Rafrænt einelti Halldóra Mogensen skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Í gegnum tíðina hefur einelti talist hluti af mannlegum raunveruleika, ein af þeim þrautum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni án þess að teljast sérstakt samfélagsmein sem þyrfti að taka á. Á síðustu áratugum hefur þessi skoðun breyst og nú telst einelti í skólum vera mjög alvarlegt vandamál sem krefst lausnar. Með nýrri tækni hefur birtingarmynd eineltis þróast í miskunnarlaust skrímsli sem ekki er að finna neina einfalda lausn á. Internetið hefur skapað fjölmarga kosti fyrir fólk og hefur í raun gjörbylt samfélaginu okkar en það hefur einnig sínar slæmu hliðar: rafrænt einelti og ofbeldi. Samfélagsmiðlar, farsímar og vefsíður eru oft notuð, sérstaklega af ungu fólki, til að leggja jafnaldra í einelti. Ólíkt hefðbundnu einelti þá er ekki hægt að flýja rafrænt einelti með því að hlaupa heim, eða ganga í burtu frá árásaraðilanum. Gerendur eineltis eiga möguleika á að sækja á fórnarlömbin án þess að þurfa að horfast í augu við þau og sjá tilfinningaleg viðbrögð þeirra. Þegar viðbrögð eru persónulega sýnileg gefa þau gerandanum tækifæri til að átta sig á því að hann hefur gengið of langt og að athugasemdir hans hafa sært. Ímyndið ykkur hversu auðvelt það er fyrir annars góðviljaða krakka að ganga hreinlega of langt í „hrekknum“ vegna þess að þeir hafa enga leið til þess að meta skaðann fyrr en um seinan. Þetta er gífurlega skaðlegt fyrirbæri, ekki bara fyrir þolendur heldur einnig fyrir gerendur eineltisins sem vakna upp við vondan draum þegar þeir hafa valdið einhverjum verulegum skaða.Brýn nauðsyn Það er augljóslega brýn nauðsýn að fræða komandi kynslóðir um rétta notkun á internetinu, notkun sem stuðlar að virðingu, skilningi og ábyrgð, en þar sem eplið fellur sjaldan langt frá eikinni velti ég því fyrir mér hvort við, sem hönnuðir og þátttakendur í samfélaginu, berum ekki hluta af þessari ábyrgð. Eins og á öðrum stöðum í samfélaginu er lögð rík áhersla á samkeppni í skólakerfinu okkar. Er „survival of the fittest“-stefnan að leiða okkur í átt að þeirri virðingu, skilningi og ábyrgð sem við erum að sækjast á eftir? Samkeppni í skólastofunum myndar stéttaskiptingu milli gáfaðra og „tossa“, vinsælla og óvinsælla, „kennarasleikja“ og ólátabelgja, skapar ferli sem gerir krökkum erfitt fyrir að skilja hvert annað. Afbrýðissemi á leikvellinum og inni í skólastofunum er oftar en ekki drifkraftur eineltis – ýmist ástæða til að niðurlægja aðra eða upphefja sig. Alltaf er þetta kapphlaup um viðurkenningu annarra sem tekur á sig birtingarmynd „Like“ á Facebook eða ögrandi „snapchat“-mynda. Ef markmiðið er að skapa hvata innan skólakerfisins til að efla samvinnu og samkennd þá virðist það vera frekar borðleggjandi að samkeppnin vinni ekki með okkur heldur virki frekar til að draga fram verstu einkenni í eðli barnanna okkar. Samfélag okkar er byggt á þeirri hugmyndafræði að samkeppni sé nauðsynleg. Einelti virðist vera birtingarmynd þessarar hugmyndafræði. Ef við viljum kenna börnunum okkar að hafa skilning á náunganum og kærleik til hans, þá er kominn tími til að endurhugsa þjóðfélagsgildi okkar og endurmennta kennara í anda þessara breytinga. Verkefnið er stórt en verðugt, jafnvel eitt brýnasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að auka samvinnu og rækta hjartað til að skapa betri heim. Internetið er spegill samfélagsins og skólarnir þurfa að taka virkan þátt í því að vera mótandi afl í samfélaginu með því að kenna gildi og framkomu sem við viljum búa við – innan netsins sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur einelti talist hluti af mannlegum raunveruleika, ein af þeim þrautum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni án þess að teljast sérstakt samfélagsmein sem þyrfti að taka á. Á síðustu áratugum hefur þessi skoðun breyst og nú telst einelti í skólum vera mjög alvarlegt vandamál sem krefst lausnar. Með nýrri tækni hefur birtingarmynd eineltis þróast í miskunnarlaust skrímsli sem ekki er að finna neina einfalda lausn á. Internetið hefur skapað fjölmarga kosti fyrir fólk og hefur í raun gjörbylt samfélaginu okkar en það hefur einnig sínar slæmu hliðar: rafrænt einelti og ofbeldi. Samfélagsmiðlar, farsímar og vefsíður eru oft notuð, sérstaklega af ungu fólki, til að leggja jafnaldra í einelti. Ólíkt hefðbundnu einelti þá er ekki hægt að flýja rafrænt einelti með því að hlaupa heim, eða ganga í burtu frá árásaraðilanum. Gerendur eineltis eiga möguleika á að sækja á fórnarlömbin án þess að þurfa að horfast í augu við þau og sjá tilfinningaleg viðbrögð þeirra. Þegar viðbrögð eru persónulega sýnileg gefa þau gerandanum tækifæri til að átta sig á því að hann hefur gengið of langt og að athugasemdir hans hafa sært. Ímyndið ykkur hversu auðvelt það er fyrir annars góðviljaða krakka að ganga hreinlega of langt í „hrekknum“ vegna þess að þeir hafa enga leið til þess að meta skaðann fyrr en um seinan. Þetta er gífurlega skaðlegt fyrirbæri, ekki bara fyrir þolendur heldur einnig fyrir gerendur eineltisins sem vakna upp við vondan draum þegar þeir hafa valdið einhverjum verulegum skaða.Brýn nauðsyn Það er augljóslega brýn nauðsýn að fræða komandi kynslóðir um rétta notkun á internetinu, notkun sem stuðlar að virðingu, skilningi og ábyrgð, en þar sem eplið fellur sjaldan langt frá eikinni velti ég því fyrir mér hvort við, sem hönnuðir og þátttakendur í samfélaginu, berum ekki hluta af þessari ábyrgð. Eins og á öðrum stöðum í samfélaginu er lögð rík áhersla á samkeppni í skólakerfinu okkar. Er „survival of the fittest“-stefnan að leiða okkur í átt að þeirri virðingu, skilningi og ábyrgð sem við erum að sækjast á eftir? Samkeppni í skólastofunum myndar stéttaskiptingu milli gáfaðra og „tossa“, vinsælla og óvinsælla, „kennarasleikja“ og ólátabelgja, skapar ferli sem gerir krökkum erfitt fyrir að skilja hvert annað. Afbrýðissemi á leikvellinum og inni í skólastofunum er oftar en ekki drifkraftur eineltis – ýmist ástæða til að niðurlægja aðra eða upphefja sig. Alltaf er þetta kapphlaup um viðurkenningu annarra sem tekur á sig birtingarmynd „Like“ á Facebook eða ögrandi „snapchat“-mynda. Ef markmiðið er að skapa hvata innan skólakerfisins til að efla samvinnu og samkennd þá virðist það vera frekar borðleggjandi að samkeppnin vinni ekki með okkur heldur virki frekar til að draga fram verstu einkenni í eðli barnanna okkar. Samfélag okkar er byggt á þeirri hugmyndafræði að samkeppni sé nauðsynleg. Einelti virðist vera birtingarmynd þessarar hugmyndafræði. Ef við viljum kenna börnunum okkar að hafa skilning á náunganum og kærleik til hans, þá er kominn tími til að endurhugsa þjóðfélagsgildi okkar og endurmennta kennara í anda þessara breytinga. Verkefnið er stórt en verðugt, jafnvel eitt brýnasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að auka samvinnu og rækta hjartað til að skapa betri heim. Internetið er spegill samfélagsins og skólarnir þurfa að taka virkan þátt í því að vera mótandi afl í samfélaginu með því að kenna gildi og framkomu sem við viljum búa við – innan netsins sem utan.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun