Er "frá friði heima fyrir til heimsfriðar“ bara draumur? Angelique Kelley skrifar 3. desember 2013 00:00 Alþjóðlega herferðin, 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, hefur þema sem margir Íslendingar hafa sem betur fer ekki þurft að upplifa og munu vonandi aldrei upplifa. Herferðin „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar: Ögrum herstjórnun og endum ofbeldi gagnvart konum!” frá árinu 2013 samsvarar ef til vill ekki hversdagsleika Íslendinga með vísuninni í herstjórnun, en hvað varðar ofbeldi gegn konum er það því miður sár sannleikur. „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar”, í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að láta okkur dreyma um að slík staðhæfing samsvaraði raunveruleikanum. Þó að herstjórnun sé ekki þekkt á Íslandi eru óvissa og efnahagserfiðleikar kunnug Íslendingum. Fyrir margar konur á íslandi er „Friður heima fyrir“ einungis draumur. Þó að efnahagserfiðleikar valdi ekki ofbeldi gagnvart konum getur ákvörðunin um að fara úr ofbeldisfullu sambandi jafnvel verið erfiðari. Þetta á sérstaklega við konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi með ekkert tengslanet og enga fjölskyldu til að leita til þegar á reynir. Alltof oft þekkja þessar konur ekki rétt sinn eða hvaða hjálp er í boði og hvert skal leitað. Þegar kona vegur og metur ákvörðunina um að flýja orbeldisfullt samband verður hún að íhuga nýjan dvalarstað. Í núgildandi lögum um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur er útreikningur miðaður við laun beggja aðila. Ofbeldisfullir makar gera það oft erfitt fyrir að sækja um skilnað eða skilnað að borði og sæng og draga ferlið eins langt og hægt er. Það er ekki óalgengt að þetta ferli taki um eða yfir ár. Þetta þýðir að konur geta oft ekki farið úr athvarfinu þar sem að þær einfaldlega hafa ekki efni á því. Núgildandi lögum um félagsþjónustu verður að breyta. Síðastliðið ár hafa örlátir sjálfboðaliðar Samtaka kvenna af erlendum uppruna unnið að jafningjaráðgjöf. Jafningjaráðgjöfin er ókeypis, trúnaðar er gætt og stendur hún öllum konum af erlendum uppruna sem búa á Íslandi til boða á þriðjudags kvöldum kl 20:00 frá september til júní á skrifstofu okkar að Túngötu 14 í Reykjavík. Ráðgjafar okkar tala mörg tungumál og er enska og íslenska í boði öll kvöld. Einnig höfum við pólsku, serbnesku, litháeísku og tælensku svo dæmi séu nefnd. Við höfum boðið upp á þessa þjónustu svo konur af erlendum uppruna geti nálgast upplýsingar á eigin tungumáli og til að leiða þær í rétta átt svo að þær geti sótt sér aðstoð eða lausnir við sérþörfum eða spurningum sínum. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, sjálfboðaliðasamtök fyrir erlendar konur sem búa á Íslandi reyna að ná til allra kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 2003 og héldu nýlega upp á 10 ára afmæli sitt. Markmið okkar fyrir framtíðina er að halda áfram að vinna hörðum höndum að því að sameina, tjá og ræða áhugamál og málefni kvenna af erlendum uppruna og til þess að koma á jafnrétti fyrir þær sem konur og sem útlendingar á öllum sviðum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Alþjóðlega herferðin, 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, hefur þema sem margir Íslendingar hafa sem betur fer ekki þurft að upplifa og munu vonandi aldrei upplifa. Herferðin „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar: Ögrum herstjórnun og endum ofbeldi gagnvart konum!” frá árinu 2013 samsvarar ef til vill ekki hversdagsleika Íslendinga með vísuninni í herstjórnun, en hvað varðar ofbeldi gegn konum er það því miður sár sannleikur. „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar”, í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að láta okkur dreyma um að slík staðhæfing samsvaraði raunveruleikanum. Þó að herstjórnun sé ekki þekkt á Íslandi eru óvissa og efnahagserfiðleikar kunnug Íslendingum. Fyrir margar konur á íslandi er „Friður heima fyrir“ einungis draumur. Þó að efnahagserfiðleikar valdi ekki ofbeldi gagnvart konum getur ákvörðunin um að fara úr ofbeldisfullu sambandi jafnvel verið erfiðari. Þetta á sérstaklega við konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi með ekkert tengslanet og enga fjölskyldu til að leita til þegar á reynir. Alltof oft þekkja þessar konur ekki rétt sinn eða hvaða hjálp er í boði og hvert skal leitað. Þegar kona vegur og metur ákvörðunina um að flýja orbeldisfullt samband verður hún að íhuga nýjan dvalarstað. Í núgildandi lögum um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur er útreikningur miðaður við laun beggja aðila. Ofbeldisfullir makar gera það oft erfitt fyrir að sækja um skilnað eða skilnað að borði og sæng og draga ferlið eins langt og hægt er. Það er ekki óalgengt að þetta ferli taki um eða yfir ár. Þetta þýðir að konur geta oft ekki farið úr athvarfinu þar sem að þær einfaldlega hafa ekki efni á því. Núgildandi lögum um félagsþjónustu verður að breyta. Síðastliðið ár hafa örlátir sjálfboðaliðar Samtaka kvenna af erlendum uppruna unnið að jafningjaráðgjöf. Jafningjaráðgjöfin er ókeypis, trúnaðar er gætt og stendur hún öllum konum af erlendum uppruna sem búa á Íslandi til boða á þriðjudags kvöldum kl 20:00 frá september til júní á skrifstofu okkar að Túngötu 14 í Reykjavík. Ráðgjafar okkar tala mörg tungumál og er enska og íslenska í boði öll kvöld. Einnig höfum við pólsku, serbnesku, litháeísku og tælensku svo dæmi séu nefnd. Við höfum boðið upp á þessa þjónustu svo konur af erlendum uppruna geti nálgast upplýsingar á eigin tungumáli og til að leiða þær í rétta átt svo að þær geti sótt sér aðstoð eða lausnir við sérþörfum eða spurningum sínum. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, sjálfboðaliðasamtök fyrir erlendar konur sem búa á Íslandi reyna að ná til allra kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 2003 og héldu nýlega upp á 10 ára afmæli sitt. Markmið okkar fyrir framtíðina er að halda áfram að vinna hörðum höndum að því að sameina, tjá og ræða áhugamál og málefni kvenna af erlendum uppruna og til þess að koma á jafnrétti fyrir þær sem konur og sem útlendingar á öllum sviðum samfélagsins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun