Ólöf feita Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Óheilbrigðasta samband sem ég hef átt í um ævina er samband mitt við mat. Ég hef sótt geðmeðferðarúrræði vegna sambands míns og matar. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum fíknum, svo fjarri því, en þessi er erfið. Þú þarft ekki endilega að nota fíkniefni en þú þarft alltaf að borða. Mér hefur löngum þótt gott að borða. Ég var þybbin sem barn og hávaxinn, mjúkur unglingur. Ég fékk reyndar voldug brjóst frekar snemma og spilaði það sennilega inn í, ég þótti feit. Nú þegar ég skoða myndir af mér á táningsárunum sé ég glæsilega stúlku, klára og flotta. Eiginlega bara bombu. Ég fékk reyndar ekki að njóta þess. Aðilar í kringum mig sáu ástæðu til að gera grín að mér og vel það. Ég man ennþá sönginn sem ómaði þegar ég gekk eitt sinn inn í skólastofuna, á leið í eðlisfræðitíma í gagnfræðaskóla: „Því hún er svo feit, svo feit að sólin hún sééést ekki…“ (Réttur texti er: „Hún er svo sæt, svo sæt að sólin er feimin.“) Þessum söng var greinilega beint til mín ásamt meðfylgjandi hlátrasköllum. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu gaman mér þótti að vera kölluð Ólöf feita. Annað eins getur sest á sálina hjá unglingi á mótunarárunum. Ég hef aldrei verið grönn. Eða jú, ég lýg því, ég hef einu sinni verið mjög grönn. Hættulega grönn, jafnvel. Þegar ég var á þeim stað í lífinu var ég líka veik. Ég æfði sjúklega mikið og borðaði afar takmarkað og kastaði jafnvel upp því litla sem ég át. Ég var veik en samt hafði mér, og hefur mér, aldrei þótt ég líta jafn vel út eins og ég gerði þegar ég gat talið rifbeinin í mér. Mér fannst það geggjaðslega æðislegt. Það þýðir samt ekki að ég óski þess að komast á þann stað aftur. Þegar ég grenntist byrjuðu athugasemdir að heyrast um hversu vel ég liti út. Réttilega svo, ég var í góðu formi og hafði skafið af mér þó nokkur kíló. Svo þegar ég fór að verða býsna grönn fór ég að heyra að ég þyrfti að hætta núna. Eitt skiptið sá meira að segja ein manneskja ástæðu til að segja hátt yfir mannfjölda í afmælisveislu að ég færi bara að verða ógeðsleg! Skemmst er frá því að segja að þessi manneskja var vel yfir kjörþyngd og við höfðum á fyrri árum borðað oft og mikið saman. Það er aldrei gott að vera kallaður ógeðslegur. Það sem mér þótti þó merkilegast við þessa upplifun er að fólk virðist gefa sér beint skotleyfi á þá sem eru (of) grannir. Enginn sagði neitt við mig þegar ég var að nálgast 100 kílóin nokkrum árum áður. Enginn benti á hættuna sem fylgir því að vera allt of þungur; æðasjúkdómar, sykursýki, liðvandamál og fleira. Enginn nema amma mín og hafi hún þökk fyrir. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem umbúðirnar eru feitar eða mjóar. Þegar í óefni stefndi sótti ég meðferð við átröskun hjá Hvítabandi. Einkatíma hjá sálfræðingi sem og hópmeðferð með öðrum átröskunarsjúklingum. Ég man að ég hugsaði þegar ég hóf meðferðina að eiginlega ætti ég ekkert erindi í svona úrræði, ég væri ekki nógu veik. Ég væri ekki farin að missa hár af næringarskorti og tennurnar í mér væru ekki lausar eða orðnar mikið skemmdar af uppköstum. Þvílík hugsanaskekkja. Ég átti þangað fullt erindi og get vottað að á Hvítabandi fer virkilega flott starf fram. Það var mjög gott að hlusta á aðra tala, jafnvel um sömu hugsanir og þú hélst að þú værir ein í heiminum að kljást við. Þegar ég er farin að sækja í vissar fæðutegundir eða borða óhóflega mikið þarf ég að staldra við og athuga, ekki hvort eitthvað, heldur hvað er að angra mig. Þegar mér líður illa á sálinni sæki ég í mat og mikið af honum. Ef ég er ofursödd þarf ég bara að hugsa um hvað ég sé södd, ekki hvernig mér líður. Þetta er munstur sem ég er farin að þekkja hjá sjálfri mér. Núorðið er það spurning um viðbrögð mín þegar ég fer að kannast við þessa hegðun. Hvernig bregst ég við? Læt ég undan, háma í mig, vitandi um vanlíðanina sem fylgir, eða anda ég með nefinu og lít inn á við? Mig langar til að segja að ég framkvæmi alltaf samkvæmt seinni lausninni. Það væri ekki alveg sannleikanum samkvæmt en reyndar gerist það oftar en hömlulausa ofátið. Ég er sem betur fer hætt að kasta upp en átröskunin bíður færis og maður þarf að vera á tánum gagnvart henni. Í dag er ég þyngri en ég vildi vera. Sú staðreynd hvílir hins vegar ekki eins þungt á mér og hún hefði gert fyrir nokkrum árum. Ég veit að góðir hlutir gerast hægt og ég hef öll tólin í höndum mér til að vera á þeim stað þar sem ég vil vera hvað varðar andlega og líkamlega vellíðan og heilbrigði. Ég þarf að muna að beita þeim og ef mig vantar fleiri verkfæri þá bið ég bara sérfræðinga um aðstoð. Ég má ekki gleyma því að ég er góð manneskja og á allt gott skilið, hvort sem ég er nokkrum kílóum léttari eða þyngri og sama hvaða fatastærð ég nota. Þetta er stöðug barátta, stöðugar hugsanir og stöðug þróun. Ég er ekki með neina töfralausn. Eitthvað sem virkar fyrir einn virkar ekkert fyrir annan enda erum við öll einstaklingar með mismunandi þarfir. Ég mæli hins vegar með því að þeir sem eru mögulega í svipuðum sporum og ég var/er nýti sér allt það góða fólk sem er í kringum þá og þá þekkingu sem það hefur upp á að bjóða. Það er engin skömm fólgin í því að viðurkenna að maður þurfi hjálp. Að leita aðstoðar og jafnvel fara í meðferð, sama hvers kyns hún er og við hverju, er sennilega það heilbrigðasta sem nokkur einstaklingur getur gert fyrir sjálfan sig. Það er örugglega hrikalega leiðinlegt að vera fullkominn, ég nenni að minnsta kosti ekki að reyna við það lengur. Hvað ætli fullkomið fólk tali eiginlega um við vini sína? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Óheilbrigðasta samband sem ég hef átt í um ævina er samband mitt við mat. Ég hef sótt geðmeðferðarúrræði vegna sambands míns og matar. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum fíknum, svo fjarri því, en þessi er erfið. Þú þarft ekki endilega að nota fíkniefni en þú þarft alltaf að borða. Mér hefur löngum þótt gott að borða. Ég var þybbin sem barn og hávaxinn, mjúkur unglingur. Ég fékk reyndar voldug brjóst frekar snemma og spilaði það sennilega inn í, ég þótti feit. Nú þegar ég skoða myndir af mér á táningsárunum sé ég glæsilega stúlku, klára og flotta. Eiginlega bara bombu. Ég fékk reyndar ekki að njóta þess. Aðilar í kringum mig sáu ástæðu til að gera grín að mér og vel það. Ég man ennþá sönginn sem ómaði þegar ég gekk eitt sinn inn í skólastofuna, á leið í eðlisfræðitíma í gagnfræðaskóla: „Því hún er svo feit, svo feit að sólin hún sééést ekki…“ (Réttur texti er: „Hún er svo sæt, svo sæt að sólin er feimin.“) Þessum söng var greinilega beint til mín ásamt meðfylgjandi hlátrasköllum. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu gaman mér þótti að vera kölluð Ólöf feita. Annað eins getur sest á sálina hjá unglingi á mótunarárunum. Ég hef aldrei verið grönn. Eða jú, ég lýg því, ég hef einu sinni verið mjög grönn. Hættulega grönn, jafnvel. Þegar ég var á þeim stað í lífinu var ég líka veik. Ég æfði sjúklega mikið og borðaði afar takmarkað og kastaði jafnvel upp því litla sem ég át. Ég var veik en samt hafði mér, og hefur mér, aldrei þótt ég líta jafn vel út eins og ég gerði þegar ég gat talið rifbeinin í mér. Mér fannst það geggjaðslega æðislegt. Það þýðir samt ekki að ég óski þess að komast á þann stað aftur. Þegar ég grenntist byrjuðu athugasemdir að heyrast um hversu vel ég liti út. Réttilega svo, ég var í góðu formi og hafði skafið af mér þó nokkur kíló. Svo þegar ég fór að verða býsna grönn fór ég að heyra að ég þyrfti að hætta núna. Eitt skiptið sá meira að segja ein manneskja ástæðu til að segja hátt yfir mannfjölda í afmælisveislu að ég færi bara að verða ógeðsleg! Skemmst er frá því að segja að þessi manneskja var vel yfir kjörþyngd og við höfðum á fyrri árum borðað oft og mikið saman. Það er aldrei gott að vera kallaður ógeðslegur. Það sem mér þótti þó merkilegast við þessa upplifun er að fólk virðist gefa sér beint skotleyfi á þá sem eru (of) grannir. Enginn sagði neitt við mig þegar ég var að nálgast 100 kílóin nokkrum árum áður. Enginn benti á hættuna sem fylgir því að vera allt of þungur; æðasjúkdómar, sykursýki, liðvandamál og fleira. Enginn nema amma mín og hafi hún þökk fyrir. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem umbúðirnar eru feitar eða mjóar. Þegar í óefni stefndi sótti ég meðferð við átröskun hjá Hvítabandi. Einkatíma hjá sálfræðingi sem og hópmeðferð með öðrum átröskunarsjúklingum. Ég man að ég hugsaði þegar ég hóf meðferðina að eiginlega ætti ég ekkert erindi í svona úrræði, ég væri ekki nógu veik. Ég væri ekki farin að missa hár af næringarskorti og tennurnar í mér væru ekki lausar eða orðnar mikið skemmdar af uppköstum. Þvílík hugsanaskekkja. Ég átti þangað fullt erindi og get vottað að á Hvítabandi fer virkilega flott starf fram. Það var mjög gott að hlusta á aðra tala, jafnvel um sömu hugsanir og þú hélst að þú værir ein í heiminum að kljást við. Þegar ég er farin að sækja í vissar fæðutegundir eða borða óhóflega mikið þarf ég að staldra við og athuga, ekki hvort eitthvað, heldur hvað er að angra mig. Þegar mér líður illa á sálinni sæki ég í mat og mikið af honum. Ef ég er ofursödd þarf ég bara að hugsa um hvað ég sé södd, ekki hvernig mér líður. Þetta er munstur sem ég er farin að þekkja hjá sjálfri mér. Núorðið er það spurning um viðbrögð mín þegar ég fer að kannast við þessa hegðun. Hvernig bregst ég við? Læt ég undan, háma í mig, vitandi um vanlíðanina sem fylgir, eða anda ég með nefinu og lít inn á við? Mig langar til að segja að ég framkvæmi alltaf samkvæmt seinni lausninni. Það væri ekki alveg sannleikanum samkvæmt en reyndar gerist það oftar en hömlulausa ofátið. Ég er sem betur fer hætt að kasta upp en átröskunin bíður færis og maður þarf að vera á tánum gagnvart henni. Í dag er ég þyngri en ég vildi vera. Sú staðreynd hvílir hins vegar ekki eins þungt á mér og hún hefði gert fyrir nokkrum árum. Ég veit að góðir hlutir gerast hægt og ég hef öll tólin í höndum mér til að vera á þeim stað þar sem ég vil vera hvað varðar andlega og líkamlega vellíðan og heilbrigði. Ég þarf að muna að beita þeim og ef mig vantar fleiri verkfæri þá bið ég bara sérfræðinga um aðstoð. Ég má ekki gleyma því að ég er góð manneskja og á allt gott skilið, hvort sem ég er nokkrum kílóum léttari eða þyngri og sama hvaða fatastærð ég nota. Þetta er stöðug barátta, stöðugar hugsanir og stöðug þróun. Ég er ekki með neina töfralausn. Eitthvað sem virkar fyrir einn virkar ekkert fyrir annan enda erum við öll einstaklingar með mismunandi þarfir. Ég mæli hins vegar með því að þeir sem eru mögulega í svipuðum sporum og ég var/er nýti sér allt það góða fólk sem er í kringum þá og þá þekkingu sem það hefur upp á að bjóða. Það er engin skömm fólgin í því að viðurkenna að maður þurfi hjálp. Að leita aðstoðar og jafnvel fara í meðferð, sama hvers kyns hún er og við hverju, er sennilega það heilbrigðasta sem nokkur einstaklingur getur gert fyrir sjálfan sig. Það er örugglega hrikalega leiðinlegt að vera fullkominn, ég nenni að minnsta kosti ekki að reyna við það lengur. Hvað ætli fullkomið fólk tali eiginlega um við vini sína?
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar