Fræið blómstraði og sáði mörgum nýjum fræjum Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Í ár fer í gang undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 18. sinn. Þetta litla verkefni sem hófst í Hafnarfirði á degi íslenskrar tungu fyrir 18 árum er orðið að stóru fyrirtæki í dag sem þjálfar 12 ára börn um allt land í því að standa á sviði fyrir framan hóp af fólki og flytja texta og ljóð. Fyrir 9 og 12 ára börn er það heilmikil áskorun en Litla upplestrarkeppnin varð að veruleika fyrir 2 árum fyrir yngri hópinn. Fyrir lýðræðislegt samfélag er mikilvægt að börn komi út úr skólakerfinu sem einstaklingar sem treysta sér til að eiga samtal og rökræður eða geta bara flutt litlar tækifærisræður. Við það hjálpaði Stóra upplestrarkeppnin einmitt dóttur minni sem tók þátt þegar hún var í 7. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skólastjórinn hennar fékk Gunnar Eyjólfsson stórleikara til að aðstoða börnin við undirbúninginn og gaf það dóttur minni veganesti sem mun endast henni alla ævina. Hún vann upplestrarkeppnina það árið og í kjölfarið hefur hún fengið tækifæri til að koma fram á margvíslegum vettvangi. Frá því hún byrjaði í framhaldsskóla hefur hún verið í ræðuliði skólans og síðastliðið vor komst liðið í fyrsta skipti í sögu skólans í úrslit Morfís. Það veganesti sem hún fékk í 7. bekk lagði m.a. grunn að því að litla stúlkan mín stóð örugg á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu síðastliðið vor og flutti mál sitt af öryggi. Núna er hún orðin oddviti nemendafélags Flensborgarskóla og verða allir vegir færir eftir stúdentsprófið sem hún mun ljúka næsta vor. Yngri systir hennar tók þátt í keppninni fyrr á þessu ári. Það var henni töluvert meiri áskorun en systur hennar að standa á sviði og flytja mál sitt fyrir framan stóran hóp af fólki. Gleðin var því þeim mun meiri þegar flutningurinn gekk vel og sjálfstraustið óx. Börnin sem fá þjálfunina og sjálfstraustið til þess að standa upp og tjá sig verða um leið fyrirmyndir annarra barna og gefa þeim kjark til þess að þora sjálf. Margfeldisáhrifin eru ótvíræð. Þetta er lítil saga um ávöxt Stóru upplestrarkeppninnar sem mörg börn og foreldrar þeirra eiga svo margt að þakka. Um leið og ég þakka því góða fólki sem gaf mér og mínum börnum svo mikið langar mig að hvetja alla foreldra til að aðstoða börn sín við undirbúninginn þegar að þátttöku kemur í lífi þeirra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ár fer í gang undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 18. sinn. Þetta litla verkefni sem hófst í Hafnarfirði á degi íslenskrar tungu fyrir 18 árum er orðið að stóru fyrirtæki í dag sem þjálfar 12 ára börn um allt land í því að standa á sviði fyrir framan hóp af fólki og flytja texta og ljóð. Fyrir 9 og 12 ára börn er það heilmikil áskorun en Litla upplestrarkeppnin varð að veruleika fyrir 2 árum fyrir yngri hópinn. Fyrir lýðræðislegt samfélag er mikilvægt að börn komi út úr skólakerfinu sem einstaklingar sem treysta sér til að eiga samtal og rökræður eða geta bara flutt litlar tækifærisræður. Við það hjálpaði Stóra upplestrarkeppnin einmitt dóttur minni sem tók þátt þegar hún var í 7. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skólastjórinn hennar fékk Gunnar Eyjólfsson stórleikara til að aðstoða börnin við undirbúninginn og gaf það dóttur minni veganesti sem mun endast henni alla ævina. Hún vann upplestrarkeppnina það árið og í kjölfarið hefur hún fengið tækifæri til að koma fram á margvíslegum vettvangi. Frá því hún byrjaði í framhaldsskóla hefur hún verið í ræðuliði skólans og síðastliðið vor komst liðið í fyrsta skipti í sögu skólans í úrslit Morfís. Það veganesti sem hún fékk í 7. bekk lagði m.a. grunn að því að litla stúlkan mín stóð örugg á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu síðastliðið vor og flutti mál sitt af öryggi. Núna er hún orðin oddviti nemendafélags Flensborgarskóla og verða allir vegir færir eftir stúdentsprófið sem hún mun ljúka næsta vor. Yngri systir hennar tók þátt í keppninni fyrr á þessu ári. Það var henni töluvert meiri áskorun en systur hennar að standa á sviði og flytja mál sitt fyrir framan stóran hóp af fólki. Gleðin var því þeim mun meiri þegar flutningurinn gekk vel og sjálfstraustið óx. Börnin sem fá þjálfunina og sjálfstraustið til þess að standa upp og tjá sig verða um leið fyrirmyndir annarra barna og gefa þeim kjark til þess að þora sjálf. Margfeldisáhrifin eru ótvíræð. Þetta er lítil saga um ávöxt Stóru upplestrarkeppninnar sem mörg börn og foreldrar þeirra eiga svo margt að þakka. Um leið og ég þakka því góða fólki sem gaf mér og mínum börnum svo mikið langar mig að hvetja alla foreldra til að aðstoða börn sín við undirbúninginn þegar að þátttöku kemur í lífi þeirra barna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun