Er "frá friði heima fyrir til heimsfriðar“ bara draumur? Angelique Kelley skrifar 3. desember 2013 00:00 Alþjóðlega herferðin, 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, hefur þema sem margir Íslendingar hafa sem betur fer ekki þurft að upplifa og munu vonandi aldrei upplifa. Herferðin „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar: Ögrum herstjórnun og endum ofbeldi gagnvart konum!” frá árinu 2013 samsvarar ef til vill ekki hversdagsleika Íslendinga með vísuninni í herstjórnun, en hvað varðar ofbeldi gegn konum er það því miður sár sannleikur. „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar”, í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að láta okkur dreyma um að slík staðhæfing samsvaraði raunveruleikanum. Þó að herstjórnun sé ekki þekkt á Íslandi eru óvissa og efnahagserfiðleikar kunnug Íslendingum. Fyrir margar konur á íslandi er „Friður heima fyrir“ einungis draumur. Þó að efnahagserfiðleikar valdi ekki ofbeldi gagnvart konum getur ákvörðunin um að fara úr ofbeldisfullu sambandi jafnvel verið erfiðari. Þetta á sérstaklega við konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi með ekkert tengslanet og enga fjölskyldu til að leita til þegar á reynir. Alltof oft þekkja þessar konur ekki rétt sinn eða hvaða hjálp er í boði og hvert skal leitað. Þegar kona vegur og metur ákvörðunina um að flýja orbeldisfullt samband verður hún að íhuga nýjan dvalarstað. Í núgildandi lögum um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur er útreikningur miðaður við laun beggja aðila. Ofbeldisfullir makar gera það oft erfitt fyrir að sækja um skilnað eða skilnað að borði og sæng og draga ferlið eins langt og hægt er. Það er ekki óalgengt að þetta ferli taki um eða yfir ár. Þetta þýðir að konur geta oft ekki farið úr athvarfinu þar sem að þær einfaldlega hafa ekki efni á því. Núgildandi lögum um félagsþjónustu verður að breyta. Síðastliðið ár hafa örlátir sjálfboðaliðar Samtaka kvenna af erlendum uppruna unnið að jafningjaráðgjöf. Jafningjaráðgjöfin er ókeypis, trúnaðar er gætt og stendur hún öllum konum af erlendum uppruna sem búa á Íslandi til boða á þriðjudags kvöldum kl 20:00 frá september til júní á skrifstofu okkar að Túngötu 14 í Reykjavík. Ráðgjafar okkar tala mörg tungumál og er enska og íslenska í boði öll kvöld. Einnig höfum við pólsku, serbnesku, litháeísku og tælensku svo dæmi séu nefnd. Við höfum boðið upp á þessa þjónustu svo konur af erlendum uppruna geti nálgast upplýsingar á eigin tungumáli og til að leiða þær í rétta átt svo að þær geti sótt sér aðstoð eða lausnir við sérþörfum eða spurningum sínum. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, sjálfboðaliðasamtök fyrir erlendar konur sem búa á Íslandi reyna að ná til allra kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 2003 og héldu nýlega upp á 10 ára afmæli sitt. Markmið okkar fyrir framtíðina er að halda áfram að vinna hörðum höndum að því að sameina, tjá og ræða áhugamál og málefni kvenna af erlendum uppruna og til þess að koma á jafnrétti fyrir þær sem konur og sem útlendingar á öllum sviðum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Alþjóðlega herferðin, 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, hefur þema sem margir Íslendingar hafa sem betur fer ekki þurft að upplifa og munu vonandi aldrei upplifa. Herferðin „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar: Ögrum herstjórnun og endum ofbeldi gagnvart konum!” frá árinu 2013 samsvarar ef til vill ekki hversdagsleika Íslendinga með vísuninni í herstjórnun, en hvað varðar ofbeldi gegn konum er það því miður sár sannleikur. „Frá friði heima fyrir til heimsfriðar”, í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að láta okkur dreyma um að slík staðhæfing samsvaraði raunveruleikanum. Þó að herstjórnun sé ekki þekkt á Íslandi eru óvissa og efnahagserfiðleikar kunnug Íslendingum. Fyrir margar konur á íslandi er „Friður heima fyrir“ einungis draumur. Þó að efnahagserfiðleikar valdi ekki ofbeldi gagnvart konum getur ákvörðunin um að fara úr ofbeldisfullu sambandi jafnvel verið erfiðari. Þetta á sérstaklega við konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi með ekkert tengslanet og enga fjölskyldu til að leita til þegar á reynir. Alltof oft þekkja þessar konur ekki rétt sinn eða hvaða hjálp er í boði og hvert skal leitað. Þegar kona vegur og metur ákvörðunina um að flýja orbeldisfullt samband verður hún að íhuga nýjan dvalarstað. Í núgildandi lögum um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur er útreikningur miðaður við laun beggja aðila. Ofbeldisfullir makar gera það oft erfitt fyrir að sækja um skilnað eða skilnað að borði og sæng og draga ferlið eins langt og hægt er. Það er ekki óalgengt að þetta ferli taki um eða yfir ár. Þetta þýðir að konur geta oft ekki farið úr athvarfinu þar sem að þær einfaldlega hafa ekki efni á því. Núgildandi lögum um félagsþjónustu verður að breyta. Síðastliðið ár hafa örlátir sjálfboðaliðar Samtaka kvenna af erlendum uppruna unnið að jafningjaráðgjöf. Jafningjaráðgjöfin er ókeypis, trúnaðar er gætt og stendur hún öllum konum af erlendum uppruna sem búa á Íslandi til boða á þriðjudags kvöldum kl 20:00 frá september til júní á skrifstofu okkar að Túngötu 14 í Reykjavík. Ráðgjafar okkar tala mörg tungumál og er enska og íslenska í boði öll kvöld. Einnig höfum við pólsku, serbnesku, litháeísku og tælensku svo dæmi séu nefnd. Við höfum boðið upp á þessa þjónustu svo konur af erlendum uppruna geti nálgast upplýsingar á eigin tungumáli og til að leiða þær í rétta átt svo að þær geti sótt sér aðstoð eða lausnir við sérþörfum eða spurningum sínum. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, sjálfboðaliðasamtök fyrir erlendar konur sem búa á Íslandi reyna að ná til allra kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 2003 og héldu nýlega upp á 10 ára afmæli sitt. Markmið okkar fyrir framtíðina er að halda áfram að vinna hörðum höndum að því að sameina, tjá og ræða áhugamál og málefni kvenna af erlendum uppruna og til þess að koma á jafnrétti fyrir þær sem konur og sem útlendingar á öllum sviðum samfélagsins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun