Fjórðungur í fræðslustarf Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 5. desember 2013 06:00 Í fréttaflutningi er oft gripið til tölfræði til að auka á trúverðugleika. Slíkir útreikningar byggja oftar en ekki á takmörkuðum forsendum. Tölur eru hins vegar þeim töfrum gæddar að þær hafa yfir sér sannleiksljóma og auðvelt er að festa þær í minni. Þó er vert að hafa í huga að sömu staðreynd má reikna út frá ólíkum forsendum og fá þannig mismunandi niðurstöður. Þannig gáfu fréttir Stöðvar 2 og Fréttablaðsins 26. og 27. nóvember ekki rétta mynd af nýtingu þeirra opinberu framlaga sem Sinfóníuhljómsveit Íslands fær úthlutað fyrir sína starfsemi. Í útreikningum sem notaðir voru í þeim fréttum er einblínt á miðaverðið en ekki tekið mið af þeim fjölda áheyrenda sem sækir tónleika hljómsveitarinnar, en þeir voru 81.000 á síðasta ári. Ekki eru heldur teknar með í reikninginn þær tugþúsundir Íslendinga sem hlusta á beinar útsendingar frá tónleikum hljómsveitarinnar á Rás 1 á ári hverju, né þeir sem hljómsveitin heimsækir í árlegum skóla- og stofnanaheimsóknum. Reiknilistir af þessu tagi segja því afar takmarkaða sögu og ljóst að ekki er hægt að taka eingöngu tillit til miðasölu þegar rætt er um rekstur hljómsveitarinnar.Starf á breiðum grunni Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar á afar breiðum grunni. Fræðsluhlutverk hljómsveitarinnar er sívaxandi og er nú um fjórðungur af starfseminni. Hér, líkt og víða annars staðar, er æ meiri gaumur gefinn að þeim þætti í starfsemi sinfóníuhljómsveita sem tengist tónlistaruppeldi beint. Frá árinu 2009 hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands starfrækt árlegan hljómsveitarskóla, Ungsveit SÍ. Þar hafa tónlistarnemar fengið tækifæri til þess að vinna með heimsþekktum hljómsveitarstjórum og notið leiðsagnar sérfræðinga í hljómsveitarleik. Á síðasta ári sóttu nær 17.000 nemendur skólatónleika hljómsveitarinnar og tvö þúsund eldri borgarar fengu boð á opnar æfingar. Hljómsveitin starfaði auk þess með fjölda barna og unglinga sem komu fram á tónleikum hennar. Að auki sinnir hljómsveitin hljóðritunum fyrir RÚV og alþjóðleg útgáfufyrirtæki á borð við BIS og Chandos, sem hlotið hafa alþjóðlegar viðurkenningar og Grammy-tilnefningu. Tónleikaferðir eru hluti af starfseminni þó þeim hafi fækkað eftir hrun. Þannig hefur það vakið alþjóðlega eftirtekt að jafn fámenn þjóð skuli eiga sinfóníuhljómsveit sem talin er vera ein af hinum bestu á Norðurlöndum og fram undan eru tónleikar á næsta ári á BBC Proms, einni virtustu tónlistarhátíð í heimi. Sinfóníuhljómsveit Íslands snertir því miklu fleiri en þá sem koma á tónleika í Eldborgarsal Hörpu.Jafnmikið og landbúnaður Sinfóníuhljómsveit Íslands er starfsvettvangur afburða tónlistarmanna sem keppa þurfa um sæti í hljómsveitinni. Framlag ríkis og borgar fer að mestu í að greiða laun hljóðfæraleikara og húsaleigu í Hörpu og rennur því að hluta til baka í sameiginlega sjóði í formi skatta og gjalda. Hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar leika ekki aðeins á tónleikum hljómsveitarinnar heldur eru þeir burðarstoð í tónlistarlífi landsmanna, hvort sem er við tónlistarkennslu eða með því að leika á almennum tónleikum, geisladiskum og hljóðritunum. Sinfóníuhljómsveit Íslands endurgeldur þannig bæði efnisleg og andleg verðmæti til samfélagsins og er hluti af því 1% landsframlagi sem tónlistin ein og sér leggur til þjóðarbúsins, sem er jafnmikið og allur landbúnaðurinn gerir, samkvæmt hagfræðingnum Ágústi Einarssyni. Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 63 árum var hluti af ákveðinni tónlistarbyltingu sem varð á Íslandi um miðja síðustu öld. Það var hins vegar frekar dauft yfir tónlistarmenningu landans fram að þeirri byltingu og í upphafi 20. aldarinnar aðeins til reitingur af hljóðfærum á landinu. Kannski skýrir sveltið og hungrið eftir tónlist viðtökur þjóðarinnar þegar hún loksins tók að heyrast á Íslandi. Sprengikrafturinn var slíkur. Enginn getur mótmælt því að íslenskt tónlistarlíf hefur sett Ísland á heimskortið. Rannsókn um notendur leitarvélarinnar Google staðfestir einnig þýðingu tónlistarinnar fyrir landið. Þar er oftar leitað að Of Monsters and Men en Íslandi (Iceland) sjálfu, og jafnoft leitað að Sinfóníuhljómsveit Íslands (Iceland Symphony Orchestra) og samanlagt að íslenskum fótbolta (Icelandic soccer) og handbolta (Icelandic handball). Í þessu eru augljós verðmæti falin. Verðmæti sem ekki er endilega hægt að umreikna á núvirði en skipta máli fyrir hagsæld íslensku þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í fréttaflutningi er oft gripið til tölfræði til að auka á trúverðugleika. Slíkir útreikningar byggja oftar en ekki á takmörkuðum forsendum. Tölur eru hins vegar þeim töfrum gæddar að þær hafa yfir sér sannleiksljóma og auðvelt er að festa þær í minni. Þó er vert að hafa í huga að sömu staðreynd má reikna út frá ólíkum forsendum og fá þannig mismunandi niðurstöður. Þannig gáfu fréttir Stöðvar 2 og Fréttablaðsins 26. og 27. nóvember ekki rétta mynd af nýtingu þeirra opinberu framlaga sem Sinfóníuhljómsveit Íslands fær úthlutað fyrir sína starfsemi. Í útreikningum sem notaðir voru í þeim fréttum er einblínt á miðaverðið en ekki tekið mið af þeim fjölda áheyrenda sem sækir tónleika hljómsveitarinnar, en þeir voru 81.000 á síðasta ári. Ekki eru heldur teknar með í reikninginn þær tugþúsundir Íslendinga sem hlusta á beinar útsendingar frá tónleikum hljómsveitarinnar á Rás 1 á ári hverju, né þeir sem hljómsveitin heimsækir í árlegum skóla- og stofnanaheimsóknum. Reiknilistir af þessu tagi segja því afar takmarkaða sögu og ljóst að ekki er hægt að taka eingöngu tillit til miðasölu þegar rætt er um rekstur hljómsveitarinnar.Starf á breiðum grunni Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar á afar breiðum grunni. Fræðsluhlutverk hljómsveitarinnar er sívaxandi og er nú um fjórðungur af starfseminni. Hér, líkt og víða annars staðar, er æ meiri gaumur gefinn að þeim þætti í starfsemi sinfóníuhljómsveita sem tengist tónlistaruppeldi beint. Frá árinu 2009 hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands starfrækt árlegan hljómsveitarskóla, Ungsveit SÍ. Þar hafa tónlistarnemar fengið tækifæri til þess að vinna með heimsþekktum hljómsveitarstjórum og notið leiðsagnar sérfræðinga í hljómsveitarleik. Á síðasta ári sóttu nær 17.000 nemendur skólatónleika hljómsveitarinnar og tvö þúsund eldri borgarar fengu boð á opnar æfingar. Hljómsveitin starfaði auk þess með fjölda barna og unglinga sem komu fram á tónleikum hennar. Að auki sinnir hljómsveitin hljóðritunum fyrir RÚV og alþjóðleg útgáfufyrirtæki á borð við BIS og Chandos, sem hlotið hafa alþjóðlegar viðurkenningar og Grammy-tilnefningu. Tónleikaferðir eru hluti af starfseminni þó þeim hafi fækkað eftir hrun. Þannig hefur það vakið alþjóðlega eftirtekt að jafn fámenn þjóð skuli eiga sinfóníuhljómsveit sem talin er vera ein af hinum bestu á Norðurlöndum og fram undan eru tónleikar á næsta ári á BBC Proms, einni virtustu tónlistarhátíð í heimi. Sinfóníuhljómsveit Íslands snertir því miklu fleiri en þá sem koma á tónleika í Eldborgarsal Hörpu.Jafnmikið og landbúnaður Sinfóníuhljómsveit Íslands er starfsvettvangur afburða tónlistarmanna sem keppa þurfa um sæti í hljómsveitinni. Framlag ríkis og borgar fer að mestu í að greiða laun hljóðfæraleikara og húsaleigu í Hörpu og rennur því að hluta til baka í sameiginlega sjóði í formi skatta og gjalda. Hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar leika ekki aðeins á tónleikum hljómsveitarinnar heldur eru þeir burðarstoð í tónlistarlífi landsmanna, hvort sem er við tónlistarkennslu eða með því að leika á almennum tónleikum, geisladiskum og hljóðritunum. Sinfóníuhljómsveit Íslands endurgeldur þannig bæði efnisleg og andleg verðmæti til samfélagsins og er hluti af því 1% landsframlagi sem tónlistin ein og sér leggur til þjóðarbúsins, sem er jafnmikið og allur landbúnaðurinn gerir, samkvæmt hagfræðingnum Ágústi Einarssyni. Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 63 árum var hluti af ákveðinni tónlistarbyltingu sem varð á Íslandi um miðja síðustu öld. Það var hins vegar frekar dauft yfir tónlistarmenningu landans fram að þeirri byltingu og í upphafi 20. aldarinnar aðeins til reitingur af hljóðfærum á landinu. Kannski skýrir sveltið og hungrið eftir tónlist viðtökur þjóðarinnar þegar hún loksins tók að heyrast á Íslandi. Sprengikrafturinn var slíkur. Enginn getur mótmælt því að íslenskt tónlistarlíf hefur sett Ísland á heimskortið. Rannsókn um notendur leitarvélarinnar Google staðfestir einnig þýðingu tónlistarinnar fyrir landið. Þar er oftar leitað að Of Monsters and Men en Íslandi (Iceland) sjálfu, og jafnoft leitað að Sinfóníuhljómsveit Íslands (Iceland Symphony Orchestra) og samanlagt að íslenskum fótbolta (Icelandic soccer) og handbolta (Icelandic handball). Í þessu eru augljós verðmæti falin. Verðmæti sem ekki er endilega hægt að umreikna á núvirði en skipta máli fyrir hagsæld íslensku þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar