Orðsending til íslenskra karlmanna Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar