Hvaða afleiðingar hefur klámvæðing? Glódís Ingólfsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 00:00 Á síðustu árum hefur klámvæðing vaxið hratt í samfélaginu okkar og nær alltaf til yngri hópa. Klám er farið að smeygja sér inn í okkar daglega líf án þess að við tökum eftir því. Sá hópur fólks sem verður fyrir mestum áhrifum af klámvæðingu er unglingar. Nánast allt afþreyingarefni sem höfðar til unglinga er klámvætt á einhvern hátt. Má þar nefna tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti, tölvuleiki o.s.frv. Það er þó óhætt að segja að netið sé þar fremst í flokki. Flestir, ef ekki allir unglingar á Íslandi nota netið á einn eða annan hátt og þó ætlunin sé ekki að skoða klám þá er hreinlega erfitt að komast hjá því þar sem vafasamar auglýsingar er að finna alls staðar á netinu og auðvelt að villast óvart inn á síður sem sýna einhvers konar klám. Skilaboðin sem verið er að senda unglingum eru að klám sé raunverulegt, eðlilegt og í góðu lagi. En hvað er klám? Klám er skilgreint sem efni sem sýnir kynlíf/kynfæri í tengslum við misnotkun eða niðurlægingu á einhvern hátt. Klám inniheldur oft ofbeldi og sendir þau skilaboð að það sé í lagi að beita ofbeldi og að það sé hluti af eðlilegu kynlífi. Einnig vilja margir meina að klám leiði til þess að fólk sem horfir á það fái brenglaðar hugmyndir um kynlíf. Þess vegna er mikilvægt að unglingar fái fræðslu um muninn á klámi og kynlífi svo að þeir átti sig á því hvar mörkin liggja. Ef ætlunin er að berjast fyrir jafnrétti á Íslandi er ekki á sama tíma hægt að samþykkja klám og leyfa klámvæðingunni að halda áfram að aukast. Klám sýnir konur oft á niðurlægjandi hátt þar sem þær eru á valdi karla og fá sjálfar engu að ráða um hvað er gert við þær. Með þessu er verið að samþykkja að konur séu á valdi karla og að niðurlæging á konum, og fólki yfirhöfuð sé í lagi. Auglýsingar sýna oft mjög fáklætt fólk og sum tónlistarmyndbönd eru orðin það gróf að maður gæti alveg eins verið að horfa á atriði úr klámmynd. Er virkilega nauðsynlegt að sýna fáklæddar eða naktar manneskjur til þess að fá fólk til að horfa á tónlistarmyndbönd eða kaupa einhverja ákveðna vöru? Viljum við að börn hafi greiðan aðgang að klámi og að unglingar læri að ofbeldi, valdbeiting og niðurlæging sé hluti af eðlilegu kynlífi? Klámvæðing hefur áhrif á okkur öll. Ef við samþykkjum þá röksemd að umhverfi okkar hafi áhrif á okkur, þá er líklegt að svo sé einnig um klámvæðinguna. Sumir haldi því fram að nauðganir og ofbeldi tengist klámi, þar sem klám sendir þau skilaboð að kynlíf án samþykkis sé í lagi. Til þess að minnka klámvæðinguna þurfa fjölmiðlar, þáttagerðarmenn og auglýsendur að taka sig á. En við þurfum líka að líta í eigin barm. Við þurfum að vera meðvituð um að þetta er vandamál og við þurfum vilja til þess að breyta þessu. Það þarf að auka fræðslu á þessu málefni bæði hjá fullorðnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur klámvæðing vaxið hratt í samfélaginu okkar og nær alltaf til yngri hópa. Klám er farið að smeygja sér inn í okkar daglega líf án þess að við tökum eftir því. Sá hópur fólks sem verður fyrir mestum áhrifum af klámvæðingu er unglingar. Nánast allt afþreyingarefni sem höfðar til unglinga er klámvætt á einhvern hátt. Má þar nefna tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti, tölvuleiki o.s.frv. Það er þó óhætt að segja að netið sé þar fremst í flokki. Flestir, ef ekki allir unglingar á Íslandi nota netið á einn eða annan hátt og þó ætlunin sé ekki að skoða klám þá er hreinlega erfitt að komast hjá því þar sem vafasamar auglýsingar er að finna alls staðar á netinu og auðvelt að villast óvart inn á síður sem sýna einhvers konar klám. Skilaboðin sem verið er að senda unglingum eru að klám sé raunverulegt, eðlilegt og í góðu lagi. En hvað er klám? Klám er skilgreint sem efni sem sýnir kynlíf/kynfæri í tengslum við misnotkun eða niðurlægingu á einhvern hátt. Klám inniheldur oft ofbeldi og sendir þau skilaboð að það sé í lagi að beita ofbeldi og að það sé hluti af eðlilegu kynlífi. Einnig vilja margir meina að klám leiði til þess að fólk sem horfir á það fái brenglaðar hugmyndir um kynlíf. Þess vegna er mikilvægt að unglingar fái fræðslu um muninn á klámi og kynlífi svo að þeir átti sig á því hvar mörkin liggja. Ef ætlunin er að berjast fyrir jafnrétti á Íslandi er ekki á sama tíma hægt að samþykkja klám og leyfa klámvæðingunni að halda áfram að aukast. Klám sýnir konur oft á niðurlægjandi hátt þar sem þær eru á valdi karla og fá sjálfar engu að ráða um hvað er gert við þær. Með þessu er verið að samþykkja að konur séu á valdi karla og að niðurlæging á konum, og fólki yfirhöfuð sé í lagi. Auglýsingar sýna oft mjög fáklætt fólk og sum tónlistarmyndbönd eru orðin það gróf að maður gæti alveg eins verið að horfa á atriði úr klámmynd. Er virkilega nauðsynlegt að sýna fáklæddar eða naktar manneskjur til þess að fá fólk til að horfa á tónlistarmyndbönd eða kaupa einhverja ákveðna vöru? Viljum við að börn hafi greiðan aðgang að klámi og að unglingar læri að ofbeldi, valdbeiting og niðurlæging sé hluti af eðlilegu kynlífi? Klámvæðing hefur áhrif á okkur öll. Ef við samþykkjum þá röksemd að umhverfi okkar hafi áhrif á okkur, þá er líklegt að svo sé einnig um klámvæðinguna. Sumir haldi því fram að nauðganir og ofbeldi tengist klámi, þar sem klám sendir þau skilaboð að kynlíf án samþykkis sé í lagi. Til þess að minnka klámvæðinguna þurfa fjölmiðlar, þáttagerðarmenn og auglýsendur að taka sig á. En við þurfum líka að líta í eigin barm. Við þurfum að vera meðvituð um að þetta er vandamál og við þurfum vilja til þess að breyta þessu. Það þarf að auka fræðslu á þessu málefni bæði hjá fullorðnum og unglingum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun