðingum fyrir framtíðina. Íslensk menning er sterk, en hún lifir samt ekki nema henni sé sinnt af alúð og krafti. Mikill niðurskurður og gróf aðför gagnvart Ríkisútvarpinu eru ekkert annað en árás. Rás eitt hefur í áttatíu ár verið hryggjarstykki í íslenskri menningu. Árás á Rás eitt er því einfaldlega árás á íslenska menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Við erum komin á undarlegan stað sem þjóð, sem samfélag, þegar það þarf að færa rök fyrir nauðsyn þess að halda úti Rás eitt; þegar við þurfum jafnvel að berjast fyrir lífi hennar. Ríkisútvarpið hóf göngu sína í desembermánuði árið 1930, þá var Ísland fátækt land, en þjóðin augljóslega rík í anda og metnaði. Það hefði áreiðanlega verið auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að jafn fátæk þjóð hefði ekki efni á að reka útvarp; en þau „skynsömu“ rök höfðu ekki sama aðdráttarafl árið 1930 og núna. Íslendingar virtust þá einfaldlega gera sér grein fyrir því að fátækt er ekki alltaf mæld í peningum, heldur ástandi, reisn; gerðu sér grein fyrir því að ríkidæmi þjóðar er geymt í menningu hennar.Leiðin til fátæktar Ríkisútvarpið hefur verið rödd þjóðarinnar í ríflega áttatíu ár. Í áttatíu ár hefur það tekið upp rödd okkar og útvarpað henni án þess að hugsa um hverjir sitja við völd; eða sett sérstaklega fyrir sig hvaða skoðanir bárust með röddunum. Rás eitt geymir þess vegna rödd þjóðarinnar, hún geymir viðtöl við löngu dáið fólk, pistla þess, hugleiðingar og sögur. Það er vegna Rásar eitt að við höfum aðgang að fortíð þjóðarinnar. Rás eitt er því allt í senn: rödd okkar, andardráttur og minni. Hún geymir fortíðina, hún útvarpar henni, en er jafnframt stöðugt að taka upp samtíma sinn, og vista hann fyrir framtíðina. Þannig hefur Rás eitt í rúm áttatíu ár sameinað fortíð, nútíð og framtíð. Ef við klippum núna í ógæfu okkar og skammsýni á þennan þráð, verða afleiðingarnar alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Við missum eitthvað mikilvægt. Og verðum fátæk þjóð. Árin eftir hrun hafa verið dapurleg fyrir íslenska fjölmiðla, einkum fyrir dagblöðin sem hafa aldrei verið jafn rýr, undirmönnuð, og/eða í eigu harðra hagsmunaafla. Gagnrýnin umræða hefur liðið mjög fyrir það, sem eru alvarleg tíðindi fyrir lýðræðið; því minni og grynnri umræða, því veikara lýðræði.xxxxRíkisútvarpið hefur verið ljósið í fjölmiðlaumhverfinu, báðar rásirnar, en ég nefni núna sérstaklega Rás eitt með sinn Spegil, sína pistlahöfunda í þáttum á borð við Víðsjá. Við vitum hins vegar að innan núverandi ríkisstjórnarflokka hefur lengi gætt töluverðs óþols gagnvart gagnrýninni umræðu Ríkisútvarpsins; lengst hefur þó þingmaður Framsóknar, og formaður hagræðingarhópsins, Vigdís Hauksdóttir, gengið. Það er því miður óþægilega mikill samhljómur milli hótana hennar í garð RÚV og niðurskurðanna miklu; sem vekur upp ónotalegar grunsemdir um að þeir sem nú stjórna landinu líði illa aðrar skoðanir en sínar. Og refsi þeim sem halda uppi sterkri gagnrýni.Hin vanhelga þrenning? Þrátt fyrir erfiða tíma eftir hrun höfum við haft gæfu til að halda úti fjölradda útvarpi sem hefur rúmað allar skoðanir, og boðið upp á óteljandi þætti um tónlist, þjóðfræði, heimspeki, garðrækt, viðtöl við fólk, þætti fyrir börn; fjölradda útvarp mannað starfsfólki með brennandi metnað. Eru þeim tímar virkilega liðnir? Íslands óhamingju verður allt að vopni; ríkisstjórnarflokkarnir virðast alls ekki skilja ábyrgð okkar hér og nú gagnvart íslenskri menningu – og það sama gildir því miður um sjálfan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Þessi þrenning, flokkarnir tveir og Páll, skilja ekki, eða loka þá augunum fyrir því, að ef við sinnum ekki íslenskri menningu af fullum þunga, þá dofnar hún með ófyrirséðum afleiðingum fyrir framtíðina. Íslensk menning er sterk, en hún lifir samt ekki nema henni sé sinnt af alúð og krafti. Mikill niðurskurður og gróf aðför gagnvart Ríkisútvarpinu eru ekkert annað en árás. Rás eitt hefur í áttatíu ár verið hryggjarstykki í íslenskri menningu. Árás á Rás eitt er því einfaldlega árás á íslenska menningu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun